Vikan - 12.04.1973, Side 9
af As^yríu- og Babyloníumönn-
um og síðan endurreist af
Herodesi.
Rétt fyrir neðan mig, í hall-
anum, liggur Getsemanegarð-
urinn, en þangað flýði Jesús
með lærisveinum sínum á skír-
dag. í þessum garði kenndi
hann þeim Faðir-vorið og hér
var það, sem hann sagði þeim
hvað biði sín og hér var það
sem hann háði sitt sálarstríð.
Helgidómarnir í Getsemane-
garðinum.
Garðinum er skipt í tvennt
og eru mannhæðarháir múr-
veggir í kring. Öðrum megin
er kirkja Maríu Magdalenu,
sem Alexander III. Rússakeis-
ari lét reisa, til minningar um
móður sína. Þetta er fögur
bygging, með sjö lauklaga turn-
kúplum. í garðinum til hægri
stendur hin margumrædda
kirkja Allra Þjóða, eða kirkja
sálarstríðsins, eins og hún er
kölluð (The Basilica of the
Agony). Það voru Fransiskus-
armunkar, sem reistu hana ár-
ið 1924, fvrir fé, sem þeir höfðu
safnað víða um heim. Steinn-
in.n, sem sagt er að Jesús hafi
beðið við og háð sitt sálarstríð
er i miðri kirkjunni. Það var
hann líka á tímum krossfar-
anna og var þá undir þeirra
ki-kjuþaki. Fyrsti helgidómur-
inn á þessum stað var reistur
strax árið 380. Það var bygging
í bysansstíl, en Persar eyði-
lögðu hana.
Hjá kirkjunni eru átta eld-
gömul ólífutré. Því er haldið
fram að þau séu af sama stofni
komin og trén, sem voru í Get-
semane á dögum Krists. Það er
tæplega hægt að geta sér til um
sannleiksgildi þeirra sagna, en
víst er að þau eru eldgömul og
sannast það bezt á því, að frá
og með árinu 600 e. Kr. skatt-
löjðu Arabar allan nýgræðing
og eru þessi tré ekki þar talin.
Pater Noster kirkjan í Get-
semane (Kirkja Vors Föður)
er reist yfir Eleona hellinn, þar
sem Jesús kenndi lærisveinun-
um bænina til Guðs föður. Ár-
ið 1868 keypti franska prinsess-
pn, del la Tour d‘Auvergne
s*aðinn og lét reisa þar kirkju
ov klaustur fyrir Karmelita-
nunnur. Inni í kirkjunni er
Faðirvorið málað á veggina á
fjörutíu og fjórum tungumál-
um, þar af þrem norrænum á
máli fimmtándu aldar.
Svikinn í Getsemanegarðinnm,
dæmdur til dauða í
Antoniusarkastala.
Þrátt fyrir hinar mörgu
byggingar í Getsemane er þessi
margumtalaði garður samt sá
staður sem helzt minnir á iíf
Meistarans hér á jörðu. Þarna
er allt svo einfalt. Það er eins
og garðurinn hvíli í hallanum,
blöð ólífutrjánna bærast fyrir
vindinum og sýprustrén standi
á verði.
Skírdagurinn var erfiður
lærisveinum Krists. Meistarinn
hafði sagt þeim hvað biði hans.
Þeir voru dauðþreyttir þegar
líða tók að kvöldi, þreyttir eins
og annað fólk, sem orðið hefur
fyrir mikilli sorg. Þeir gátu
ekki vakað með honum, en
sofnuðu, allir sem einn og
vöknuðu ekki fyrr en Jesús
kallaði til þeirra, og þeir gengu
allir út í grasgarðinn. Þá kom
á móti þeim hópur hermanna
og þjóna frá æðstu prestunum,
berandi blys, lampa og vopn og
fremstur í flokki var Júdas
ískariot, sem hafði svikið Jes-
um fyrir nokkra silfurpeninga.
Allir vita hver endalok hans
urðu.
Hersveitin og þjónar Gyð-
inganna handtóku Jesúm og
bundu hann og færðu hann
fyrst til húss Annasar, sem
stóð uppi í hæðinni á leiðinni
til Betaniu, því að Annas var
tengdafaðir Kaifasar, sem þá
var æðsti prestur og sat þar,
ásamt hinum skriftlærðu og
öllu ráðinu. Þeir báru saman
ráð sín um það hvernig hægt
væri að dæma Jesúm til dauða
og komust að því að það væri
dauðasynd að kalla sig son
Guðs.
Þótt þeir væru allir sam-
mála, þurftu þeir þó að fá sam-
þykki ríkisstjórans Pontíusar
Pílatusar og þess vegna var
farið með Jesúm til Antoníus-
arkastalans, þar sem Pílatus
sat.
Eins og allir vita var Pílatus
tregur til að dæma hann, ekki
sízt vegna þess að Procula,
konan hans, hafði varað hann
við, því að hún var á bandi
Jesú og kallaði hann „hinn rétt-
„Ecce Homo" boninn. Sagan segir að ó þessum stað hafi Pílatus staðið, þegar hann sagði þessi orð, eftir
að Jesús hafði verið krýndur þyrnikórónu. Pílatus sagði „Ecce Homo", „sjóið manninn". Hægra megin við
bogann er inngangurinn í klaustur Síonssystra, sem byggt er yfir varðstofu hermannanna og þar er ten-
ingsspilið (Basilikos) rist í steininn. Boginn er sá fyrsti af mörgum, sem eru ó Via Dolorosa, fró kastala
Antoniusar til Golgata.
Það er stöðugt unnið að uppgreftri í Jerúsalem. Nú, eins og óður, er múlasninn þarfur þjónn.
15. TBL. VIKAN 9