Vikan

Eksemplar

Vikan - 07.06.1973, Side 4

Vikan - 07.06.1973, Side 4
Ef bi ert ad: BYGGJA. BREYTA EBA BfETA bá líttU Víðí UtiHtri. bví lua befv ávatt boNaöao r LITAVER Símar 32262-30280 oo 30480 Grensásveoi 22 - 24 P0STURINN Svar til „eins í vanda“ Blessaður vertu ekki með þessa feimni, við höfum nú séð það svartara hér. Þú ótt óhikað að leita til læknis, og ímyndaðu þér ekki, að þú sért só eini, sem þess þarf. Þetta er raunar oft gert ó litlum drengjum, og þetta er nokkuð, sem hlýtur að verða að laga, bæði með tilliti til þrifnaðar og annars. Drífðu þig bara strax, og gangi þér vel. Ösammála um Eyjafólk Kæri Pósturl Eg er nú ekki alveg að deyja úr ást eða einhverju öðru, en ég skrifa af því, að ég er svo inni- lega ósammála B. Sigm. og Eyjaskeggja (15. tbl. 12. apríl). 'Því að þar sem ég bý, eru mörg hús íbúðarhæf, en Eyjamenn hafa hafnað þeim. En svo bað sveitarstjórinn um nýju húsin frá Svíþjóð, og þá kom stór listi yfir Eyjafólk, sem gjarnan vildi fá leigt. Svo var líka verið að tala um að hætta með þjóðhá- tíð vegna Vestmannaeyinga. Maður þarf nú varla að neita sér um alla skemmtun vegna þeirra. En nú er ég líklega búin að segja of mikið af svo góðu. En að iokum spyr ég, hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Ég þakka að lokum fyrir allt gott efni. Ein ósammála. P.S. Er leyfilegt að loka hesta inni í einhverju húsi, ef þeir standa í ruslatunnunni daginn út og inn, eða þarf að fá leyfi hjá yfirvöldum? Ja hérna, stórar eru nú rusla- tunnurnar ó Stokkseyril ÞaS er ekki leyfilegt að loka hesta inni í „einhverju húsi", og ef þú átt sökótt viS einhverja hesta, verS- urðu aS snúa þér til yfirvalda staSarins. Pósturinn er ekki kunnugur á Stokkseyri eSa hverja aSstoS heimamenn hafa boSiS Eyjamönnum. En þeir virðast alla vega ekki hafa neitt á móti staSnum, úr því þeir sækja á löngum lista um dvalar- staSi þar. Vestmannaeyingar eru óreiSanlega hjartanlega sam- mála þér í því, aS þaS er óstæSulaust aS fólk neiti sér um skemmtanir þeirra vegna, enda voru þessar raddir ekki fró þeim komnar. Pósturinn man ekki bet- ur en aS þeir tilkynntu fljót- lega eftir að gosið hófst, að þeir myndu sjálfir halda sína þjóð- hátíð að venju og skemmta sér í Galtalækjarskógi, ef Herjólfs- dalur brygSist. Skriftin er ögn ólæsileg og bendir til óvarkárni og afdróttarleysi. Meira um „heimilisvinina" Elsku Póstur! Við vorum að blaða í Vikunni áðan og rákumst þar á bréf frá tveimur, sem kalla sig Millý og Maggý, og af því tilefni varð þetta bréf til. í fyrrnefndu bréfi var verið að spyrja, hvort þið hefðuð ekki í huga að birta við- töl við fleiri fréttamenn sjón- varpsins. Þið svöruðuð þessu ekki öðru til en segja frá þeim, sem þið voruð búnir að tala við. En við þrjár, sem að þessu bréfi stöndum, viljum taka und- ir spurningu Millýar og Maggý- ar, og kannski þá verði tekið mark á okkur öllum og birt við- tal við einn fréttamanninn í við- bót. Annars getum við glatt Póstinn með því, að það eru fleiri en við, sem óskum eftir viðtölum við fréttamenn sjón- varpsins, það er fjöldinn allur af fólki, sem hefur ánægju af að sjá fjölskyldur þessara heim- ilisvina okkar. Við látum þá hér staðar numið að þessu sinni með von um, að ruslakarfan sé orðin það full, að hún taki ekki þetta bréf. Hvernig er skriftin, og hvað er hægt að lesa úr henni? S.K. og Þ. Ykkur er hér með róSlagt aS blaða svolítið betur í 14. tbl. Vikunnar. I umræddu svari Póstsins var m. a. sagt: „ . . . en við tókum kipp og pöntuðum viðtal við einn fréttamanninn enn, svo þið sjóið, að það er tekið mark á ykkur." Forsiðu- myndin ó þessu sama blaði er af Svölu Thorlacius, fréttamanni sjónvarpsins, og viðtal og mynd- ir af henni og fjölskyldu henn- ar eru ó bls. 23—25, auk fram- halds á bls. 37—38. Við tökum 4 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.