Vikan - 07.06.1973, Page 10
Slökkviliðið var boðað á stað-
inn klukkan fjórtán mínútur
yfir níu og lögreglan kom að
í sama mund. Fáeinum mínút-
um síðar streymdi lögreglulið-
ið inn í þingsalinn undir stjórn
Lateits lautinants. Eldtungurn-
ar sleiktu forsetastúkuna, en
eldurinn hafði ekki breiðzt út
að ráði.
Aðeins nokkrum andartökum
seinna dundu ósköpin yfir.
Mikil sprenging varð öllum að
óvörum í þingsalnum og eldur-
inn breiddist út um alla bygg-
inguna. Slökkviliðsmenn og
lögreglur urðu að ríghalda sér
í það sem hendi var næst til
þess að lenda ekki í eldinum.
Neistaflugið stóð í allar áttir
og lýsti upp næturhimininn yf-
ir Berlín.
Kallaðir voru út allir slökkvi-
liðsmenn á öllum slökkvistöðv-
um Berlinar og varalið lögregl-
unnar var fengið til starfa.
Fólk tók að streyma þúsund-
um saman til þinghússins —
með nasistaleiðtogana í farar-
broddi.
— Kommúnistar bera
ábyrgðina á þessu, hrópaði Her-
mann Göring, löngu áður en
undirbúningsrannsóknir hófust.
Josef Goebbels sagði að þetta
ódæði hlyti að vekja þýzku
þjóðina til umhugsunar og átti
með því við, að hún nú hlyti
að treysta nasistum!
Það varð ekki annað séð, en
þeir hefðu rétt fyrir sér, að
minnsta kosti hvað snerti
ábyrgðina á brunanum. Lög-
reglan hafði sem' sé fundið
brennuvarginn í brennandi
þinghúsinu.
Þar fundu þeir geðveilan
hollenzkan auðnuleysingja, Ma-
rinus van der Lubbe, sem væfl-
aðist þar um á buxunum ein-
um fata. Önnur klæði sín hafði
hann greinilega notað í upp-
kveikju.
Síðar var tilkynnt að í buxna-
vösum hans hefði ekki einung-
is fundizt hollenzkt vegabréf
hans, heldur einnig kommúnis-
tískt flugrit. Flugritið gerði
málið einfaldara, einkum þeg-
ar þess er gætt, að van der
Lubbe var ekki meðlimur í
kommúnistaflokknum. en hafði
þó veitt „leynilegum hóp“
stjórnleysingja stuðning.
Van der Lubbe neitaði ekki
að hafa staðið að íkveikjunni,
en hann var mjög ráðvilltur.
Þegar hann var spurður því
hann hefði gert það, svaraði
hans aðeins: Mótmæli, mót-
mæli!
Göring lögregluráðherra
hafði þegar hafið undirbúning
að því „að bæla niður öfl and-
stæð ríkinu“. Nafnalistar, sem
gerðir höfðu verið löngu áður,
voru teknir upp úr innsigluð-
um kistum.
Varalögregluliðið tók til
starfa þegar aðfaranótt 28.
febrúar.
Um fjögurleytið um morgun-
inn — sem seinna varð sérleg-
ur „vinnutími" Gestapó —
lömdu varaliðsmennirnir á
hundruðum „óvina ríkisins".
Vinstrisinnar, menntamenn,
Gyðingar og fleiri voru færðir
til kjallara lögreglustöðvanna,
barðir þar sundur og saman
og fangelsaðir um óákveðinn
tíma.
Auk þess var gerð árás á að-
setur kommúnistaflokksins í
Karls Libknechtshúsinu. Þar
gerðu þeir sér vonir um að
finna skjöl, sem staðfestu, að
kommúnistar undirbyggju bylt-
ingu. Lögregluárásin var samt
fyrst og fremst gerð í áróðurs-
skyni því að vitaskuld var eng-
in slík skjöl að finna á skrif-
stofu flokksins. Að álíta slíkt
hefði verið herfilegt vanmat á
kænsku kommúnista og starf-
semi flokks þeirra.
A þriðjudagsmorgninum
rauk úr rústum þinghússins.
Adolf Hitler fór aftur til þess
að líta á rústirnar og talaði
klökkri röddu um „tákn að of-
an“.
Þinghúsbruninn varð sögu-
legur atburður, einn hinn þýð-
ingarmesti allrar mannkyns-
sögunnar, jafnvel þótt menn
gerðu sér ekki grein fyrir því
þá. Milljónir Þjóðverja lágu
flatir fyrir áróðrinum, sem
streymdi frá skrifstofu Josefs
Goebbels. Hann kvað þing-
húsbrunann hafa átt að vera
merki um að bylting komm-
únista væri að hefjast og ein-
ungis hafi tekizt að koma í veg
fyrir hana fyrir snarræði nas-
ista.
Ekki má gleyma því að
kommúnistaflokkurinn var
voldugur í Weimarlýðveldinu
og naut fylgis milljóna kjós-
enda. Nú voru þeir dæmdir til
þess að tapa fyrir nasistum,
sem urðu ofan á í kosningun-
um 1933, enda beittu þeir til
þess öllum ráðum. Kosninga-
fundir andstæðinganna voru
truflaðir á allan mögulegan
hátt. Venjúlega var reynt að
banna þá með aðstoð lögregl-
unnar, sem nasistar stjórnuðu
eftir eigin höfði, en tækist það
ekki réðust einkennisklæddir
baráttuhópar, einkum meðlim-
ir SA-hreyfingarinnar, að
fundarmönnum og splundruðu
samkomum.
Eftirtektarvert er, að nasist-
um tókst ekki að fá hinn þráða
meirihluta, heldur urðu að láta
sér nægja 44% atkvæða, þrátt
fyrir að talið er sannað að þeir
hafi beitt brögðum við at-
kvæðatalninguna.
Mesta kappsmál nasista var
að völd kanslarans yrðu aukin
stórlega, en það gerði Hitler í
raun og veru að einræðisherra.
En margt stóð í vegi fyrir því.
Paul von Hindenburg, for-
seti, var stríðshetja úr fyrri
heimsstyrjöldinni og hafði ver-
ið valinn á lýðræðislegan hátt.
Hann var 86 ára að aldri og
illa farinn af æðakölkun. Hann
vildi sniðganga Hitler, því að
hann áleit hann vera af lágum
stigum.
Hindenburg veigraði sér við
að tala við Hitler nema vara-
kanslarinn væri viðstaddur. En
Óskar, sonur Hindenburgs, var
hlynntur Hitler og hafði óbein
áhrif á föður sinn, sem fylgd-
ist lítið með því, sem gerðist í
heiminum í kringum hann. For-
setinn var valinn af þinginu og
þurfti tvo þriðju hluta atkvæða
til þess að vera löglega kosinn.
Um það þurfti Hitler og þjóð-
ernissinnaflokkur hans ekki að
gera sér vonir á meðan sósíal-
demókratar og kommúnistar
höfðu nikkur áhrif innan þings-
ins.
Þinghúsbruninn veitti tæki-
færi til þess að handtaka, og
einangra með því, leiðtoga
kommúnista auk nokkurra só-
síaldemókrata.
En það vantaði enn nokkur
atkvæði til þess að ná tveimur
þriðju hlutum atkvæða á þing-
inu og veita Hitler völd til
þess að stjórna öllu eftir eig-
in höfði.
Ringulreið ríkti í stjórnmál-
um. Til þess að fá einhvern
botn í ástandið er nauðsynlegt
að líta á það frá sögulegu sjón-
armiði. Þýzka ríkið var í raun-
inni myndað af ungri þjóð, sem
hafði orðið til eftir sigurinn yfir
Frökkum 1871. Áður hafði land-
ið verið skipt í fjöldamörg lít-
il konung- og hertogadæmi,
sem voru lauslega tengd hvert
öðru.
Vilhelmska keisaradæmið leið
undir lok eftir ósigurinn í
heimsstyrjöldinni 1914—1918.
Framhald á bls. 43.
SíflAN LAGOIST
ALLT í RIÍST
10 VIKAN 23. TBL.