Vikan

Issue

Vikan - 07.06.1973, Page 12

Vikan - 07.06.1973, Page 12
A þeim árum var það i tizku hjá heldri mönnum bæjarins að eiga reiðhesta. Og á hverjum sunnudegi sumarlangt fóru þeir i skemmtiferðir upp i fjalllendið sunnan við bæinn eða jafnvel upp til sveita. Þessar sunnudagaferðir voru alltaf kallaðirútreiðar- túrar, og Uiuga mér er það orð jafnan tengt glæsibúnu fyrirfólki á föngulegum gæöingum, miklu af smurðu brauði og dýrum veigum á vasapelum af margvislegri gerð. Jóreykur og ferskt fjallaloft, annarleg angan af fólki I velsniðnum reiðfötum, hrossalykt af svitastorknum klárum á sólheiöum sumar- degi, lyngblær og reyrilmur I ósnortnum áningarstað, — allt rennur þetta saman i eina heild I huga mér, og yfir þeirri mynd hvílir einhver upphafinn framandleiki, eins og um ævintýri væri að ræöa. En þessi mynd er tregablandin. Þannig fer oft, er menn kynnast rétt i svip ævintýri, sem ekki er þeirra. — Þetta er i rauninni gamla sagan um Paradis og brottreksturinn þaðan. • Ég var ekki einn af fyrirfólkinu. Ég var aðeins hegtasveinn i fjórum þessara miklu útreiðartúra. En fyrir mig var þetta stór- fenglegt ævintýri, og eins og oft vill verða, átti ég sjálfur sök á þvi, hve endasleppt það varð. Kannske er mér þetta svo minnisstætt vegna þess, að orsök til hins óvænta endis var i rauninni augnabliks gleymska eða kunnáttuleysi. Sumir mundu jafnvel kalla það skort á réttri hegðun. Þetta geröist sumarið, sem ég var á fimmtánda árinu. Ég hafði verið i sveit á hverju sumri frá þvi ég var niu ára gamall og var þvi vanur hestum. I rauninni var ég miklumeira en vanurhestum, ég var áfjáður hestavinur, taumlaus aðdáandi góðra hesta. Ég hafði lært þessa hestafjálgi af húsbónda mlnum i sveitinni. Hann var einstakur hesta- maður. Stundum hef ég freistazt til að halda, aö slík hestamennska sé meðfædd gáfa. Að minnsta kosti er ég sannfærður um, að góður hestamaður ræktar þessa íþrótt sina af sömu kostgæfni, næmleik og trúmennsku og sannur listamaður temur listeðli sitt og hæfileika. En nú er ég vist kominn burt frá efninu. Og þó — ég var hestamaður og hafði einstakt lag á hestum. Og ævintýrið átti ég þessu aö þakka. Hestamennska segir jafnan til sin. Þetta sumar fór. ég ekki I sveit. Lágu til þess góðar og gildar ástæður. Að sjálfsögðu hefði ég helzt kostið aö bregða ekki út af venjunni. En ég hafði fengið ábatasamari vinnu. Vinur föður mins, sem kunnugur var einum helzta útgerðarmanni bæjarins, hafði komið mér I fasta vinnu á fiskverkunarstöð hans. Ég vann viö fiskþvottinn. Slik náð féll aðeins fáum útvöldum i hlut. Ég var elztur af barnahópnum, og úr þvi ég var fermdur, var ekki um annað að ræða en ég ynni heimilinu sem mest ég mátti. Ekki veitti af. Og fyrst hægt var að koma mér i fasta atvinnu á fjskverkunarstöðinni sumarlangt, kom sveitin ekki til greina lengur. En hestamennskan sagði til sin. Aldrei hafði ég séð jafn glæsilegan hóp friðra fáka saman kominn og þegar reiðhestar góð- borgaranna voru reknir i bæinn á laugardagskvöldum. Og brátt hafði ég komið mér I kynni við strákana, sem sóttu hestana i hagagönguna. Og næsta laugardag fór ég meö þeim að sækja hestana. Hvernig svo sem það atvikaðist, var ég viku seinna beöinn að vera hestasveinn i daglöngum útreiðartúr. Verkstjórinn flutti mér skilaboð útgerðar- mannsins á föstudeginum. Eins og nærri má geta, var ég ekki seinn til svars. Ég haföi óvænt dottið i lukkupottinn. Ævintýrið sjálft var I vændum. Svo sannarlega var það ævintýri. Starfið var mér leikur einn. Eöa öllu heldur meira en leikur. Aldrei haföi ég gengið upp i nokkru starfi af slikri innlifun. Það nálgaðist trúar- 12 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.