Vikan - 07.06.1973, Qupperneq 13
Ég var ekki einn af fyrirfólkinu.
Ég var aðeins hesíasveinn i
um þessara miklu útreiða
En fyrir mig var þetta sU
legt ævintýri, og eins
verða, átti ég sjálfur
hve end'asleppt þa
lega innfjálgi. Undir mig var að sjálfsögðu
settur hestur, og þótt hann væri enginn
gæðingur, var hann mjög þægilegur til
reiöar. Ég haföi lært af húsbónda minum í
sveitinni að reyna jafnan að ná þvi bezta úr
hverjum hesti. Ekki leið þvi á löngu, áður
mér hafði tekizt að fá Freyfaxa til að reisa
höfuðið og taka töltspor. ( Ég var um þessar
mundir áfjáður lesandi tslendingasagna og
kom ekki annað til hugar en velja reiðskjóta
minum hið virðulegasta nafn.) Það vakti
jafnvel athygli hjá skemmtiferðafólkinu,
hvað mér varð áorkað við klárinn, og stöku
maður hafði orð á þvi. Vitanlega voru þetta
einungis stuttar athugasemdir, og ég svaraði
sem fæstu. Mér var frá upphafi ljós staöa
min i þessum hópi.
Ég hef sjaldan innt starf af höndum af
slikri alúð sem þessa hestagæzlu, og mér var
það næsta auðvelt verk. Það var einkum i þvi
fólgiö að annast um töskuhestinn, sem
klyfjaður var nestinu, gæta þess, að
gæðingarnir rásuðu ekki frá knöpunum I
áningarstaö og vera skemmtifólkinu innan
handar, hvenær sem það þurfti einhvers
með. Allt þetta gerði ég mér far um að inna
af höndum hávaðalaust, með fámálugri hátt-
vísi og jafnaðargeði. Þetta var ævintýri, og
mig skipti engu máli i hvaða tón ég var á-
varpaður, eða hvers konar viðmót mér var
sýnt i umgengni. Ég naut ánægjunnar af
ævintýrinu einn með sjálfum mér.
Nestið jók ekki hvað minnst á framandleik
ævintýrisins. Aldrei hafði ég augum litið
þvilikar krásir, hvað þá bragðar þær. Mér
hafði aldrei komið til hugar, að til væru svo
margar tegundir áleggs á brauð, svo að segja
i öllum regnbogans litum. Ég hafði meira að
segja ekki rennt grun i áður, aö smurt brauð
væri svo finn matur. Eða þá ölföngin. Og ekki
var ég sizt hrifinn af ávöxtunum, bæði
ferskum og niðursoðnum. Sliku hafði ég ekki
einu sinni kynnzt á sjálfum jólunum — Af öllu
þessu fékk ég minn skerf, en ég gætti þess að
vera jafnan hófsamur. Frúrnar, sem miðluðu
nestinu, létu sér annt um, að ég fengi nóg. Ég
taldi þó hæfa að afþakka löngu áður en
lystin var þvi samþykk. Ég sat i hæfilegri
fjarlægð og borðaöi af settleik og hæversku,
þótt hitt fólkið léti sig litlu skipta hnitmiðaðar
matvenjur þarna úti i guðsgrænni
náttúrunni. Þegar lystinni samdi ekki lengur
við hæverskuna, þakkaði ég fyrir mig og tók
að snúast við hestana. Hjá þeim var ég slður
en svo miður min. Ég naut þess i rikum mæli
aö hafa umsjón með svo glæstum gæðingum.
Það var á þriðja sunnudeginum, sem ævin-
týrið fékk á sig enn hugþekkari blæ. Þá kom
Eygló til sögunnar. Eygló var jafnaldra mér.
Hún var dóttir útgerðarmannsins, sem tekið
hafði mig sem hestasvein. Það var á
fiskverkunarstöð hans, sem ég hafði fengið
sumarvinnuna. Hann var tvimælalaust
rikasti maður bæjarins. Hann átti tvo
afburða reiðhesta sjálfur, frúin átti þann
þriðja, og hann hafði gefiö Eygló fannhvitan
gæðing i fermingargjöf. Það eitt, að hún hafði
fengið slikan grip i fermingargjöf, var nóg til
þess, aö ég leit á hana öðru visi en venjulega
unglinga. Annars höfðum við verið bekkjar-
systkin i barnaskóla, og einnig höfðum við
fermzt saman. En við þekktumst samt sára-
litið. Eygló umgekkst alltaf fáa á sinu reki,
og sizt börn eða unglinga af minu tagi. Eitt
leyndarmál áttum við þó saman. Hún sat
ætið fyrir aftan mig i skólanum, og á skrif-
legum prófum sat ég jafnan þannig, að hún
gat séð úrlausnir minar. Við töluðum aldrei
um þetta, það var þegjandi samkomulag.
Bæði vissu þó vel, að hún græddi á .þessari
aðstöðu sinni. Það fékk mér góðlátrar innri
ánægju, þvi Eygló var engin venjuleg telpa.
Og stundum fannst mér ég verða var hlýju I
augnaráði hennar, er hún leit á mig. Annars
Framhald á bls. 31