Vikan

Útgáva

Vikan - 07.06.1973, Síða 14

Vikan - 07.06.1973, Síða 14
Eitt af hinum stóru vandamálum nútimans er hávaðinn. Jarðar- búar þrengja stöðugt hver að öðrum, og hljóðin kringum þá verða stöðugt fjölbreytilegri og háværari. Þeir þjappast saman i sam- býlishús i æ þéttbyggðari borgum og trufla hver annan með marg- víslegum vélahljóðum, hælaskellum, músik. Nútimamaðurinn er að ærast af hávaða. Hann flýr langar leiðir út i sveit, en hann þarf æ meira fyrir þvi að hafa að finna stað, þar sem hann getur ótrufl- aður hlustað á hljóð náttúrunnar, lækjarniðinn og fuglasönginn, fyrir hávaða umferðarinnar. Hvað er til varnar? Vörubíll gefur i I brekkunni, loftbor þjösnast á malbikinu, sorphreinsunarbill skeliir rusli i ginib á sér, skellinaðra þýtur hjá með hvæsi og trutti, tónlist glym- ur frá verzluninni handan við göt- una... Þessi stöðugi hávaði ergir okk- ur og við þráum friðinn heima. En þar er ekki heldur kyrrð að fá. Það er hið stóra vandamál nútim- ans. Margir búa i sambýlishúsum við miklar umferðargötur, jafn- vel ekki fjarri flugvelli. Þar er aldrei kyrrð. Og sé ekki um utan- aðkomandi hávað>að ræða, þá eru ótal atriði innanhúss, sem berja á hlustum manna. Vatnsrennsli, barnagrátur, hurðaskellir, fóta- tak á hæðinni fyrir ofan, pianóæf- ingar á hæðinni fyrir neðan. Viss hávaði er nauðsyn- legur Við greinum hljóð á tvennan hátt. Þau berast okkur til eyrna gegnum loftið: raddir, simhring- ingar, útvarp, barnagrátur. Þessi hljóð þrengja sér gegnum veik- ustu punkta veggja og um glugga og dyr. Og svo eru hljóð, sem berast okkur gegnum leiðara, gólf, veggi, pipur, hljóð eins og fótatak, vatnsrennsli o.fl. Hljóðstyrkur er mældur i desi- belum, dB. í sérbyggðum rann- sóknarstofum má koma hljóð- styrknum niður i 10 dB. En svo mikil þögn er óþægileg til lengd- ar, viss hávaði er nauðsynlegur fyrir velliðan manna. Hlustaðu nú vel! Þú situr heima, allt er rólegt, börnin fjarri, útvarpið lokað. En algjör þögn er þó ekki. Hljóðstyrkurinn mundi mælast 25—30 dB. Og ef þú býrð viö umferðargötu er hann 50—60 dB, þ.e.a.s. ef gluggarnir eru aftur. Séu gluggarnir opnir, er hljóöstyrkurinn 60—65 dB, sem getur verið talsvert óþægilegur hávaði. Og við og við bætast viö alls konar hljóð, sem auka hljóð- styrkinn um 10—20 dB, og slik aukning verkar eins og tvöfaldur hávaði. Við 75 dB hávaða er t.d. mjög erfitt að tala i sima. Jafnvel við 60 dB hávaða verður maður aö hækka róminn til að láta til sin heyra. Barnagrátur getur komið hljóðstyrknum upp i 85 dB. Og þannig mætti lengi telja. Hve mikið þolum við? Það er erfitt að segja nákvæm- lega til um það, hve mikinn há- vaða við þolum til lengdar. Menn eru mjög misjafnlega viðkvæmir fyrir hávaða, og sumir skerðast á heyrn, án þess að verða þess varir sjálfir. Óþægindi af hávaða geta orsak- að svefnleysi, taugaveiklun og jafnvel taugaáfall, ef menn verða fyrir skyndilegum og mjög mikl- um hávaða. Einnig geta melt- ingartruflanir og of hár blóð- þrýstingur beinlinis stafað af þvi álagi, sem leiðir af þvi að þurfa stöðugt að búa við of mikinn há- vaða. Hvenær er hætta á heyrnar- skaða? A hávaðasömum vinnu- stöðum, i verksmiðjum og á verk- stæðum, verða menn e.t.v. að vinna stöðugt i 85—90 dB hávaða. Það er mikið álag að vinna á slikum stöðum, og starfsfólkinu er ákaflega hætt við að skaddast á heyrn. Sú hætta er einnig fyrir hendi, þegar þota flýgur rétt hjá á fullri ferð og framleiðir 130—135 dB hávaða. Eitt er athyglisvert, einkum fyrir unglinga, sem telja sig ekki geta notið tónlistar, nema magna hana upp i aldeilis geipilegan hávaða: Það er óhugsandi að venjast svo hljóðstyrk, að hann verði heyrninni skaðlaus, og þeg- ar skaðinn er skeður, er sjaldnast nokkuð við þvi að gera. Hollur granni er gulli betri Lausnin á hávaöavandamálinu er að hluta til fólgin I þvi, að fólk kunni að búa saman. Við verðum að læra að taka tiilit hvert til annars. En manneskjan er mis- jöfn. Ef þú setur plötu á fóninn eftir kl. 11 að kvöldi, lætur grann- inn til vinstri sér fátt um finnast, meðan aftur á móti granninn á hæðinni fyrir neðan er óðara kominn með kústinn á loft, bankandi, hringjandi og klag- andi. Lög húsfélagsins kveða á um tillitssemi við náungann, en það vill verða dálitið teygjanlegt hug- tak. Auðvitað verður að taka tillit til annars fólks, en við verðum nú lika að hafa hreyfingarfrelsi, frelsi til að lifa Iifinu lika heima hjá okkur. Það geta þvi miður verið mörg ljón i veginum fyrir þvi frelsi. Ef ibúðin er mjög illa einangruð, ef það er sjúklingur i húsinu eða einhver mjög við- kvæmur fyrir hávaða og klög- unargjarn, ef maður er pianóleik- ari — þá getur hávaðavandamál- ið orðið óleysanlegt, og maður gæti einfaldlega neyðst til að flytja búferlum. Reyndar getur lika valdið óþægindum aðheyra ekki einhver viss hljóð sem maður hefur van- izt. Ef t.d. strætisvagninum, hálftima fresti stanzar rétt fyrir framan húsið, seinkar eitthvað að ráði, þá er farið að horfa á klukk- una og biða eftir honum og velta vöngum yfir, hvað hafi tafið. Eins er ekki sama, um hvaða hljóð er að ræða. Barnagrátur úr næstu ibúð getur orðið algjörlega óþol- andi, meðan aftur á móti grátur i eigin barni er nokkuö, sem maður þekkir og getur auk þess ráðið við. Og á nóttunni þarf ekki há- vært hljóð til að vekja óróa. Að læðast um á tánum, dauðhrædd um að trufla náungann, vekja hann, þegar hleypt er niður i kló- settinu, þegar hurðin skellur ó- vart aftur o.s.frv. getur tekið jafn mikið á taugarnar og að verða sjálfur fyrir ónæði. Og fyrst og fremst er ákaflega erfitt fyrir barnafjölskyldu að búa i illa ein- angruðu húsi með viðkvæmum nágrönnum. Foreldrarnir verða sinöldrandi i börnunum að leika sér hljóðlega, trampa ekki um gólfið, vera ekki i þessum eilifu slagsmálum, og á endanum gera þau börnin taugaveikluð lika. Hvergi má bila hlekkur Talsvert hefur að sjálfsögðu á- unnizt I baráttunni fyrir hávað- ann. Hús, sem byggð eru i dag, eru betur hljóðeinangruð en fyrir 1—2 áratugum. Kröfurnar aukast stöðugt, og viöa er það orðin regla, að hljóðstyrkur milli ibúða má ekki geta farið yfir 51 dB. En viö byggingu eins húss koma margir við sögu, og hvergi má bila hlekkur i þeirri keðju. Kæruleysi hjá einum aðila getur eyðilagt hús, sem virðist fullkom- ið á pappirnum. Og þegar bygg- ingu húss er einu sinni lokiö, er ákaflega erfitt að bæta úr göllum. 14 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.