Vikan - 07.06.1973, Síða 15
Nú or&ið þekkja menn ýms ráö
til aö draga úr óþægindum af ná-
býli viö hávaöa. Miklar um-
feröaræöar eru nú betur einangr-
aöar frá mannabústööum. Yfir-
leitt eru hús nú til dags ekki
byggö nær umferðargötum en
150—200 metra og gjarna höfð bif-
reiðastæði á milli, og þá veour ná-
býlið þolanlegt. Þaö má lika ein-
angra umferðargötuna enn betur
meö þvi að hafa vegg meðfram
henni, og einnig veitir þaö góöa
hljóöeinangrun að láta götuna
liggja lægra en landiö i kring.
Arkitektarnir veröa au&vitaö
lika aö kunna sitt fag. Eldhús og
baöherbergi eru hávaðasömustu
herbergi ibúðarinnar og mega
þar af leiðandi ekki liggja aö
svefnherbergjum nágrannans.
Svefnherbergi eiga heldur ekki
aö snúa gluggum að umferöar-
götu. Svo litil innri forstofa hefur
mikið einangrunargildi. Litlir-
gangar inni i ibúöinni sjálfri gera
einnig mikið gagn i þessu tilliti.
Þessi atriöi falla raunar ekki inn i
tizkuhugmyndir nútimans. Nú til
dags er einmitt meira i tizku aö
hafa ibúðirnar sem mest opnar og
eyöa sem minnst plássi i ganga og
forstofur.
Vatnið er vandamál.
Hávaðavandamáliö ákvaröast
sem sagt að miklu leyti af legu
hússins, nálægð þess við um-
feröaræöar og athafnasvæöi, svo
og teikningu og útfærslu hússins i
byggingu. En ýms önnur atriði
eru einnig mjög mikilvæg.
Eitt stærsta vandamáliö er
vatnið. Hávaði af vatnsrennsli
veldur iðulega óþægindum.
Blokkaribúar kannast sannarlega
viö þetta vandamál. Fólk gdtur
ekki hleypt niöur i salerni án þess
a& niöucnn, heyrist a.m.k. niður á
næstu hæð, og leyfi maður sér aö
fara i bað, heyrist það eins og
dynjandi fossaniöur hjá nágrann-
anum. Tillistssamt fólk þorir ekki
aö baöa sig eftir kl. 11 að kvöldi af
ótta viö aö trufla svefnfriö grann-
ans.
Viö þessu er afskaplega erfitt
aö gera. Menn dreymir um aö
finna upp hljóölaus baöker og
ganga svo frá leiðslum og pipum,
a& menn geti ba&aö sig, án þess
aö allt hverfiö viti af þvi, en
lausnin viröist ekki i nánd.
Einangrun glugga cg
dyra
Utanaðkomandi hávaði brýtur
sér einkum leiö um glugga og dyr.
Hávaði utan að minnkar urri ca.
23 dB við þaö aö fara gegnum lok-
aöan glugga. Hljóöeinangrun
glugga má auka meö þéttilistum,
sem eru þó fyrst og fremst til þess
aö einangra gegn kulda. Sums
staöar er farið aö nota sérstak-
lega þykkt gler i rúöur, þar sem
miklar hljóðeinangrunar er þörf,
Framhald á bls. 36
23.TBL. VIKAN 15