Vikan - 07.06.1973, Síða 16
Kvala
staður
SMÁSAGA EFTIR
T.G. NESTOR
Tilfinningar minar voru eingöngu sálrænar og
sárari en ég hafði áður fengið að reyna. Ég var
svikinn úr öllum áttum. Fyrst var það hún
Aine. Svo var það hann Con, sem hafði svikið
samkomulagið, sem hann hafði sjálfur samið.
Loksins þegar ég hafði kynnzt sorginni, var
henni fleygt framan i mig....
Þriðja sunnudag i hverjum
mánuði, klukkan 3-4 var sérstök
helgistund. Séra O’Beirne hafði
sjálfur komið þeSsum sið á — kom
vist með hann með sér úr siðasta
prestakallinu sinu I borginni, og
sveitafólkið þarna i Cooldarra
var ekkert sérlega fljótt að
venjast honum.
Um sunnudagsmessuna var allt
öðru máli að gegna, þvi að hún
var arfur frá liðnum kynslóðum.
En helgistundin var nýjung og
þurfti nú einmitt að vera þannig
timasett, að hún rakst á ýips
önnur áhugamál. Áður en séra
O’Beirne kom, lögðu trúmálin
fólki engar aukaskyldur á herðar
— eftir messu var það jafnfrjálst
og fuglar i mó. En klerkur vildi
breyta þessari venju, og þegar
aðsóknin varð treg að fyrstu
helgistundinni, þá hélt hann ræðu
yfir hausamótunum á þeim, sem
ekki komu.
„Getið þér ekki vakað með mér
eina stund?” vitnaði hann i
bibliuna og hvæsti tilvitnuninni
reiðilega að áheyrendum. Héðan
af, sagði hann, yrði hvert heimili
að senda sinn fulltrúa.
Karl faðir minn var heldur,
betur niðurdreginn þegar hann
lötraði kirkjugötuna heim á leið.
Hann hafði lofað að heimsækja
McDonnellhjónin og taka
mömmu með sér. En hvernig gat
hann haldið það loforð þegar
presturinn hafði horft framan i
hann með svip, sem sagði: — Og
þú komst heldur ekki, Michael.
En þá kom mamma til
skjalanna og bjargaði málinu.
Hún hafði hlustað vandlega og
tekið eftir þegar klerkur hafði
sagt, að hvert heimili yrði að
senda sinn fulltrúa. Og nú hafði
hún einfalda lausn á málinu.
— Við sendum hann Tom. Hann
getur verið okkar fulltrúi.
Hanna frænka hefur augsýni-
lega fundið sömu lausn, en hún
átti heima i Kastalanum. Eftir
mat kom Con, sonur hennar, til
okkar, og svo lögðum við tveir af
stað i helgistundina i kirkjunni.
Það var Con, sem tók eftir
hesiihnetunum. Við vorum
komnir yfir háa akurinn hans
Barretts og inn á engið hans
McAuliffe, þegar hann kom auga
á tréð. Það var alþakið
þroskuðum hnetum, sem báðu um
að tina sig.
Það var liðið langt ár siðan ég
hafði smakkað hnetukjarna og
hver biti æsti upp i mér hungrið.
Og sama var að segja um Con, og
eftir fáeina bita vorum við sam-
mála um, að eina ráöið til þess að
seðja hungrið almennilega væri
að safna okkur nógu mörgum
hnetum og halda siðan veizlu. Við
rændum svo tréð og Con klifraði
upp og fleygði hnetunum niður.
En meðan á þessu stóð hafði ég
ekki augun af kirkjudyrunum.
Fólk var að tinast inn, mest konur
og svo krakkar eins og viö. Við
höfðum enn tóm til að safna okkur
birgðum, en veizlan gæti beðið
þangað til helgistundinni væri
lokið.
En nú var Con kominn i æ'sing.
Hann sópaði til sin helmingnum
af hnetunum og fann sér stein til
þess að brjóta þær. 1 hálftima
sátum við þarna og hámuðum i
okkur hneturnar og skildum eftir
heila hrúgu af skurnum.
Nú vorum við orðnir of seinir.
Teningunum var kastað, kirkju-
dyrnar lokaðar og enginn fulltrúi
frá Kilquane né Kastalanum. En
þá fór mér að liða illa og fékk súr-
bragð i munnunn þar sem áður
hafði verið sætabragðið af hnot-
kjörnunum.
En Con hló bara að hræðslunni i
mér. Hann fann samstundis upp
afsökun, svo einfalda og
frumlega, að enginn hefði getað
rengt hann. Og hann var að
minnsta kosti ekkert hræddur við
afleiðingarnar. Úr þvi að þetta
tiltæki okkar var jafn-
skemmtilegt og raun var á, var
vissulega tilvinnandi að taka af-
leiðingunum.
Við getum alltaf sagt, að
l)Hja hafi dottið ofani skurð, sagði
hann. Eða þá, að hún Nonie
gamla galdranorn hafi gengið
þvert fyrir okkur, svo að við
hefðum ekki þorað að halda
áfram
Þetta siðarnefnda var alveg
snilldarlegt. Nonie gamla var
talin hafa ,,illt auga” og fólk
forðaðist hana eftir megni.
En þrátt fyrir allar fullyrð-
ingarnar hjá Con, leið mér illa.
I’abbi kæmi heim frá Rathfarra
og spurði um helgistundina.
llverjir voru þar, og væri ég viss
um, að presturinn hefði séð mig?
Ég taldi upp alla, sem ég hafði
séð fara inn i kirkjuna og það
virtist honum nægja.
.......Allt kvöldið var ég fullur
kviða. Hann vakti mig af svefni,
og hann var það fyrsta, sem ég
fann til þegar ég vaknaði. Hann
elti mig i ákólann og brosandi
smettið á Con gat litið létt honum
af mér.
Con gekk á undan mér upp
steintröppurnar og ég heyrði
hann undirbúa afsakanir okkar,
þegar hann talaði við Tomasheen
I)unne.
— Varst þú við helgistundina,
Tomasheen?
— Já, en ég sá þig þar ekki.
Ég var á leiðinni, en hún
Nonie gekk þvert fyrir mig. Og
hann Tom — hann var með mér.
Hún Nonie! Tomasheen dró
snöggt að sér andann og gapti, og
hræðslan skein út úr augunum.
Hæ, Eric! kallaði hann til stráks
fyrii’ framan okkur. — Heyrðirðu
þetta? Húri Nonie gekk þvert fyrir
framan hann Con.
Eric var engu minna hræddur
en Tomassheen. Hann leit á Con
rétt eins og hann væri hræddur
um, að hann mundi gufa upp þá
og þogar. — Gvöð! sagði hann og
greip andann á lofti.
Ég var eini strákurinn af fimm
krökkum i minum bekk. Hin voru
Aine Sheenan, systurnar Myra og
Brigid Doohan, og svo Peg More.
Þær höfðu þegar þyrpzt kring um
Evrópukortið. Það var föst venja
á mánudagsmorgni — fyrst var
landafræðin og siðan, þegar þeir
seinlátu voru komnir, þá kallaði
ungfrú Hartnett upp öll nöfnin.
Aine var gáfnaljósið i bekknum
og nú var hún að hjálpa Doohan-
systrunum með þvi að rekja feril
Dónár Systurnar eltu fingurinn á
henni með augunum og hlustuðu
með athygli á skýringarnar sem
fylgdu.
..Dóná er lengsta á i Evrópu,
næst eftir Volgu. Hún kemur upp i
Svartaskógi og rennur inn i
Austurriki gegn um skarð i
fjöllunum. Þetta skarð er kallað
Karpatahliðið. Áin remmur á
landamærum Tékkóslóvakiu og
l ngverjalands og rennur áfram
unz ...”
Ég öfundaði Aine. Hún var
uppáhald allra. Þegar presturinn
kom i skólann, var hún vön að
syngja sáim fyrir hann og hann
brosti af ánægju.
Gott, gott! sagði hann þá. Nú
veit ég, hversvegna kórinn
syngur svona vel. Það er a’fþvi að
þú stjórnar honum.
Aine var eftirlætisbarnið
hennar ungfrú Hartnett. Það var
Aine, sem merkti við i skrópa-
bókina, þegar ungfrúin kallaði
nöfnin upp. Hún vökvaði
geraniurnar i glugganum og sat
alltaf fremst þegar námsstjórinn
kom iheimsókn. Þar var hann vis
til að taka eftir henni og svörip
hennar vorualltaf greið, stuttorð
og rétt.
Hún var lika uppáhaldið mitt.
Hún sagði mér ýmislegt af fólkinu
sinu, hvislaði leyndarmálum að
mér, svo sem eins og nafnið á
kærustunni hans bróður sins, og
hversu mikið pabbi hennar
græddi á markaðnum, og hversu
virðulega ég hafði tekið sakra-
mentið skólabarna-sunnudaginn.
Stundum þegar við sátum saman
Framhald á bls. 34
16 VIKAN 23. TBL.