Vikan - 07.06.1973, Qupperneq 24
r
Hvað heitir bæjarstjórinn i
Vestmannaeyjum? Fyrir 23.
janúar 1973 hefði svarið við þess-
ari spurningu trúlega staðið i
mörgum. Nú veit hvert manns-
barn, á íslandi, og þó viðar væri
leitað, a'ð hann heitir Magnús
Magnússon.
Við höfum séð hann i sjónvarp-
inu, heyrt hann i útvarpinu, lesið
viðtöl við hann i blöðunum. Við
höfum dáðst að rósemi hans og
æðruleysi og óbjfanlegri bjart-
sýni, þrátt fyrir ægilegustu erfið-
leika, sem nokkur bæjarstjóri
, hefur átt við að etja á þessu óút-
reiknanlega landi okkar.
Hann situr nú i Reykjavik, eins
og kóngur i útlegð, „þegarnir”
dreifðir um meginlandið, og eyj-
an fagra i höndum óvinarins, sem
ekki er alveg á þvi að sleppa helj-
artökunum. En óvinurinn fær
ekki að fara sinu fram mótþróa-
laust. Magnús er ekki á þvi að af-
henda honum yfirráðin i einum
mesta athafnabæ þessa lands.
Hann stjórnar kröftugri and-
spyrnu gegn þesSumóboðnagesti.
Magnús Magnússon hefur hlot-
ið aðdáun margra fyrir fram-
göngu sina i þessu stríði, sem oft
hefur virzt svo vonlaust, en það
hafa lika margir gagnrýnt hann.
Það er svo auðvelt að vera vitur
eftir á. En það er allt útlit fyrir,
að þetta strið vinnist, þótt margt
sé enn óuppgert, og Magnús hefur
þó alltént eitt fram yfir „venju-
lega” kónga i útlegð, nefnilega
það, að „þegnar hans standa með
honum, flestir.
Okkur langaði til að kynnast
þessum manni nánar. Hann býr
nú i risi að Nesvegi 4 með konu
sinni og tveimur börnum og þó
öllu heldur þremur, þó 18 ára son-
ur þeirra sofi raunar annars stað-
ar. Kunningjafólk var svo vin-
samlegt að rýma þar til fyrir
þeim tvö herbergi og eldhús.
Fjölskyldan er ákaflega þakklát
fyrir þessá aðstöðu. Það eru
margir Vestmannaeyingar verr
settir.
— Ertu innfæddur Vestmanna-
eyingur, Magnús?
— Já, ég fæddist í Eyjum, en
fluttist til Reykjavikur með for-
eldrum minum, þegar ég var 8
ára gamall.
— Hvernig Stóð á þvi? Var ekki
gott að vera i Eyjum á þeim ár-
um?
— Ja, ég veit eiginlega ekki,
hvers vegna við fluttum. Við vor-
um fimm systkinin, og við nátt-
úrlega fylgdum foreldrum okk-
ar. Kreppan var byrjuð að segja
til sin þá, og hún kom hart niður á
útgerðarbæjunum. Ástæðan var
þó liklega einkum sú, að föður
minum bauðst starf hér i Reykja-
vik. En svo fluttist .ég aftur til
Vestmannaeyja fyrir 17 árum, og
bæjarstjóri varð ég 1966.
— Hvað starfaðirðu áður en þú
varðst bæjarstjóri?
— Ég stundaði ýmis störf, var
m.a. einu sinni strætisvagna-
stjóri. En mest var ég til sjós,
m.a. var ég háseti og kyndari á
norsku flutningaskipi i striðinu á
árunum 1940-’42.
— Þér hefur ekki hrosið hugur
við að fara i millilandasiglingar
þá, þegar alltaf mátti búast við
átökum?
— Nei, nei, maður var svo ung-
ur og áhyggjulaus, ég var bara 18
ára og hafði ekki fyrir öðrum að
sjá. Annars atvikaðist þetta
þannig, að haustið 1940 varð ég
atvinnulaus i eina skiptið á æv-
inni. Það stóð reyndar ekki nema
i einn dag. Ég fór á vinnumiðlun-
arskrifstofu, og þar var mér sagt,
að það vantaði mann á þetta
norska skip, sem lá þá við Hrisey,
og ég dreif mig norður strax
næstu nótt.
— Ævintýraþráin hefuF
kannski haft sitt að segja?
— Ö-já, hún spiiaði eitthvað inn
I, og auk þess hafði ég geysimikla
samúð með málstað banda-
manna, og mér fannst1 ég geta
gert talsvert gagn með þessu
starfi.
— Hvert siglduð þið?
— Milli Islands og Englands.
Við flutíum aðallega fisk héðan
frá tsafirði og Norðurlandshöfn-
um og lönduðum á austurströnd
Englands, Aberdeen, Leeds og
viðar, og þaðan fluttum við svo
aðallega kol hingað til Islands.
Það voru stanzlaus kolavandræði
þá hér á landi, þetta var áður en
oliukynding varð almenn.
— Þetta hefur verið hálf
óþrifalegt hjá ykkur, fiskur á út-
leið og kolin heim?
— Nei, nei, við þvoðum vel á
milli. Menn voru heþJur ekki eins
kröfuharðir þá og nú<, það er '.ki
vist þetta væri leýft i dag.
— Urðuð þið ekki varir við
striðið?
— Jú, það var náttúrlega óhjá-
kvæmilegt, og maður varð fyrir
ýmsu. Það senri hreif mig mest.
var rósemd og æðruleysi fólksins,
sem bjó við dagleg átök. Ég
minnist þess t.d. einu sinni, að við
fengum okkur að borða á mat
Magnús gelur sér tima frá daglegri önn til að fylgjast með heinia-
i.ám. sonar sins.
Magnús hefur skrifstofu i Hafnarbúðum, og hér skoðar hann teikn-
ingar aðibúðum fyriraldrað fólk ásamt Gisla Þorsteinssyni, bæjar-
ritara, og Martin Tómassyni, bæjarfulltrúa
Melga Bryndis og Björn Ingi ganga nú i Meiaskólann og una hag sin-
um ágætlega.þó óncitanlega sé þrengra um fjölskylduna i útlegð-
inni en heima I Eyjum.
24 VIKAN 23. TBL.