Vikan - 07.06.1973, Side 25
Kona Magnúsar heitir Marta Björnsdóttir, og börnin þrjú eru Páll, 18 ára kennaraskólanemi, Björn Ingi
og Ilelga Bryndis, cn elzta dóttirin, Sigriður, er búsett á Akranesi.
söluhúsi i Aberdeen, ég og þrir
Norbmenn. Steikin var nú ekki
meiri en það, að við mundum
tæplega telja slikan bita nægilegt
álegg á brauðsneið nú til dags.
Þetta var aðalrétturinn. En sem
við erum að borða þetta, þá er
gefið loftvarnarmerki, en það var
orðið svo algengt, að fólk tók þvi
með stillingu og jafnaðargeði.
Það.hréyfði sig ekki.nokkur mað-
ur á þessu veitingahúsi. Nú, svo
komu flugvélarnar, og sprengjum
var varpað, og það hristist allt og
nötraði þarna. Ein sprengjan féll
ansi nálægt, og veggurinn, sem
við sátum við, rifnaði hreinlega
alveg frá. Þessir múrsteinsveggir
hrynja eins og spilaborg, og við
horfðum þarna ofan af þriðju hæð
niður i múrsteinahrúguna á göt-
unni, og okkur brá heldur ónota-
lega. En rétt á eftir kom þjónninn
til okkar og spurði, hvort það
mætti ekki bjóða okkur vatn með
matnum, rétt eins og ekkert hefði
I skorizt. Og þannig mætti tina til
fjölda mörg dæmi um það, hvern-
ig hægt er að venjast þessu eins
og öllu. Þetta er svolitið hliðstætt
nábýli okkar við eldgosið úti i
Eyjum.
— En urðuð þið aldrei fyrir
árásum á sjónum?
— Jú, það kom oftar en ejnu
sinni fvrir, og ég man sérstaklega
eftir þvi, þegar við vórum eitt
sirin i skipalest á leið norður með.
austurströnd Englands. Brúar-
foss var t.d. i þessari skipalest og
Arinbjörn hersir, ef ég man rétt.
Við vorum næst fremstir vinstra
megin, og svo var geysilega stórt
og mikið skip fremst hægra meg-
in, sem Þjóðverjarnir voru áreið-
anlega að eltast við. Ég var hálf
syfjaður og átti e'rfitt með að
halda mér vakandi við stýrið og
svo vissum við ekki fyrri til en
sprengja féll alveg við hliðina á
skipinu og .kastaði þvi á hliðina,
svo að möstur föru hreinlega i
kaf, og allir brúargluggar brotn-
uð, og brúin fylltist af sjó. Nú,
þetta var svona passlegt' til að
vekja mann almennilega, og
skipið rétti sig fljótlega við. Skip-
stjórinn var i brúnni, voðalega
feitur og mikill kall, svona 300
punda stykki, og ég man, að mér
þótti hálf spaugilegt að sjá hann
fljóta þarna fram og aftur i
brúnni, meðan skipið var að rétta
sig, en ég hékk á stýrinu.
— Veðrið var nokkuð gott þessa
nótt, tunglið kom alltaf við og við
fram úr skýjunum, og þá steypt-
ust vélarnar yfir ^kkur. Stóra
skipið til hægri við okkur fékk
sprengju alveg við skutinn svo að
það eiginlega stakkst á endann,
en það kom ekki meira fát á
skytturnar en það, að þær hættú
aldrei að skjóta, ekki eitt augna-
blik, beindu byssunum látlgust að
vélunum. Þessar árásir stóðu,
lengi, og þegar sprengjurnar voru
búnar, tóku vélbyssurnar við.
Flugvélarnar dyfu sér yfir skipa-
lestina þegar rofaði til i skýjum,
og létu vélbyssuskothriðina dynja
á okkur, brúarþakið á okkar skipi
var skotið sundur og saman, en
við vorum svo heppnir, að það
sluppu allir ómeiddir.
— Nú, fylgdarskipin skutu
náttúrlega án afláts, án þess þó
að hitta, skutu a.m.k. ekki niður
neina vél. En svo kom skipun um
að hætta að skjóta, þegar brezkar
orrustuvélar komu á vettvang, og
það var geysilega hrikalegt að sjá
átökin i loftinu. Þriðja hver kúla
var sjálflýsandi, þannig að hver
byssa var eins og rýtingur að sjá,
og við sáum, hvernig þær hittu
hver aðra, og svo endaði með þvi,
að það kviknaði i einni þýzkri, og
hún féll i sjóinn skammt frá okk-
ur, eins og glóandi hnöttur, svo að
það var hábjart eins og um miðj-
an dag. Eftir þóð beygðu þýzku
vélarnar út yfir Norðursjóinn og
brezku vélarnar á eftir.
— Urðúð þið aldrei fyrir mann-
tjóni?
' — Nei, það slasaðist aldrei
neinn á þessu skipi, elcki af völd-
um styrjaldarinnar. Mest furðar
mig á þvi, að við skyldum aldrei
rekast á tundurdufl. Stundum
kom það fyrir, að við þurftum að
tífeygja fjórum, fimm sinnum
sama daginn til að forðast tund-
urdufl, en svo keyrðum við alla
nóttina án þess að hafa nokkra
möguleika á þvi að sjá þau' en
það slapp alltaf. Við höfðum það-
þannig, að við skijtum niður öll
dufl, sem við sáum, fórum aldrei
framhjá dufli, án þess að sökkva
Framhald á bls.,37
23. TBL. VIKAN 25