Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 07.06.1973, Qupperneq 32

Vikan - 07.06.1973, Qupperneq 32
SVARTSTAKKU R — Það er nú alveg sama, hversu ákveðinn hann verður, hann fær enga hjálp. Jafnmikið og í húfi er, verður hvert land fullkomlega eigingjarnt. Sýnilega eru frönsku yfirvöldin ekki nógu fróð um málið, annars hefði þau haldið Mathews á einhverri tylli- sök, og mútað honum eða neytt hann til að afhenda upp- lýsingarnar, — þeir eru enn á þvi stigi, að þeir þora ekki að ganga ofhratt til verks, af hræðslu við að setja allt út um þúfur. En samtimis hljóta upphaflegu þýzku kaupendurnir að vera aö reyna að ná sambandi við Mathews - lika mennirnir sem myrtu Leber en létu sér sjást yfir Mathews . . .Þú veizt eitthvað Georg, sem hlýtur að gera þetta spennandi. — Spennandi, þó,þó. Hvað kallarðu þá þetta, sem geröist i nótt? — Það var nú bara milliréttur., og ég er að hlakka til aöalréttarins. — Með blásýru, kannski? — Æ, reyndu nú að vera dálitið hress. — Það skyldi ég vera, ef ég væri bara ekki hræddur um, að Wright mundi vilja flá mig lifandi, um það leyti sem málinu er lokið. — 0, skíttmeðþaö. Það er sagt, að það sé fljótlegur dauðdagi, enda þótt það sé kannski dálitið sárt. Verrell stóð upp. — Eigum viö aö labba yfir á Hótel Aumale? — Hvern skrattann dugar þaö, ef lögreglan er það á höttunum? — Afgreiðslumenn i gistihúsum, eru ekki betur launaðir - ef ekki verr - en starfsbræður þeirra í Englandi. Hnefafylli af frönkum getur oft gert þá ótrúlega minnuga. — En hr. Wright sagði, að kostnaðurinn okkar mætti ekki . . . — Gleymdu þvi alveg. Ef við veröum búnir með okkar slöasta skilding, get ég alltaf fundið ein- hvern, sem á ofmikla peninga og saknar þess ekki þó hann verði af með eitthvað svolitið af þeim. Georg svaraði dræmt: Vinnuaðferöirnar þinar standa að ýmsu leyti framar okkar vinnuaðferðum. Afgreiðslumaðurinn i Hotel Aumale var fjörutiu og þriggja ára gamall en leit út fyrir að vera tiu árum eldri. Konan hans var alltaf að hriðast i honum, tvö börn hans á unglingsaldri fyrirlitu hann, og unga stúlkan i tóbaksbúðinni, þar sem hann keypti vindlingana sina, sagðist vera hrifin af honum, en hún þurfti bara miklu dýrari gjafir en hann mundi nokkurntima hafa efni á að gefa henni. Forstjórinn kom gangandi yfir forsalinn. — Hvar er skráin yfir pantanir fram i timann? — Ég er ekki alveg búinn með hana, herra, sagði Blondel. — Hversvegna ekki? — Ég hef bókstaflega ekki haft neinn tima til þess, eins og . . . . — Þú hefur aldrei tima til að gera verkin þin. Forstjórinn stikaði burt. Afgreiðslumaðurinn hugsaði sér sjálfan sig meö hnif i annarri hendi, læðast þegjandi aftan að forstjóranum, á dimmri stormnóttu, og kafreka hnifinn i bakið á honum. — Góðan daginn. Blondel hrökk viö, þvi að hann hafði ekki heyrt neitt fótatak nálgast borðið sitt. Rétt eins og ósjálfrátt var hann búinn að meta finu fötin á Verrell, sterkar hendur hans og andlitið, sem bar með sér kæruleysislega afstöðu tii heimsins og alls, sem I honum var. — Góðan daginn herra. Get ég eitthvað hjálpað yður? — Það er ég ekki alveg viss um. Verrell athugaði afgreiðslu- manninn. Fötin hans fóru illa og gljáðu, og allur maðurinn bar það með sér aö vera þvi vanari að fá spark en blómvendi. — Ætlar herrann aö fá herbergi? spurði Blondel og var sýnilega hissa. • Verrell tók veskið sitt upp úr brjóstvasanum. Hann opnaði það og tók upp átta fimmhundruð- frankaseðla, og fitlaði við þá með fingrunum Blondel starði á hann hungruðum augum. — Ég er að leita að hr. Marshall, sagði Verrell. Blondel sleikti hvitar varirnar. Hann . . .við höfum . . Hann þagnaði og án þess að gera sér það ijóst, starði hann á simann, sem næstur var á afgreiðslu- .borðinu. Verrell hélt áfram: — En svo vil ég heldur ekki láta neinn vita, að ég sé að forvitnast um hann. Hann hætti að fitla við seðlana og hélt þeim kyrrum. Blondel haföi fengið mjög ákveöanr skipanir, I fyrsta lagi frá lögreglunni og auk þess frá húsbónda sinum. En i huganum minnti hann sjálfan sig, á að hvorki lögreglan né húsbóndinn mundi borga honum þúsundir franka til þess að gera eins og honum var sagt. Hugsa sér hvað unga stúlkan i tóbaksbúðinni yröi fljót aö endurskoöa afstöðu sina, ef hún yröi þess vör, að hann hefði stórfé til að eyða, til að fara meö hana á staöi, sem hann hafði hingað til ekki þekkt nema sem draumsýnir. En ef hann nú tæki við peningunum, hvað mundu þá lögreglan og húsbóndinn . . . .? Verreil hafði ekki augun af manninum og valdi einmitt rétta augnablikið til þess að opna veskið aftur og taka upp tvo fimmhundurðfranka seöla i viðbót. Hann bætti þeim rólega við þá átta, sem fyrir voru og fitlaði svo við þá meö fingrunum. Blondel sá forstjórann koma út úr skrifstofunni sinni sem var handann við forsalinn, rétt hinumegin við lyftuna. — Café Angers, klukkan sex herra, sagði hann lágt. Verell stakk penirigunum I vasa sinn. Hann sagði upphátt, þegar forstjórinn var kominn innar heyrnmáls: — Ég skal þá segja vini minum að skrifa ykkur og staöfesta þessa pöntun upp á ágústmánuð . . . — Þakka yður fyrir herra. Verrell sneri sér við og gekk út. Hann labbaði siðan eftir Rue d’ Aumale og kom I kaffihús við enda götunnar, þar sem hann settist niður við eitt borðið, undir stórri sólhlíf. Hann bað um sitrónusafa og meðan hann beiö eftir honum, horföi hann á umferðina. Honum fannst heimurinn dásamlegur staöur. Hvers var hægt að óska sér betra en að vera I Paris i sólskini, og nægur spenningur beið manns, rétt handan við næsta horn? Café d’ Angers var miklu fremur bar fyrir þá, sem ætluðu sér að drekka svo að um munaði, en kaffihús, þar sem menn fengu sér rétt eitt glas fyrir mat. Það var dimmt og skuggalegt, og veggirnir svo óhreinir, að ekki varð með góðu móti greint, hvernig þeir hefðu upphaflega veriö á litinn. Eigandinn, sem af- greiddi við skenkiboröið, sem lá meðfram öllum veggnum. leit .út fyrir að vera lymskur og rudda- legur og reiðubúinn til að hafa af gestunum, eftir þvi, sem tækifæri byðist. Einhverjir langferða- bflstjórar voru þarna að kasta teningum og æptu upp við hvert kast, fjórir menn aðrir voru að spila, og miðaldra, vesældarleg hjónaleysi sátu við eitt borðið og Blondel, sem leit út eins og fiskur á þurru landi, sat við annað borð. Verrell kom inn, gekk að barnum og bað um einn Cinzano. Eigandinn glápti á hann og áttaði sg fljótt á rikmannlegum 32 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.