Vikan - 07.06.1973, Side 33
klæöaburöi hans, og velti þvi fyrir
sér, hvort hann ætti ekki aö kalla i
tvo dólga og láta þá leita að
peningum i vösum hans, en þá sá
hann augnatillit Verrells, og hafði
snögglega engan áhuga á ööru en
hella I glasið handa honum.
Verrell tók glasið og fékk sér
sæti andspænis Blondel. — Gott
kvöld. Hann sá strax, hve
spenntur hinn var og alltaf að lita
til dyranna. — bað er ekkert að
hræðast, þaö hefur enginn elt mig
hingað.
— Lögreglan. Hún sagði mér,
að ég að ég mætti ekki tala við
neinn, sagöi Blondel. Hann renndi
siðan út úr glasinu i einum teyg
og setti það aftur á borðið með
skjálfandi höndum.
Manngreyið var næstum orðinn
vitlaus af hræðslu, fannst Verrell.
Þetta hlaut að vera i fyrsta sinn,
sem hann herti nægilega upp
hugann til þess að óhlýðnast
lögreglunni, viljandi. — Verið þér
óhræddur. Þeir frétta aldrei af
þessum fundi okkar.
— Viljið þér sverja að segja
þeim ekki frá honum, herra?
— Éghef miklu meiri áhuga en
þér á aö halda honum leyndum.
— Ég vona . . .Blondel þagnaöi
aftur, Hann var svo hræddur, að
ekki einusinni tilhugsunin um alla
frankana gat hresst hann við.
— Það er bezt, að þér segiö mér
hvaö þér vitið um Márshall.
— En . . .peningarnir, herra.
Verrell tók umslag upp úr vasa
sinum, lagöi það á borðið, og
hálfopnaði það, svo að hinn gat
séð alla fimmhundruðfranka-
seölana. Blondel seildist eftir
umslaginu, en Verrell dró það þá
að sér. — Ekki fyrr en ég fæ
eitthvaö að heyra, sem gagn er i.
Blondel skalf. Hann horfði á
peningana, en stóð svo snögglega
upp.
Eg verö að fá annað 'glas,
tautaði hann rámur.
Svo stóö hann viö barinn.
Eigandinn lét lengi eins og hann
7. HLUTI
SPENNANDI FRAMHALDSSAGA
EFTIR RODERICK GRAEME
sæi hann ekki, en æpti siðan og
spurði, hvað hann vildi. Siðan
hellti hanni glasið handa honum
meö fyrirlitningarsvip. Verrell
horfði á hann og hugsaði með sér,
að aumt mætti vera að láta lifið
fara svona með sig.
Blondel kom aftur að borðinu,
bætti vatni i glasið og hvolfdi
siðan innihaldinu i sig. Hann dró
vindlingabréf upp ú vasa sínum,
kveikti i einum, en fyrst eftir að
hann hafði slökkt á eldspytunni
datt honum i hug að bjóða
Verrell. Verrell afþakkaði.
— Er . . .eru þeir þarna allri?
spuröi Blondel og hafði ekki
augun af umslaginu.
— Fimm þúsund frankar.
Verrell fletti seðlunum með
þumalfingrinum. Blondel saug
vindlinginn ákaft. — Lögreglan
kom og spurði eitthvað um hr.
Marshall, sagði hann allt i einu og
tafsabi á orðunum, svo að þau
runnu saman i eitt. — Mér var
sagt að tilkynna, ef nokkur kæmi i
gistihúsið og spyrði um hann og
eins gefa lögreglunni samband, ef
einhver talaði við hann I simann.
— Sagði lögreglan nokkuð,
hversvegna hún vildi láta yður
gera þetta?
— Nei, hún sagði ekki neitt um
þaö, en gaf mér hinsvegar i skyn,
hvað það kostaði en ég . . .svikist
um og héldi mér ekki saman
. . . .Blondel var næstum ennþá
hræddari, er hann minntist
þessara hótana i smáatriðum.
— Ef þér segiö ekki neitt, fá
þeir aldrei neitt að vita.
Blondel seildist til og rétt snerti
seðlana i umslaginu, eins og til aö
sannfærast um, að þeir væru
þarna kyrrir. — Hr. Marsháll er
horfinn.
— Hvað? sagði Verrell. Þarna
kom þó eitthvað, sem hann hafði
ekki búizt við.
— Hann svaf ekki i rúminu sinu i
nótt og hann hefur ekki komið
siðan.
— Eruö þér viss um það?
— Já, vitanlega, herra, og ég
heyrði meira að segja
lögreglumennina tala saman,
þegar þeir voru að skipta um
vaktir, og annar sagði, að
fulltrúinn væri að bölva öllu i
sand og ösku, afþvi að hann fyndi
ekki Marshall.
— Hafið þér nokkra hugmynd
um, hvert hann hefur farið?
— Ég veit ekki annað en það, að
hann fór að morgni dags og fékk
mér lykilinn sinn og bað mig að
hengja hann upp. Siðan hef ég
ekki séð hann.
— En þér bjuggust við honum
aftur?
— Vitanlega, herra. Allur
farangurinn hans er kyrr uppi i
herberginu og reikningurinn hans
er ógreiddur.
Hafði Mathews verið myrtur?
hugsaði Verrell með sér.
Væri hann enn á lifi hefði hann
áreiðanlega komið aftur i Maison
Par.entier til að endurheimta
demantinn sinn eða andvirði hans
- og annars væri lögreglan ekki á
höttunum kringum gistihúsiö, að
brjóta heilann um, hvað af honum
hefði oröið. Kannski hafði hann
oröið hræddur og tekið til fótanna
og skilið allt eftir - þar með talinn
demantinn - og hvað gat hafa
fengið hann til þess en það, að
hann hefði. séð mennina, sem
höfðu myrt Leber? — Hvaö vitið
þér meira? spurði hann.
— Ekkert, herra, annað en það
að i morgun var hringt tvisvar.
Annað var Englendingur, sem
sagðist heita . . .Blondel hugsaöi
sig um.
— Smith?
— Stendur heima.
En . . .hvernig vissuð þér það?
Blondel starði I Verrell, hissa og
hræddur.
— Það getur verið sama. En
hver var hinn.
— Hann hét Schiller.
— Var hann þýzkur?
— Það hugsa ég.
— Hvað vildi hann?
— Hann spurði um hr.
Marshall. Þegar ég sagði, að
hann væri ekki i gistihúsinu, eins
og stæði, bað hann fyrir skilaboð
um, að hann mundi koma i
gistihúsið næsta morgun klukkan
tiu.
Verrell lauk úr glasi sinu. —
Hver margir lögreglumenn eru á
verði við gistihúsið?
— Bara einn. Hann er i herbergi
nr. 14 og hefur simasamband
þangað.
— Hvenær eru þar vaktaskipti?
— Klukkan átta að morgni og
sex að kvöldi. En má ég nú fá
peningana, herra?
Verrell ýtti umslaginu til hans.
Blondel greip það og stakk þvi i
vasa á skitna frakkanum. Hann
stóð upp, tautaði eitthvað i
kveðjuskyni og flýtti sér út.
Þegar Verrell horfði á eftir
honum, þóttist hann viss um, að
maðurinn mundi verða
skithræddur það sem eftir væri
dagsins.
Verrell gekk út og labbaði eftir
gangstéttinni, þangað til leigubill
stanzaöi við bendingu frá honum.
Hann steig upp I aftursætið og
hvildi sig, og velti þvi fyrir sér,
hvernig hann gæti náö Schiller
burt frá hótelinu og úr klónum á
frönsku lögreglunni.
10. kafli.
Wright hringdi i hótelið klukkan
ellefu þetta kvöld. Hann sagðist
hafa verið aö reyna að ná
sambandi við annaðhvort Verrell
eða Georg undanfarnar
klukkustundir, en hvorugur
þeirra hefði verið við. Hvar heföu
þeir verið, hversvegna hefðu þeir
ekki haft samband við hann, og
hver fjandinn væri eiginlega á
seiði? Verrell sagði, að þeir hefðu
veriö að éta og drekka, eins og
allar aðrar siðmenntaðar
persónur i Parisarborg, og
maturinn hefði verið sérlega
Framhald á bls. 41
23. TBL. VIKAN 33