Vikan - 07.06.1973, Síða 35
Ég var með tár i augunum og
sáran verk i kinninni. En verri
var þó skelfingin, sem greip mig.
Ég var óttasleginn. Bragðið
okkar hafði mistekizt og nú
yrðum við að gjalda synda okkar.
Einhver hlaut að hafa séð okkur
og verið nógu andstyggilegur til
að segja frá hnotuátima okkar.
Nú þurftum við að afplána tvær
syndir — skróp frá helgistundinni
og svo undanbrögðin. Hvort
tveggja var dauðasynd að mati
ungfrú Hartnett, en það fyrr-
nefnda tók þó út yfir allan þjófa-
bálk.
Ungfrú Hartnett var ofsalega
trúuð og þessi trú hennar var
myrk og skuggaleg, rétt eins og
hún hefði erft alla synd og iðrun
alls mannkynsins. Aldrei sá ég
hana brosa. Næst komst hún ofur-
litlum votti af velvild, þegar hún
iagði höndina á öxlna á Aine.
Nú sat hún aftur fyrir innan
borðið og kreppti fingurna um
prikið. Con var nógu nærri mér til
þess að geta gefiö mér oln-
bogaskot. Og þetta olnbogaskot
sagði: — Stattu þig 'nú og sviktu
mig ekki.
— Þögn! Röddin i henni kæfði
suðuna, sem var tekin að heyrast
i bekknum, eftir barsmiðina. En
svo lagðist þessi þrúgandi þögn
yfir allt aftur. Ungfrú Hartnett
stóð upp og ávarpaði bekkinn. —
Hér höfum við fyrir okkur tvo
óhlýðna lærisveina eins og þá,
sem sofnuðu meðan meistari
þeirra pindist 7 grasgarðinum.
Þeir gátu heldur ekki vakað eina
stund. Eina stund — það var allt,
sem hann fór fram á — og þessir
tveir hérna brugðust.
— En það þótti þeim ekki nóg,
heldur þurftu þeir að bæta
annarri synd ofan á vanræksluna.
Það er tii tvennskonar fólk, sem
ég hef andstyggð á: eigingjarnt
fólk og lygið fólk. Og þessir hérna
eru sekir um hvort tveggja. Þeir
verða að hljóta refsingu fyrir það.
Og i skólanum minum vil ég hafa
börn, sem hafa gott af
refsingunni. Ég vil ekki hafa börn
i skólanum, sem vanrækja kristi-
legar skyldur og bera fyrir sig
syndsamlegar afsakanir.
Hún þagnaði og gekk fram fyrir
borðið með prikið á lofti. Hún
stanzaði snöggvast fyrir framan
mig og sagði svo: — Réttu fram
höndina!
Ég rétti frant þá hægri, afþvi að
hún var seigari. Hún var sigg-
gróin eftir erfiðisvinnu, svo að ég
hélt hún mundi þola höggið betur.
Þrisvar steig og féll prikið og sár
verkur fór um lófann og fingurna.
Ég fann, að fingurnir dofnuðu og
einusinni, þegar fingur-
broddarnir krepptust ósjálfrátt,
fann ég sáran verk i hnúunum. En
hún hafði enn ekki lokið verkinu.
— Komdu með hina! skipaði
hún.
Það voru óskráð lög hjá skóla-
systkinum minum, að ekki mátti
kveinka sér við neina refsingu. Að
gráta þótti ræfilsháttur, og að
æpa merki um ragmennsku. Ég
beit þvi á jaxlinn, kreppti
fingurna fast inn i lófann og herti
upp hugann þegjandi. Þetta var
dýrkeyptur sigur og hver taug i
höndunum á mér æpti á tjáningu,
þó ekki væri nema rétt sem
snöggvast. En ég herti upp
hugann og horfði siðan á Con sæta
sinni refsingu eins og sannan
Spartverja.
Ungfrú Hartnett fleygði frá sér
prikinu og leit á okkur. —
Svipúrinn á henni var eins og á
sánkti Pétri i húsagarðinum, og
þar brá ekki fyrir neinum snefli
af meðaumkun.
— Ég ætla að spyrja ykkur báða
aftur: Hversvegna fóruð þið ekki "
á helgistundina?
Röddin i Con var jafnskýr og
örugg og áður.
— Hún Nonie Hines gekk þvert
fyrir framan okkur.
A veggnum, milli kortanna af
Evrópu og Bretlandseyjum hékk
mynd af hinu Helga Hjarta. Ég
var vanur að lita ósjálfrátt
undan, ef augun i mér ætluðu að
staðnæmast við þann hluta
veggjarins. Mér var meinilla við
þessa mynd þar sem hver dráttur
lýsti kvölum og pislarvætti.
Þarna var andlitið Krists hins
krossfesta með útréttar hendur
þar sem sáust hin hroðalegu
naglasár. Myndin dró nafn sitt af
hjartanu, sem var utan á
fötunum. Og yfir hjartanu var
litill kross og kóróna úr silogandi
blossum.
Ungfrú Hartnett ýtti okkur
báðum að myndinni. — Krjúpið
þið! sagði hún. — Krjúpið þið
frammi fyrir þessari mynd. Og
svo liggið þið á hnjánum þangað
til-þiö hafið sagt satt frá. Þegar
þið horfið á hið Helga Hjarta,
munuð þið kannski iðrast verka
ykkar.
Og við Con krupum báðir. Að
baki okkar var kennslunni haldið
áfram. Ungfrú Hartnett fór með
krakkana að Evrópukortinu og ég
heyrði Brigid lýsa rennsli Dónár.
Svo jók kennarinn við lýsinguna
hjá Brigid og talaði um hagræna
þýðingu þessarar samgöngu-
æðar, og svo, hvernig áin hefði i
aldaraðir gefið rithöfundum og
tónskáldum innblástur. Þekkti
nokkur eitthvert slikra lista-
verka? Hafði nokkur heyrt um
tónlist i sambandi við ána?
Þab hafði Aine. Hún hafði heyrt
nefndan mann að nafni Strauss og
lék oft ,,Dóná svo blá” á slag-
hörpuna hennar mömmu sinnar.
— Gott! sagði ungfrú Hartnett.
Og hún sagði þetta i þeim tón, að
hún hafði aldrei efazt um, að Aine
gæti svarað.
Smámsaman fóru fingurnir á
mérað rétta sig úr kreppunni. Ég-
gat nú rétt úr þeim, en brátt
leituðu þeir i sömu stellingar sem
barsmiðin og sársaukinn höfðu
komið þeim i. En nú kom annar
verkur i staðinn. Hnén á mér voru
sáraum á steingólfinu. En nú gat
ég þolað sársáukann. Og ég gat
huggað mig við einn sigur. Ég
hafði sýnt, að ég var engin
kreista. Ég hafði haldið samn-
inginn mínn við Con. Og þetta
nægði til að láta ekki bugast.
Og Helga. Hjartað starði stöð-
ugt niður á okkur. Enda þótt ég
reyndi að forðast það, fann ég, að
einhvern veginn dróst ég að
hryggðinni og kvölunum, sem
virtust elta mig um allt. Ég vissi
vel, að ég átti að iðrast þess, sem
ég hafði gert, en ég gat ekki sam-
ræmt miskunn og rét.tlæti hins
krossfesta Krists refsingunni,
sem ég hlaut i hans nafni. Og
afþvi að mér var ómögulegt að
iðrast, þá greip mig nú gremja
gegn þeim, sem hafði kjaftað frá
okkur.
Þvi að einhver hafði kjaftað frá
— það eitt var vist. Það hefði
getað verið presturinn. Þaðan
sem hann kraup á upphækkaða
knébeðnum, hefði hann getað séð
út um gluggann. En það var nú
ekki nema rétt aðeins hugsanlegt
og mjög Svo óliklegt. Kannski
hefði það lika getað verið hann
Jackeen, safnaðarfulltrúinn.
Hann kraup aldrei um leið' og
söfnuðurinn. Sem kirkjuvörður
gekk hann næstur prestinum,
hann lagði á altarið og rétti hin
heilögu ker og klæði. Hann naut
ýnnssa forréttinda og átti sér-
stakt sæti i skrúðhúsi. Stundum
kom hann út i opnar dyrnar aftan
til i skrúðhúsinu, hallaði sér upp
að dyrastafnum og horfði i áttina
til Kilquane meðan hann tottaði
pipuna sina.
Það hefði þvi getað verið
Jackeen. Einu sinni hafði hann
klagað Brigit Doohan fyrir að
brosa um messuna, og ungfrú
Hartnett hafði látið hana standa
allan daginn i skammarkróknum
við ofninn.
Við krupum þarna, við Con.
Minúturnar urðu að klukku-
timum. Hádegisverðarbjallan
hringdi óg skólasystkinin okkar
ruddust út i einum hrærigraut.
Viö heyrðum i þeim inn um
dyrnar og háVaðinn táknaði frelsi
þeirra. Aine hitaði te handa
ungfrú Hartnett, lagði á borðið og
sneiddi niður brauðið.
Hún var farin fyrir ævalöngu
þegar kennarinn sagði, að við
mættum fara lika. Ég átti erfitt
um gang. Fæturnir á mér voru
dofnir og grútlinir og það var
bara af gömlum vana, að ég tók
mjólkurflöskuna og rúgbrauðs-
sneiðarnar upp úr skólatöskunni
minni frammi i forstofunni. Ég
var ekkert svangur. Ungfrú
Hartnett haföi rekiðqllt hungur á
flótta — hún og svo sá, sem hafði
sagt eftir mér.
Fyrir neðan tröppurnar út að
leikvellinum biðu Aine og Brigid
okkar. Það var Con, sem Aine
sneri sér að. ■ ■„
— Ég sá hann Jackeen vera að
tála við ungfrú Hartnett i
morgun. Það hlýtir að vera hann,
sem sagði eftir þér. Hann hefur
gert það fyrr — ekki satt, Brigid?
Brigid kinkaði bara kolli. En
svo gekk hún til min., greip
hendurnar á mér og skoðaði þær.
Hún strauk bólguna með
fingrunum og það dró sviðann úr
eymslunum.
— Mér þykir leitt, að þér skyldi
vera refsað, sagði hún. — Meiddi
hún þig mikið?
Ég hristi höfuðið.
Það var harðtroðinn moldar-
stigur við skólahúsið og við
endann á honum rauðleitur
moldarblettur þar sem strákarnir
söfnuðust saman. Þeir voru að
biða eftir þvi, að við Con kæmum
og þegar við komum, stjórnuðu
þeir Tomasheen og Eric heilli
hrið af ftóðglósum og ónotum. Ég
hafði nú búizt við innilegri mót-
tökum, þar sem dáðzt væri að
karlmennsku okkar og okkur
sýnd samúð, eins og ástatt var
fyrir okkur. En nú sem fyrr varð
Nonie okkur til falls. Það sem
hafði hafizt sem aðdáun gagnvart
yfirnáttúrulegum kröftum, var
nú orðið að hlátursefni við nánari
kynni.
— Hvernig ltður þér, Nonie?
sagði Tomasheen háðslega. — Þú
mundir hlaupa heila milu af þú
sæir hana. Það var gott, að það
skyldi komast upp um þig.
Þannig var haldið áfram að
kvelja okkur. Maturinn minn var
ósnertur, en við hlið mér stóð Con
og lét sér hvergi bregða. Hann
lauk við sinn eigin mat og byrjaði
siðan á mlnum. Þessi harðskeytti
o'g viljasterki félagi minn fyllti
mig aðdáun.
Hann óttaðist ekkert og engan
— nema hann Pedar, pabba sinn.
Pedar var harður og strangur
maður. Hann ætlaðist til, að sonur
hans hagaði sér á nákvæmlega
sama hátt og hann sjálfur hafði
gert. Hann heimtaði skilyrðis-
lausa hlýðni, fullkominn heiðar-
leik og sannsögli. Það var nú
erfitt fyrir strák á þessum aldri
að hlýða öllum reglunum, sem
Pedar hafði sett, og ef Con
linaðist einhvern tima i öllum
stráksskapnum og hrekkja-
brögðunum, þá var það afþvi að
hann minntist Pedars.
Bjallan hringdi og frelsinu var
lokið. t einfaldri halarófu gengu
krakkarnir inn i kennslustofuna.
Við Con aftastir i röðinni. Ég var
að vona, að refsingunni yrði ekki
haldið áfram eftir hádegisverð og
settistfeiminn i sætið mitt. Brigid
brosti til min, mér til hug-
hreystingar. En Aine leit frá mér
23. TBL. VIKAN 35