Vikan

Issue

Vikan - 07.06.1973, Page 40

Vikan - 07.06.1973, Page 40
Frvstikistur 210—510 lítra. frvstiskánar 170—310 lítra. kæliskápar 200—360 litra, sambyggður kæli- og frystiskápur 380 litra (210 + 170) E ) Electrolux Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLA 1A. SÍMI 86112. REVKJAVÍK. tr: wrí'‘ hlið húsbónda sins. Joseph kom á eftir og innan tiðar voru þeir lagðir af stað. Joseph hafði þótt nóg um að vera i Winfield, en það var ekkert samanboriö við það sem búið var að gera viö þetta þorp, sem áöur hafði verið vingjarnlegt og friösælt. Þetta voru beinlinis helgispjöll, gerð i nafni framfara og peninga. Hann sagði viðherra Healey: — Búið þér hér, herra? — Ég? Nei, fjandinn hafi það. Ég á reyndar hús hérna, ef ég þarf að dvelja i borginni. Ég bý i Philadelphiu og stundum i Pittsburgh, þar sem ég hefi mörgum hnöppum að hneppa. Og skyndilega barst ilmur af grasi og trjálaufi að vitum Josephs. Falleg litil hús með trjá- görðum og grasflötum, voru nú meöfram veginum, álmur og eik og þetta var eins og að losna úr fangelsi og ganga beint inn i himnariki, svo mikill var munurinn. — Þetta er fagurt, finnst þér þaö ekki? sagði herra Healey. — Hér búa gamlar fjölskyldur, sem hafa verið hér síðan löngu fyrir frelsisstriðið og stundum verður mér á aö hugsa að fólk hafi aldrei dáið hér, lifi hé'r eins og múmiur, eða eitthvað, hvaö heitir þaö nú, sem er oröið að steini, Joe? — Steinrunninn skógur, sagði Joseph. — Þú ert greindur piltur, er það ekki? sagöi herra Healey. — Hvað veiztu annað? — Ég hefi lesið talsvert, sagöi Joseph, — og ég skrifa lika vel. — Er það svo? Ég þarf á heiðarlegum manni að halda, til að sjá um bókhaldiö hjá mér. — Ég hefi ekki hugsað mér að veröa skrifstofuþræll i dimmri kompu. Ég vil fá vinnu við að aka vögnunum á oliusvæðinu. Mér er sagt að þaö sé vel borgað. — Þú ætlar að nota heilabúið til að byggja þitt eigið konungdæmi, er það það, sem þú átt við? — Ég hefi ekki átt sjö dagana sæla, herra Healey, sagði Josieph og yppti öxlum. — Ég þarf lika á miklum peningum að halda. Þessvegna kom ég til Titusville. Ég geri hvað sem er fyrir peninga. Herra Healey gaf honum horn- auga. — Ég held ég þurfi töluvert á þér að halda. Hann husaði sig um andartak. — Svo sagði hann ákveðinn: — Þú átt að lesa lög. Það er leiöin. Jæja, þá erum viö komnir heim að lokum. Húsið var glæsilegt, þriggja hæða, byggt úr rauðum og hvitum múrsteini. Það var, að visu ekki með þeim glæsibrag, sem hús Tom Hennessey i Green Hill, en þetta var sterklegt og vel byggt hÚS. Ejyrnar voru opnaöar upp á gátt og á dyraþrepinu stóð ung stúlka, óvenjulega fjörleg og fögur. Joseph gapti af undrun. Þ?tta hlaut að vera dóttir herra Healeys. Hún var varla komin yfir tvitugt. Hún stóð með fram- réttar báðar hendur, til að fagna herra Healey, ljómandi af ánægju. Hann stökk af vagninum, hneigði sig og tók ofan. Hann sagði: — Joe, þetta er ungfrú Emmy. Ungfrú Emmy, elskan, ég veit raunar ekki hans rétta nafn, en hann kallar sig Joe Francis. Bill kom nú, meö Haroun, sem var meðvitundarlaus, i fanginu. Ungfrú Emmy var sýnilega undrandi. Hún leit til herra Healey, til að fá einhverja skýringu á þessu. — Þetta er vinur Joes, búðu handa honum herbergi og lika handa Joe. Er það ekki hægt? Hún sagði: — Þetta er þitt hús, herra Healey, hér er pláss fyrir alla vini þina. Hún hljóp upp þrepin, fim eins og köttur. Herra Healey horfði á eftir henni og svipur hans var óræður. Svo gekk hann inn i húsið og benti Joe og Bill að koma á eftir sér. — Ég keypti ungfrú Emmy á hóruhúsi fyrir þrem árum, þá var hún fimmtán ára, sagði herra Healey i ósköp venjulegum tón, rétt eins og það væri ekkert tiltökumál. Sár Harouns greru með timanum, en hann haltraði nokkuö lengi. Hann hafði litið en þægilegt herbergi á loftinu yfir hesthúsi herra Healeys. Hann kvartaði aldrei. Hann tók lifinu með ró og einfaldri heimspeki, sem Joseph var um megn að skilja. Herra Healey greiddi Haroun tiu dollara á viku, að beiðni Josephs, fyrir að flytja nitro- glycerin frá birgðastöðinni I Titusville til borstöövanna. Tiu mánuðum siðar fékk Haroun átján dollara á viku og þá haföi Joseph þrjátiu og átta dollara á viku. t borg, þar sem læknir og lög- fræðingur geröu sig ánægða með þrjátlu dollara vikukaup, mátti þetta heita sérlega gott. Joseph greiddi herra Healey fimm dollara á viku fyrir fæöi og hús- næði og það fannst herra Healey kátbroslegt, þótt Joseph gæti ekki séð neitt hlægilegt við það. Herra Montrose var einn af skrifstofumönnum herra Healeys og hann hafði verið settur til að leiöbeina Joseph og kenna honum skrifstofustörf: Svo fór hann þrjú kvöld i viku til lögfræðings, herra Spauldings, sem herra Healey „átti”. Herra Spoulding kenndi honum lögfræði og svo leið hver mánuður af öðrum. Og það sem Joseph komst að og lærði á skrifstofum herra Healeys og herra Montrose, svo ekki sé talað um hina stóru skrifstofu herra Spauldings, gerði hann ennþá bitrari út i lifið en hann hafði áður verið. — Nú er kominn timi til að taka minn unga vin inn i fyrirtækið, sagði herra Montrose, þar sem ^hann sat á skrifstofu húsbónda sins yfir glasi af koniaki. — Ég hefi haft vakandi auga með honum i tvö ár og ég veit að það er hægt aö treysta honum I alla staði, svo lengi sem honum er greitt gott kaup og hann hefir hag af að læra. — Það er svo, sagði herra Healey, — ég held hann spjari sig I framtiðinni. ,Ég sendi hann til Corland um daginn, til að kaupa nokkur skuldabréf, en áöur en hann lagði af stað, kom hann til min og sagði: — Herra Healey, mig langar til að'kaupa skulda- bréf handa sjálfum mér, en ég á ekki ennþá nægilegt fé. Viljiö þér ljá mér tvö þúsund dollara? — Já herra, mér finnst þetta talsverð frekja af svo ungum manni. ’ Herra Healey brosti, en það bros var siöur en svo óánægju- bros. — Hann er kaldur. Tuttugu 40 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.