Vikan

Tölublað

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 42

Vikan - 07.06.1973, Blaðsíða 42
PANTIÐ TlMA Stlidíó GUDMUNDAR Garðastræti 2 - sími 20900 Allar mynda- tökur V StHdenta - imrndatökur sem gæti tortimt milljór.um manna hafði verið fundin upp, og einhver frægur visindamaður hafbi spáð þvi, að eftir fimmtiu áru yrði orðið svo margt fólk á jöröinni (hann haföi sýnilega ekki frétt af sprengjunni góðu),.að ekki mundi fást matur handa nema helmingi jarðarbúa. Verrell, sem var alltof bjartsýnn til að gera sér rellu út af þvi, sem gæti skeð, samanborið við hitt, sem mundi ske, hellti aftur i kaffibollann. Hann sagði við Georg, sem sat hinumegin við borðið og var að ljúka við morgunverð sinn: — Við byrjum ,klukkan kortéri fyrir tiu. Það þýöir sama sem, að við þurfum etyki að standa of lengi við þarna, og eiga á hættu aö hitta einhvern, sem við viljum ekki hitta, en svo er okkur hinsvegar óhætt, þó að Schiller komi heldur fyrir timann. — Ertu viss um, að við getum þetta ekki án þess að vera að hanga kringum afgreiðsluborðið, til þess að ná i Schiller, þegar hann segir til sin? Getum við ekki haftgagnaf afgreiöslumanninum? Verrill hristi höfuðið. — Þetta viðtal við mig n^gir honum til að vera hræddur 1 heila viku. Ef maður beiddi hann að gera eitt- hvað fyrir sig, sem gagn er i, yrði hann heilt taugaknippi og kæmi öllu i háaloft. — Þetta verður erfitt. — Það er sjálfsagt rétt hjá þér. Við höfum ekki nema tuttugu til þrjátiu sekúndur til umráða, og þá er öllu 'lokið - á einn eða annan hátt. — Og við verðum á leiðinni I Steininn, sem verður opnaður sérstaklega fyrir okkur. — Við skulum vona, að lögregluþjónninn bregðist við á þannháttsem honum hefur verið kennt. Georg drakk kaffið sitt. Hann leit á úrið og sá, að klukkan var niu - það voru ekki nema þrir stundarfjórðungar þangað til þeir áttu að leika fyrsta leik sinn i þessu tafli. Hann fór að verða áhyggjufullur. Hvaö, ef lögreglan hefði breytt um aðferð og þarna væru nú fleiri menn en einn? Hvað ef lögregluþjónninn hefði nægilegt vit og snarræði til þess að bregðast ekki við, eins og honum hafði verið kennt? Hann skipaði sjálfum sér, snöggt, að vera ekki með svona asna- spurningar. Þær hresstu ekkert hugrekkið. Þeir greiddu reikninginn sinn og fóru úr gistihúsinu kl. 9.25 i leigubil, sem flutti þá til St.Lazare-stöðvarinnar, og þar skildu þeir eftir farangur sinn. Þaöan gengu þeir til Aumale- götunnar. Þeir komu þangað nákvæmlgga samkvæmt áætlun. Klukkuna vantaði tiu minútur i tiu, er þeir komu að gistihúsinu. Verrell gekk inn i forsalinn og tók lyftuna upp á aðra hæð. Enginn hindraði för hans, né spurði hann, hvern hann vildi hitta - hann hafði lært það fyrir löngu að þaö var áriðandi að sýnast hafa rétt á að gera það, sem menn geröu: þá legði enginn neinar hindranir i veginn. Hann gekk ganginn á enda og svo niðurvstigann niður á fyrstu hæð. Gangur sá var eins og L i laginu og stiginn einmitt rétt á horninu og lyftan lengst við enda annarrar álmunnar. Herbergi nr. 14 var við hliðina á nr. 12 - nr. 13 vantaði - og vár rétt við stigann. Allt i lagi enn, hugsaði Verrell. Nú reiö á mestu, hvort annað- hvort nr. 12 eða 15 stæði autt. Hann barði að dyrum á nr. 12 og karlmannsrödd spurði, hvað hann vildi, hann sagði, að leiguhillinn væri tilbúinn og baðst afsökunar, þegar það var ekki maðurinn þarna i herberginu, sem hafði pantað hann. Hann gekk svo að nr. 15 og barði að dyrum, en þar svaraði enginn. Hann notaði þjófalykil, stakk honum i skráargatiö, sneri honum og opnaði dyrnar. Herbergið var manntómt og rúmið umbúið. Þá ætti þetta að verða auðvelt. Hann gekk inn og lokaði á eftir sér. Hann tók upp bor og boraði gat gegnum vegginn, i eins fets hæð. Þegar hann fann, að borinn var að ná i gegn, notaði hann fingerða flisatöng til að hreinsa gatið. Síðan notaði hann hlustunarpipu til að heyra það sem fram færi i hinu herberginu. Hann heyrði, að kveikt var á eldspitu og brak I stól, þegar sá, sem i honum sat, hreyfði sig. Og loks heyrði hann ofurlitinn hósta. Verrell leit á úriö. Klukkuna vantaði sjö minútur i tlu. Hann tók skammbyssu upp úr vasa sfnum og setti þrjú laus skot i hana. Fimm minútur liðu. Lögreglumaðurinn I næsta herbergi drap i vindlingnum sinum, stóð upp og gekk út að glugganum. Hann bölvaði ein- hverju, sem sá úti fyrir. — Hversvegna I skrattanum hefði Francois ekki getað komið I dag? tautaði hann Nokkrar minútur liðu enn. Verrell fór að velta þvi fyrir sér, hvort Shiller væri bara seint á ferðinni, en hvort hann hefði gengiö I einhverja gildru iögreglunnar? Kannski Mathews hefði getað náö sambandi við hann, sagt honum að koma ekki nærri hótelinu og sett honum annað stefnumót: Klukkan var orðin tut'Mgu min- útur yfir og Verrell var orðinn sannfæröur um, að Shiller hefði verið varaður við að koma, þegar siminn i nr. 14 hringdi einu sinni. Lögregluþjónninn svaraði hringingunni. — Já, allt i lagi. Ég kem niður strax. Verrell stakk hlustunarpipunni i vasann og flýtti sér að dyrunum, og opnaði hurðina ofurlitla rifu. Lögregluþjónninn kom út úr nr. 14, þegar Verrell hleypti af skammbyssunni, slagaði út I ganginn og setti sig i kryppu, og greip báðum höndum um magann, og stundi af kvölum. Lögregluþjónninn kom þjótandi til hans. — Hvað gengur á? Hver var að skjóta? — Þarna inni, . . .Konan min . . . Verrell benti á nr. 15, og hneig siðan niður. Lögregluþjónninn greip til byssu sinnar og þaut siðan inn i herbergið. Verrell reis a fætur, skellti hurðinni aftur og læsti, og stakk lyklinum i vasa sinn. Lyftan stanzaði þarna móts við dyrnar opnuðust og maður og kona stigu út. Lögregluþjónninn æpti'og barði á hurðira, og þau horfðu steinhissa á Verrell. — Komið þið hérna kall »ði hann, — og reynið að opna þessar dyr meðan ég hleyp efti. hjálp. Hann þaut siðan að stiganum, og þau voru enn ekki farin neitt að hreyfa sig, þegar hann sá til þeirra siðast. Þegar Verrell var kominn svo langt niður i stigann, að sézt gat til hans úr forsalnum, dró hann úr ferðinni, og gekk eð sinu venjulega, kæruleysislega göngu- lagi. Þegar hann kom niður, kom starfsmaður gistihússins þjótandi til hans. — Hvað gengur á? Hvað er að þarna uppi? — Það hef ég enga hugmynd um. — En það var einhver að skjóta. Og viljið þér bara heyra hávaöann þaðan núna? — Já, þetta er andstyggilegt, sagði Verrell. — Maður býst þó við friði og ró á svona stað. Hann gekk siöan að afgreiðsluborðinu og Blondel, sem nú kom auga á hann, stirnaði upp af hræðslu. Georg stóð hinumegin við miðaldra mann, sem var iklæddur köflóttum enskum fötum og með gráan hatt. Verrell gekk til maúnsins. — Hr. Schiller? spurði hánn á frönsku — Já. — Gerið svo vel að koma hérna. — En ... .hv . . .? — Komið þér bara. Það er lögreglan. Schiller sneri sér við til hálfs, rétt eins og hann ætlaði að taka til fótanna, en Georg hljóp i veginn fyrir hann. Schiller stóð grafkyrr. Hann var rólegur á svipinn, en brúnu augun voru á sifelldu flökti, rétt eins og hann væri að finna einhverja undankomuleið. — Eruð þiö að taka mig fastan? spuröi hann. Framh. i næsta blaði. -42 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.