Vikan - 16.08.1973, Síða 4
P0STURINN
El bú ert afl:
BYGGJA.
BREYTA
EBA BÆTA
bá IfttB við í Lítavm.
bví bað hefnp ávallt
birgaO sio
LITAVER
Símar 32262 - 30280 oo 30480
Grensásveoi 22-24
HVAÐ ÞARF ÉG AÐ VERA
GÖMUL TIL AÐ FA PILLUNA?
Kæri Póstur!
Ég vil byrja á þvi aö þakka þér
fyrir allt gamalt og gott. Ég hef
aldrei skrifaö þér áöur. Mig lang-
ar aö vita hvernig krabbinn
(stelpa) og drekinn (strákiir)
passa saman. Svo langar mig til
þess aö spyrja þig, hvaö maöur
þarf aö vera gamall til þess aö
geta fengiö pilluna?
Ein forvitin
„liú hrlfur hann, getur gert
hannaö þvl, sem hann vill veröa,
ef þú vilt.” Svo segir I stjörnuspá
ástarinnar um krabba og dreka.
Einhvcrs staöar stendur þaö
skrifaö, aö stúlkur þurfi aö vera
16 ára gamlar til aö fá pilluna.En
ætla má, aö einhverjir læknar
skrifi lyfseöil á pilluna fyrir
yngri stúlkur, fyrst þær eru
byrjaöar aö sofa hjá strákum á
annaö borö.
SPENNANDI BtÓMYND!
Kæri Póstur!
Þannig er mál meö vexti, aö ég
var I partýi hjá vinkonu minni.
Þar.dansaöi ég viö strák, sem ég
hef lengi veriö skotin I, en ég veit
ekki, hvort hann er skotinn I
mér. KI. hálf nlu baö hann mig aö
koma fram I eldhús, og þar
fengum viö okkur gos. Þar spuröi
hann mig, hvort ég vildi ekki
frekar koma I bló, á slöustu
sýningu á Easy Rider. Ég sagöi
já, þvl aö mig haföi alltaf langaö
á þessa mynd. Hún var ofsa
spennandi og ég gleymdi mér
alveg viö aö horfa á hana. Allt I
einu var hann farinn aö kyssa
mig. Ég streyttist ekki á móti og
þá varö hann ákafari. Svo
fórum viö bara aö kyssast I bló-
inu.Ég . hélt, aö ástin væri
gagnkvæm. En daginn eftir hitti
ég hann á götu. Hann var meö
fleiri strákum og lét sem hann sæi
mig ekki. Ég er alveg i öngum
mlnum. Helduröu aö hann hafi
ekki viljaö láta strákana vita, aö
hann þekkir mig og aö ég eigi aö
reyna aö ná sambandi viö hann
aftur, eöa helduröu, aö þetta sé
skyndiást, sem hann skammast
sln fyrir?
Elsku póstur þú veröur aö birta
þetta bréf og svara mér, því aö
ég er aö deyja úr áhyggjum.
vfegdhm.
Ætli strákurinn sé ekki bara
feiminn. Þú veizt nú, hvernig
strákar á þessum aldri eru. Þú
ættir aö láta sem þú sjáir hann
ekki næst, þegar þú hittir hann,
þannig aö hann fái aö hafa fyrir
þvi aö endurnýja kunningsskap
ykkar, ef hann hefur þá áhuga á
þvi.
HVERNIG ER BEZT AÐ
SKEMMTA SÉR I REYKJAVIK
Elsku póstur!
Ég er nltján ára stelpa, sem býr
I Reykjavlk. Ég get ekki 'sagt, aö
ég sé neitt öörúvisi en fólk er
flest, er hvorki sérstaklega sæt
né ljót. Ég hætti I skóla eftir
gagnfræöapróf og hef nú unniö I
tvö ár á skrifstofu. Vinnan er
ágæt, þó að fólkiÖ á skrifstofunni
sé frekar liflaust. Þegar ég flutti
til Reykjavikur fyrir þremur ár-
um, var ég oft einmana og þekkti
fáa. Svo kynntist ég strák, sem ég
var meö I rúmt eitt ár. Þaö var
ágætis strákur, en samt var ég
fegin, þegar viö hættum aö vera
saman. Siöan viö hættum að vera
saman hefur mér leiözt. Ég þekki
fáa og fólkið á skrifstofunni er allt
miöaldra. Ég hef gert margar til-
raunir til aö fara á skemmtistaö-
ina I bænum, en finnst leiðinlegt
þar. t Klúbbnum er bara fólk,
sem gæti veriö klippt út úr hálfs
árs gömlu tízkublaði og ú voða-
lega erfitt meö aö komast i sam-
band við það. Ég drekk litiö og
reyki ekki og hef það stundum á
tilfinningunni, aö ég sé
gamaldags.
Ég hef oft verið að velta þvi
fyrir mér aö flytja aftur (ég er frá
smábæ úti á landi) en vil helzt
ekki gefast upp og þar er llka
allt svo leiöinlegt.
Jæja póstur minn. Ég hef lesiö
mörg góö ráö, sem þú hefur gefiö,
þó mörg séu lika vitlaus. Eg ætla
nú aö biöja þig aö ráöleggja mér,
hvernig ég geti skemmt mér bet-
ur hér I Reykjavík. Hvernig ég
getkynnztfólki. Þetta er ef til vill
undarleg bón, en mig langar samt
til aö biöja þig aö hjálpa mér.
Meö fyrirfram þökk
Asta
Einhvern tima hefur þvl veriö
haldiö fram, aö Reykjavlk sé
heimsins minnsta stórborg. Ekki
veit ég, hversu mikiö er til I þvi,
cn samt er lariö aö örla á
stórborgarvandamálunum i
Reykjavik. Borgin þýtur út og
stækkar meö hverju árinu. Þaö
er ekki lengur hægt aö labba niö-
ur I bæ á góöviörisdegi sannfærö-
4 VIKAN 33. TBL,