Vikan

Issue

Vikan - 16.08.1973, Page 20

Vikan - 16.08.1973, Page 20
Orö hans hljómuðu i eyrum minum, þegar ég lá i rúmi minu „Þetta skal ekki ske aftur”. Góði guð, hvað var eiginlega að ske á þessum staö.... FRAMHALDSSAGA EFTIR ETHEL GORDON 4 HLUTI Hættulegt afdrep —t»ú mátt ekki kenna þér um þetta, sagði Joan, en mér var ljóst, að þetta var mér að kenna. Ef ég hefði ekki sofnað, — ef ég hefði litið betur eftir drengjunum, — ef eg hefði.....Þetta hefði getað orðið óendanlega langur listi, en það eina, sem ég gat fest hugann við var: Góði guð, hvað er að ske hérna? Ég sat hjá Joan, þangað til hún var sofnuð, en sjálf hafði ég enga löngun til að fara i rúmið. Þegar ég gekk fram hjá dagstofudyrun- um, sá ég, að þau voru öll: Walter, Ernest, Frances og Charles. Walter leit upp og kom auga á mig. — Komdu inn og fáðu þér sæti, Anne, sagði hann. Ég átti ekki á öðru völ, svo ég gekk inn i stofuna. — Er Joan sofnuð? spurði Charles. — Já, ég sat hjá henni, þangað til hún var sofnuö. — Það var gott! Ég skildi eiginlega ekki, hvernig hún gat haldið ferðinni áfram. Amy var farin með Sandy. Þau höfðu verið að ræða hlutdeild Sandys I dauösfalli Peters. Þaö var Frances ein, sem hélt þvi fram, að allt væri honum að kenna. — Hann er nógu þroskaöur og hann er líka greindur drengur, til að skilja, hvað um var að vera. Hann hefði átt að kalla á hjálp, I stað þess að laumast i burtu. — Þaö hefði samt verið of ** • *- $ seint, Frances, sagði Walter. Peter hefði aldrei lifað þetta af. Og Sandy er aðeins sex ára. — Sandy likist liklega þessum föður sínum, sem yfirgaf móöur hans, eins og hann yfirgaf Peter i vatninu, — Hættu nú þessum ásökunum á drenginn. Ernest hafði staðið upp og nú virti hann Frances fyrir sér og augu hans voru svört af reiöi. — Þetta er ekki honum að kenna og þú veizt það. — Vertu rólegur, sagði Walter, — ég lýð engum að tala svona til Frances og það á hennar eigin heimili. Kanntu ekki aö skammast þin? — Sennilega ekki, tautaöi Ernest og fór út úr stofunni. — Og þú heldur að þessi þarna hafi einhverjar tilfinningar i okk- ar garð, sagði Frances i haturs- fullum rómi. Engin tók uridir með henni. — Sá, sem ég kenni mest I brjóst um, er Sandy, sagði Charles. —Sandy! öskraði Frances, alveg frá sér af reiði og sorg. — Ég er hræddur um, að hann gleymi þessu seint og að hann ásaki sjálfan sig, sagði Charles, án þess að taka tillit til orða hennar. — Þetta er alltof þung byrði handa sex ára barni. — Þaö er aupvelt fyrir þig að tala svona, það er ekki þitt barn sem dó, æpti hún til hans. Mig langaði til að bera I bæti- fláka fyrir hann, en ég vissi, að Frances tæki ekki tillit til skoð- ana minna. — Ég held ég fari að koma mér i Súmiö, sagði ég og stoð upp. Ég horfði beint fram, reyndi að Hta ekki á þau, þegar ég gekk út úr stofunni. Þegar ég var rétt komin út á ganginn, kom Charles á eftir mér. — Anne. Ég sneri mér við. — Taktu ekki nærri þér, það sem Frances segir. Hún- hefir alltaf verið heimsk og stundum getur hún verið illgjörn. — Mér er nokkurn veginn sama, það er bara eftir allt sem hefur skeð I dag, að ég.... • — Láttu hana ekki hræða þig. Hann rétti fram höndina og strauk vanga minn bliðlega. Ég veit ekki ennþá' . hvernig allt skeði, hvort það var hann, sem hailaði sér I áttina til min, eða hvort það var ég, sem hallaði mér að honum, en við vorum skyndilega fallin I faðma, hann með andlitið faliö i hári minu og ég með kinnina upp við hrjúfan jakkabarminn. Hann sleppti mér fljótlega. — Fyrirgefðu, sagði hann, ég lofa þvi að þetta skal ekki ske aftur. 20 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.