Vikan

Tölublað

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 16.08.1973, Blaðsíða 22
Gamli herra Sanders spurði oft eftir Peter, en Frances hafði bannað okkur að segja honum hvað hefði skeð. Við áttum að segja, að hann lægi á sjúkrahúsi vegna botnlangaskurðar. Ég sá það greinilega á Frances, hve erfitt hún átti með að láta sem ekkert væri. — Honum er að batna, pabbi, var hún vön að segja og mér var ljóst að umhyggja hennar fyrir gömlum föður sinum, var næstum jafnmikil og sorgin vegna dauða Peters. En meö aöstoð Raabs læknis, fékk gamli maðurinn loksins að vita sannleikann. — Hvarer Sandy? spurði hann. — Er hann lika drukknaður? — Hann býr i borginni hjá móð- ur sinni. — Peter var góöur drengur, sagöi gamli maðurinn og hristi höfuðið. — Það er Sandy lika. Þeir voru báðir góðir drengir. Joan varð æ magrari og fölari. Maginn á henni var eiginlega stærri en maginn á mér, að minnsta kosti virtist svo, líklega vegna þess, að hún var svo mög- ur. Það sást varla á mér, þegar ég var komin i mussuna mina. Ég hafði áhyggjur af henni, ekki beinlinis vegna útlitsins, heldur vegna þess, að mér fannst hún veröa sljórri, eftir þvijsem lengra leið á meðgöngutimann. Hún hafði misst áhuga á öllu. Hún vildi ekki taka sér neitt fyrir hendur, heldur lá hún oftast og staröi upp i loftið. Það var ein- hver uppgjöf i augnaráðinu. Það lá við að ég skammaðist min fyrir það hve hraust ég var, en velliðan min hjálpaði mér samt yfir áhyggjur vegna þessa þunga andrúmslofts, sem hvildi þarna yfir öllu og öllum. Ég stundaði gönguferðir meðfram vatninu, svo oft sem ég gat komiö þvi við. Einstaka sinnum mætti ég Ernest og nú vorum við farin aö kinka kolli i kveðjuskyni, þeg- ar við hittumst. Ég ihugaði það töluvert, hversvegna Sara hefði yfirgefið hann, hvort hann hefði verið hamingjusamur, en það hlaut hann reyndar að hafa verið. Hann var eiginlega mjög aðlað- andi maður, á sinn hægláta hátt. 1 fyrstu höfðu Frances eða Joan lofaö mér aö sitja i, þegar ég þurfti að fara til borgarinnar, en nú vildi ég ekki biðja Frances og Joan lá að mestu i rúminu. Þess- vegna var það, að næst þegar ég þurfti að fara i skoöun til læknis- ins, spurði ég Charles, hvort ég mætti ekki sitja i bilnum hjá hon- um næsta morgun. — Það er sjálfsagt, Anne. Get- uröu svo beðið fram yfir hádegi, þá get ég skutlað þér heim aftur? Þetta hentaöi mér mjög vel. Þá gat ég leyst það af, að kaupa jóla- gjafir. Og svo hafði ég lika hugsað mér að heimsækja Amy. Walter var meö okkur i bilnum um morguninn og þeir settu mig af fyrirutan lækningastofu Raabs læknis við Bright River. — Eigum við að taka þig hér, eða eigum við að hitta þig ein- hvérsstaðar i borginni? spurði Charles.' — Mér þætti bezt að þið vilduð sækja mig heim til Amy. Ég ætla að lita inn til hennar og vita hvernig henni liður. — Það er fallega hugsað. 'Þá sjáumst við klukkan tólf. Raab var mjög ánægður með heilsufarsástand mitt og sagði, að mér væri óhætt að halda áfram við gönguferðirnar, bara ef ég of- reyndi mig ekki og svo skrifaði hann upp vitamintöflur fyrir mig og skrifaði niður næsta tima eftir mánuð. Lyfjabúðin var lika snyrtivöru- búð, svo ég keypti ilmvatnsglas handa Amy og vatnsiiti og teikni- blokk handa Sandy, meöan ég beið eftir töflunum. Ég keypti lika húsgögn i brúðuhús handa Magg- ie og litskrúöuga kubba handa litla barninu. Ég fékk þetta allt sett i kassa og svo rölti ég eftir gamalli götu undir hliðinni þar sem niðursuðuverksmiðjan var, en þar átti Amy heima. Húsið hefði sannarlega þurft málningar við og þrepin voru i slæmu ásigkomulagi. Ég gekk varlega upp þrepin og hringdi dyrabjöllunni. Sandy opnaði og það syrti yfir glaðlegum svip hans, þegar hann sá hver það var. — Mamma! kallaði hann og svo var hann horfinn. Hann kom aftur með Amy á eftir sér. Hún varð ekkert sérstaklega glaðleg heldur, þegar hún sá mig, en hún bauð mér samt inn. Dagstofan var litil, þröng og loftill. Ég kenndi i brjósti um hana, en ég reyndi að láta ekki á þvi bera. — Ertu ekki i skólanum i dag, Sandy? spurði ég, undrandi yfir þvi, að hann skyldi vera heima. — Ég er ekki i skóla núna, sagði Sandy. — Hann er kvefaður, sagði Amy snöggt. Hann leit alls ekki út fyrir að vera kvefaöur, enda var hann ekki neitt likur þeim Sandý, sem ég þekkti. Hann var að visu lítill, en hann hafði verið ákveðinn i framkomu og öruggur með sig. Þessi drengur leit á mig vökulum, næstum hræöslulegum augum, og vék ekki frá hliö móður sinnar. — Þið fóruö svo fljótlega, að ég gat ekki kvatt ykkur, sagöi ég. — Það var eins gott, að koma sér sem skjótast i burtu, sagði hún biturlega. — Ég skal aldrei stiga fæti inn i húsið það aftur. — Amy, þú verður að reyna að gleyma þessu. Þaö dettur engum i hug að kenna þér um þetta. Það var allt mér að kenna. — Eins og þau komu fram við hann, hélt hún áfram, eins og hún hefði ekki heyrt það sem ég sagði. — Gleymdu þvi sem hún sagði. Við vitum ekki hvernig viö hefð- um sjálfar tekið þessum ósköp- um, sagði ég og hafði upp fyrir henni það sem Raab læknir hafði sagt við mig. Amy féllzt á það, þótt hún gerði það ekki beint vilj- ug. — Ég veit þau sakna þin, Frances lika. — Hvernig ætfum við að búa þar lengur? Hún leit á Sandy, sem hlustaði af ákafa. Ég gat vel skil- iðafstöðu hennar. Þarna voru all- ir staðirnir, sem drengirnir höfðu skyldi ske, þegar svo auðvelt hefði verið að koma i veg fyrir þaö. A sama hátt og öll önnur slys. — Ég held það liggi eitthvað meira á bak við þessi slys, sagði Amy. — Nei, Amy, ekki þú lika. Nú ferð þú að verða eins og Joan. — Ertu búinn að laga til i herb- erginu þinu, Sandy? Hún leit á hann. — Ég skal gera það, tautaði hann. — Eftir svolitla stund. — Þú gerir þaðstrax, sagði hún hvasst, — og gerir það vel. HÆTTULEGT AFDREP leikið sér saman. Þaö myndi allt- af minna Sandy á slysið. Skaðinn var skeður og enginn vissi hve djúp spor það átti eftir að skilja eftir i sál drengsins. — Þessutan geðjáðist mér aldrei að henni, sagði Amy og hún átti við Frances. — Hún er mesta hörkutól. Það sást bezt þégar Elisabeth dó. Hún sagði það rétta á réttum stöðum, en hún meinti ekkert með þvi. Það eina, sem hún hefur áhuga á, það er faðir hennar og það er vegna þess, að hún vill eignast peningana og völdin. Hún er sterk og hún mun ábyggilega sjá svo um, að hennar vilji nái fram að ganga. — Henni veitir ekki af öllum þeim styrk, sem hún getur fengið, til að komast yfir öll þessi ósköp. Amy leit á mig, ihugulum aug- um og sat þegjandi um hriö. — Hefir þér aldrei fundizt þetta undarlegt, að tvö börn skyldu deyja, næstum þvi á sama hátt? — Mér fannst sorglegt, að þetta Amy sat þögul, þangað til viö heyröum dyrnar á herbergi hans skella uppi á lofti. — Allur bærinn talar nú um þessa atburði, sagöi hún svo. — Vakirnar í isinn voru ekki þarna um kvöldið og hafi einhverjir karlar úr bænum verið þarna að veiða, þá heföu þeir örugglega sett upp merki viö þær til varnaö- ar. Fáðir minn hefur talað viö marga hér i bænum og það veit enginn til að neinn hafi veriö að veiða gegnum isinn þetta kvöld. — Þeir geta verið annarsstaðar frá. — Það gæti verið, sagði hún. — En hver væri að hafa þetta fyrir, aöeins til aö veiöa i einn eða tvo klukkutima? Ef einhver heföi ætl- að sér að veiða, þá hefði hann verið þarna allt kvöldið. Þá hefði sá veiðimaður verið þar, þegar drengirnir fóru á skauta. — Hvað ertu að segja? sagði ég, en ég vissi það mætavel. — Það hlýtur að hafa verið ein- 22 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.