Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.11.1973, Side 14

Vikan - 29.11.1973, Side 14
en hún hafði e'kki áhuga á neinu nema hestum og öllu á Widgerie. Frænka hennar varð undrandi, þegar hún vildi ólm koma strax heim, þegar skólagöngunni þarna var lokið. — Heldurðu að það verði ekki ósköp dapurlegt fyrir þig að koma heim? spurði hún. Mia vildi ekki fara neitt annað, en samt hélt hún ástæðunni fyrir þvi leyndri. Simon frændi var þvi ánægðari með þessa ákvörðun hennar. — Ég' hefi ekkert á móti aukahjálp hérna heima, sagði hann, — og Mia er betri en flestir menn minir. . En frænka hennár var svolitið efablandin. — Mig langar ekkert til að láta hana verða eins og þessar vindþurrkuðu skjald- meyjar, sem stjákla um i sölu- skálunum og hugsa ekki um annað en sauðfé og ullarverð, sagði hún við manninn sinn, þegar þau voru orðin ein. — Ég vildi óska að hún fengi áhuga á einhverjum ungum og myndar- legum manni. - Það kemur með timanum. — Hún er orðin átján ára. Fram aö þessu hefir hún sýnt meiri áhuga á hestum en karlmönnum hérna i grenndinni. — Það getur verið að hún búi yfir einhverju, sem við vitum ekki um, var það eina, sem maður hennar sagði. Hestarnir sem Marion nefndi, voru hreinkynjuðu hestarnir sem Simon var svo hreykin i hjarta sinu. Einn af forfeðrum hans haföi flutt með sér fola og þrjár gæðamerar, og frá þeim voru svo komnir þessir hestar, sem settu sinn svip á veðreiðarnar i Astraliu. Simon tamdi ekki hesta sina sjálfur, hann lét sér nægja að sjá fyrir góðum kynstofni og seldi þá ársgamla, lét aðra menn um það, að hætta lifi og limum og fjár- munum sinum á veðhlaupabraut- unum. Mia elskaði þessi þokkafullu kynbótadýr og var hvergi sælli en i hesthúsunum, við að kemba þeim og hugsa þeim fyrir dagleg- um þörfum og undirbúa þá undir það erfiði, sem biði þeirra, þegar þeir færu frá Widgerie. Aðal- uppáhaldið hennar var foli, sem hún kallaði Beau vegna þess hve undursaamlega fallegur hann var. Hann var algerlega galla- laus, svartur og sterklegur. Hún hafðihugsaðum hann frá fæðingu vegna þess að móðir hans hafði látizt, þegar hann fæddist. Hann var ekki nema hálfvax- inn, þegar ljóst var, að hann átti sér mikla framtið á veðhlaupa- brautunum. Hún þorði ekki einu sinni að hugsa til þess tima, þegar tlmi hans kæmi, að yfirgefa Widgerie og fara á uppboð i Sydney. Það var hreinasta kvöl að hugsa til þess. Það var sannarlega ástða fyrir Marion til að hafa áhvggjur af þvi að Mia sýndi meiri áhuga á hrossum, en öllum þeim skara ungra manna, sem sveimuðu i kringum hana. Þ^ir voru margir mjög þess verðir, að koma til greina, sem ákjósanlegir til strangur lærdómstimi og nú hlaut hún lika verðlaunin og þau ekki af verri endanum, hún átti að fá þann heiður að sjá um Jason. —0 Charles, þakka þér fyrir,— þakka þér kærlega fyrir, sagði hún og henni var svo mikið niðri fyrir, að hún kom varla upp orðunum. — Ég skal sannarlega hirða hann vel, já það skal ég gera! — Ég yrði ekki hissa á þvi, að þú dekraðir allt of mikið við hann, sagði Charles og það var ekki laust við viðkvæmni i röddinni. Einhvers staðar í fjarlægð heyröu þau I bilflautu og faðir hans kallaði á hann. — Það litur út fyrir að ég verði að hraða mér, sagði hann. En nú lét Mia alla skynsemi fjúka, hún vafði báðum örmum um háls hans. — Charles, ég mun sakna þin svo! Hvers vegna þarftu að fara? — Það á að gera úr mér herra- mann og það litur út fyrir, að það sé ekki hægt hérna I Astraliu. — ó, Charles, ég elska þig svo heitt, ég get ekki afborið þá hugs- un, að þú skulir vera að fara. Mia grét, eins og hjarta hennar væri að springa. — Vitleysa þú verður ábyggilega búin að verða ást- fangin ótal sinnum, þegar ég kem heim aftur, sagði hann striðnis- lega. — Nei, aldrei, það verður aldrei annar en þú! Aldrei! Rétt eins og hann vissi ekki hvað hann var að gera, beygði Charles sig niður að henni og kyssti hana á munninn. Hann hafði hugsað sér að vera ekki svona persónulegur, aðeins að kyssa hana frændakossi, en hann hafði ekki reiknað með Miu. Hún þrýsti sér að honum, með öllum sinum æskuákafa og Charles fann hjartað slá hraðar, þrátt fyrir öll fyrirheit. — Heyrðu mig, stúlka min, hver hefur kennt þér að kyssa svona? spurði hann og stóð á öndinni. Mia svaraði ekki, en sneri sér undan, fól andiitið i höndum sér og grét ákaft. Hann lagði klaufalega höndina á öxl hennar og reyndi að láta sér detta eitthvað I hug til að segja við hana. — Vertu róleg — vertu róleg! Ég kem aftur, vertu viss um það, sagði hann að lokum. — Og þá vona ég að þið Jason verðið hér, bæði tvö, til að taka á móti mér. u Það birti yfir ásjópu hennar. — Já, Charles, við verðum héj-, þvi lofa ég. — Stattu þá við það. Þetta skeði fyrir fjórum árum og nú var þessi langþráði dagur upp runninn. Charles var að koma heim og hún ætlaði að koma til móts við hann við ytra hliðið að Widgerie. Þetta yrði stórkostleg- asta stund i lifi hennar, stund, sem hún hafði beðið eftir i fjögur löng ár, og dreymt um af öllum sinum ástriðufulla ákafa. Þessi fjögur ár höfðu liðið á skemmtilegan hátt. Mia hafði lokið við skólagöngu sina, tekið nauðsynleg próf, án mikillar áreynslu. Hún var að visu svolitið einmana I heimavistarskólanum, hún átti litla samleið með hinum námsmeyjunum, sem hugsuðu aðallega um dansleiki og fatnað, 14 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.