Vikan - 29.11.1973, Page 17
Péturssonar. Linda syngur vis-
urnar, sem eru öllum löngu kunn-
ar. En hvernig varð þetta lag til?
„Ja, við Hallgrimur sömdum
þetta hérna fyrir nokkru, — nei
annars, maður má ekki segja
svona. Hann Hallgrimur gamli
hefur eflaust snúið sér oftar en
einu sinni við i gröfinni, þegar við
vorum að æfa þetta. En þetta er
eitt af þessum lögum, sem maður
gripur úr tóminu”. Það var og.
Kannski hefur Hallgrimur rétt
honum hjálparhönd.
Lestin inikla er ljóð Tómasar
Guðmundssonar og við það hefur
Jón gert ágætí lag. „Þetta lag var
mjög vandasamt i útsetningu og
við fengum Helga Bragason til að
útsetja fyrir okkur. Honum .tókst
mjög vej að halda þeim einfald-
leika, sém ég hafði gefið laginu i
upphafi”, upplýsti Jón. „Þaðæru
bæöi fiðlur og celló i þessu lagi,
sem Helgi hefur útsett af miklum
hagleik og við gerðum allt, sem
hægt var til að fá þetta sem best
út. Þeir i stúdióinu voru orðnir
ansi pirraöir á okkur i' restina,
sérstaklega vegna þess hve við
fylgdum eftir öllum smáatriðum.
Uppáhaldsblótsyrðið þeirra var
„bloddy perfectionist”
Og til þess aö allir skilji þetta
merka blóðsyrði var hafinn mikil
leit að islenzku orði, sem merkti
það sama, en ekkert fannst.
Nokkrar tillögur komu þó, hver
annarri betri að sjálfsögðu:
Helv.... fullkomnisti, helv...
fullkomnunaristi eða bara fullur
kommunisti.
Þegar hér var komið i að leika
lögin af þessari væntanlegu
hljómplötu frá Litið eitt, var
kominn værðarsvipur yfir alla,
svo mikil' og góð áhrif höfðu lögin
á mann. Þau eru flest frekar ró-
leg og láta vel i eyra. Allir voru
komnir i hátiðarskap, þegar
Gunnar sá skyndilega aö viö svo
mátti ekkibúa og... „þetta er ekki
hægt strákar, við verðum að gefa
verkjaraklukku með hverri
plötu”. Det var nu det.
Og allt i einu var kominn Mánu-
dagurá segulbandið, lag sem eitt
sinn var flutt af Peter, Paul og
Mary. Islenzkan texta hefur Val-
ur Oskarsson gert. Þetta er, að
sögn, eina lagið sem Litið eitt hef-
ur flutt tvisvar I röð sökum þess,
hve góðar undirtektir það hlaut i
fyrra skiptið. Næstslðasta lagiö á
plötunni er A kvöldin, erlent lag,
sem Hörður Zophaniasson hefur
gert Islenzkan texta við. „Þetta
lag sungum við alltaf hér I gamla
daga, þegar við vorum ennþá vel
klipptir og i pressuðum buxum^
hérna á „vestatimabilinu”. Á
verstatimabilinu, hváði ég. „Já,
viö vorum allir alltaf I vestum,
maöur”.
Hin vinnandi stétt.er lokalagiö
á plötunni, skozkt þjóölag, sem
Lárus Sólberg Guðjónsson hefur
gert íslenzkan texta viö. ööur til
hins vinnandi manns.
Með þessari plötu er lokið ferli
Litið eitt. Þau hafa ákveðið að
draga sig I hlé og hugsa hver um
sitt. Þau telja, að með þessari
L.P. plötu hafi þau náð eins hátt
og þau telja sig geta i bili. Og vist
er aö L.P. plata þessi er verðugur
minnisvaröi um Litið eitt. Og þaö
fer ekki illa, að enda þennan pistil
um Timana sem liöa og Lltið eitt,
meö kvæði, sem þau syngjá á
plötunni, Lestin mikla, eftir
Tómas Guðmundsson.
Engum er ljóst hvaðan lagt
varafstaö
né hver lestinni miklu ræður
Við sláumst i förina fyrir það
jafnt fúsir sém nauöugir bræður.
VINSÆLDAKOSNING
I jólablaðinu, sem kemur út i
næstu viku, veröur kosningaseðill
fyrir vinsældakosningu þáttarins
3M. Kosningaseðillinn mun að-
eins birtast i jólablaðinu, sem er
gefið út i helmingi stærra upplagí
en venja er til. Skilafrestur seðla
er til áramóta og úrslitin veröa
kynnt I janúarmánuði. Kosið
verður um bestu þljómsveitina,
besta lag útkomið á hljómplötu,
besta lagasmiðinn, besta söngv-
. arann, bestu söngkonuna. Þegar
úrslit eru kunn, verða fundnir all-
ir þeir kosningaseðlar, sem inni-
halda þau fimm nöfn sem hlutu
fyrsta sæti, þ.e. kusu nöfnin sem
hlutu fyrsta sæti. Dregiö verður
úr seoiunum og verða veitt vegleg
verðlaun. Lesendur eru hvattir til
að taka virkan þátt I þessari vin-
sældakosningu og sýna þannig á-
huga sinn* i verki. Hvort slikt
verður reynt áftur veltur á þátt-
töku þinni núna. Það er sem sagt
næsta blaö sem gildir.
lagið i miklum flýti og náði þvi, að
ég held, ágætlega. Ég var þó ansi
linmæltur á einu orðinu, sagði
alltaf gonur I staðinn fyrir konur.
Ég haföi aldrei tima til að kyngja
munnvatninu, en það hafði ekki
svo mikið að segja og bjórinn fékk
ég að launum. Fiðlarinn svingaði
ofsavel i þessu, enda hafði hann
fengið það sem til þurfti áöur.
Hann vann svo sannarlega fyrir
laununum sinum sá”.
Og þaö er ekki orðum aukið,
lofið á fiðlarann. Fiðluleikur á
plötunni kemur mjög vel út og
gefur einstaka lagi dálitinn ame-
riskan country „filing”, sem er
skemmtileg nýbreytni I flutningi
islenzkra þjóðlaga hljómsveita á
hljómplötum. „Mörgum þótti
þetta aumt, þegar við byrjuðum
að æfa Hæ Kalli.Ég var að reyna
að spila á mandólin, sem ég hafði
aldrei snert á áður”, sagði Jón,
„en þetta gekk svona allt upp I
lokin og mér finnst lagið bara
skemmtilegt”.
Gunnar hefur einnig samið lag
við Heilræðavisur Hallgrims
48/TBL. VIKAN 17