Vikan

Útgáva

Vikan - 29.11.1973, Síða 18

Vikan - 29.11.1973, Síða 18
óvenjulegur maður Framhald af bls. 15 átti framundan. En aö minnsta kosti var hún komin heim, og að sjálfsögöu átti hún margar skuggalegar stundir fyrir hönd- um, en hún haföi þó staöið af sér fyrsta höggiö. t fyrsta sinn, siöan þau komu heim til Widgerie, gat Marion kreist fram bros og hún sneri sér nú i einlægni aö ungu stúlkunni, sem hún átti I framtlðinni, að lita á sem dóttur. Þetta haföi verið sjóferöarróm- antfk. Frændi Felicity var fram- kvæmdastjóri skipafélagsins, sem átti skipiö, sem Charles tók sér far meö. Hann haföi notaö aöstööu sína, til aö fá klefa á skipinu, handa frænku sinni, eftir aö systir hans haföi lagt fast aö honum. Systir hans, móðir Feli- city, fannst hún veröa að gera eitthvaö, til aðkoma dóttur sinni i burt úr óæskilegum félagsskap. Biskayflóinn var samur viö sig og Felicity haföi ekki fariö úr koju i nokkra daga. Þegar hægöi i sjóinn og veöriö skánaði, fór hún upp á þilfar og fyrsti maðurinn sem hún sá, var Charles, og þaö kom henni þægilega á óvart. Jafnvel i draumi hafði Felicity aldrei látiö sig dreyma um svo glæsilegan mann og skemmti- legan ferðafélaga. Hinir farþeg- arnir voru mestmegnis miöaldra fólk, eldri hjón, bankastjóri á eftirlaunum, ein ekkja og gömul piparmey. Felicity var lagleg stúlka, kát og skemmtileg og .hún dansaði mjög vel. Og dagarnir liðu I ró- legu iðjuleysi. Umhverfið var rómantiskt, st jörnubja rtur suörænn himinn, öldugjálfui við skipshliðina og allt þetta laðaði þau hvort að öðru og rétt áöur en þau komu til Höföaborgar, bað Charles hennar. Það var Felicity, sem stakk upp á þvi, að láta skipstjórann gefa þau saman, einhvers staðar á miöju Indlandshafi, þegar þau áttu eftir tiu daga siglingu til Astraliu. Charles var nokkuð hik- andi I fyrstu, en Felicity fékk samt að ráða. Hún vissi vel hvaða ráö voru bezt, til að fá hann til að samþykkja það, og hún var kuldaleg og fráhrindandi, þar til hann vildi jafnvel hætta á óánægju foreldra sinna,og lét að vilja hennar. Felicity sendi foreldrum sinum skeyti til að segja þeim þessi tiöindi. Þau höfðu aldrei heyrt neitt um Charles og hringdu i ofvæni til móðurbróður Felicity. — Hverjum segið þið að hún sé gift? spuröi hann. — Bellamy? Attu við hinn unga Charles Bellamy? Þá skaltu leggjast á kne óg þakka sinum sæla. Hann er I einni af þekktustu fjölskyldu i New South Wales. Þau eiga landareign , sem ég gæti vel þegið að eiga. Charles hafði ekki sent foreldr- um sinum neitt skeyti. Hann hélt að það myndi orsaka jafnvel meiri leiðindi, heldur en að segja þeim þetta við heimkomuna til Sydney. Það yrði honum nógu erfitt, en hann vonaði, aö þeim lit- ist svo vel á Felicity, að það bjargaði málunum. En það var nú samt nokkuð taugaóstyrkur ungur maður, sem hallaði sér út á borðstokkinn, meöan verið var að taka við land.- festum á bryggjunni. Hann brosti, þegar hann heils- aði foreldrum sinum. — Sæl mamma! Sæll pabbi! Stórkost- legt að sjá ykkur bæði, sagði hann glaölega og faömaði þau að sér. Svo snéri hann sér að stúlkunni, sem stóð rétt fyrir aftan hann og öryggi hans hafði næstum brugð- izt. — Þetta... Þetta er Felicity, sagði hann vandræðalega. — Við giftum okkur fyrir þrem vikum siðan. Þögnin, sem fylgdi þessum orð- um virtist ætla aö verða enda- laus. Marion varð náföl og starði á stúlkuna, eins og hún tryði varla sinum eigin augum. En með greinilegum erfiðismunum gat hún samt stunið upp nokkrum orðum. Simon sagði ekki neitt. Hann horfði á Charles með slik- um svip, að Charles sneri sér við, til að fiýta sér inn i tollskýlið. Sem betur fór, var margt, sem þau þurftu að athuga, svo það leiddi hugann frá þessum vand- ræðum. Alfred, yfirhestasveinn- inn hafði komiö með þeim til Sydney, til að taka á móti skepn- unum og koma þeim i sóttkvi. Það var þvi mikiö að gera og heilmörg skjöl, sem þurfti að undirskrifa. Svo var farangur ungu hjón- anna. Þau þurftu llka að hafa samband við frænku Felicity, frænkuna, sem hún átti að dvelja hjá i Ástrallu. En að lokum gátu þau lagt af stað i hina löngu ökuferð til Widgerie. Simon settist undir stýri og Charles við hlið hans, en Marion og Felicity sátu i aftur- sætinu. Marion var ljóst, að ekki var hægt að viðhalda þessari ó- notalegu þögn, svo hún fór að segja Felicity frá stöðunum, sem þau óku fram hjá og benda henni á fallegt útsýni. Simon stöðvaði bilinn á ár- bakka, þar sem viðir óx I tvö- faldri röð meðfram ánni. Það var gott að teygja úr fótunum og þvo hendurnar i svölu vatninu. Marion sagði Felicity, að það væri álitið að þessi grátviður heföi fyrir löngu verið fluttur frá St. Helenu, þar sem hann hefði vaxið við gröf Napoleons. öll þessi tré voru komin af einum teinungi. Felicity fannst þetta skemmtileg saga og virti fyrir sér þessar fallegu trjáraðir. 1 tilefni af heimkomu Charles, hafði Simon keypt humar og kampavin, sem komið hafði.verið fyrir i kælitösku, sem honum fannst ómissandi á ferðalögum. Meðan Marion breiddi- dúk á grasið og Felicity hjálpaði henni við að koma matnum fyrir, gengu feögarnir eftir árbakkanum. Charles var nú ljóst, að foreldrar hans voru siður en svo ánægðir yfir þessu skyndilega hjónabandi hans. Það hafði komið þeim óþægilega á óvart. Nú hafði hann tækifæri til að skýra nánar fyrir föður sinum. Þegar þeir sneru aftur, var Simon búinn að jafna sig og var nú I sinu venjulega góða skapi. Það var augljóst, að það var nokkuð erfiður biti að kyngja, að eignast tengdadóttur svona ó- vænt, en Simon Bellany var nú oröinn sáttur við þessa staðreynd, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þegar þau voru komin aftur upp I bilinn, fór Marion að reyna að halda uppi samræðum við Felicity. Hún komst að þvi, að faðir hennar var foringi i hernum, en nú kominn á eftirlaun. Þegar leið á daginn, urðu sam- ræðurnar nokkuð dauflegar og að lokum varð alger þögn. Þau höfðu nú ekið af þjóöveginum, inn á mjóan veg, sem lá yfir skógi klæddar hæðir og að lokum komu þau upp á hæðarhrygginn og þá blasti sléttan við þeim út að sjón- deildarhringnum. Charles lyfti sér i sætinu. — Þarna er það! sagði hann á- kafur. — Þetta er Widgerie. Felicity sá geysistóra fláka, sléttu og skógi vaxin hæðardrög, svo langt sem augað eygði. Tvöföld röö af ungum trjám, hlykkjaðist eftir sléttunni og markaði árfarveginn. Hún vissi aö þetta hlaut að vera Murrum- bidgee, sem Charles hafði talað um af svo miklum ákafa um borð i skipinu. Og þar fyrir neðan, þar sem áin rann I krappri beygju, voru nokk- ur hús: eitt þeirra, tveggja hæða, stóð I nokkurri fjarlægð frá hinum húsunum. Framhald i næsta blaði Amerískar kuldaúlpur Verð fró kr. 3.990,00 PÓSTSENDUM SPDRTVAL | Hlemmtorgi — Sími 14390 18 VIKAN 48.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.