Vikan

Útgáva

Vikan - 29.11.1973, Síða 20

Vikan - 29.11.1973, Síða 20
KAFLI UR NÝRRI BÓK Meðal jólabókanna I ár er „Lif i borg” eftir Jónas Kristjánsson, ritstjóra. í henni er leitast við að svara ýmsum - spurningum, er varða stöðu borganna i nútimaþjóðfélagi, vistfræðileg, félagsleg og skipulagsleg vandamál borgarbúa og ótalmargt fleira. Þetta er bók um is- lenzku kauptúnin, kaupstaðina og siðast en ekki sizt Reykjavik. Ekki er óliklegt, að hún þyki forvitnileg öllum þeim, sem áhuga hafa á félagsmálum, stjórnmálum og umhverfismálum. Vikan kynnir bók- ina á þessari opnu. Birtur er kafli úr henni, sem fjallar um stéttaskiptingu borgarbúa og stutt spjall við höfundinn. JÖFNUÐUR SVEITAFÓLKS Nú á tímum er stéttaskipting miklu fremur einkenni borga en Sveita. Svo hefur ekki alltaf verið. Stéttaskipting þjóðfélaga var komin i blóma, löngu áður en borgarlif varð helzta lifsform iðn- þróaðra þjóða. Og hin lögbundna stéttaskipting fyrri tima hvarf siðar i sveitunum en i borgunum. Hins vegar hafa borgir alla tið boðið upp á meiri fjölbreytni i stéttaskiptingu. Og óneitanleg.a magnaðist stéttaskipting mjög við tilkomu borga á sinum tima. Frelsun bænda úr ánauð og sjálfseignarstefnan i landbúnaði hafa stuðlað að þvi að gera stétta- skiptingu i sveitum litla og óljósa. Hver fjölskylda hefur sitt býli. Þau eru misjafnlega stór, en sá munur er ekki auðsær. Allir eru bændur og starfa við sömu at- vinnugreinina. Allir ráða sér sjálfir með svipuðum hætti. Flestir hafa svipaða menntun. Þessi einhæfni sveitalifsins stuðlar að stéttajöfnuði. 1 borgum nútimans er stétta- skipting hins vegar yfirleitt fast- mótuð og flókin, þótt hún sé ekki „Borgarlífió eradsigr Vikan ræddi Htillega við Jónas Kristjánsson, ritstjóra, um bók hans, ,,LIf I borg”. — Hvenær er bókin samin? — Blaðamenn fá þriggja mán- aða fri við og viö, og ég notaði siðasta friið mitt af þvi tagi til þess að gera uppkast að þessari bók. Eg skrifaði hana aðallega sjálfum mér til gamans, svona til hvildar frá daglegum við- fangsefnum. En ég ákvað, aö hún skyldi koma fyrir sjónir al- mennings, af þvi að mér fannst ull þörf á að gefa út á islenzku íleiri rit um félagsfræðileg efni. — Þú hefur lagt stund á félagsfræöi. — Reyndar er sagnfræði min háskóiagrein, en ég var við nám i félagsfræði i tvö ár í Freie Uni- versitat i Berlln og lauk þar prófum árið 1961 i rannsóknar- tækni, en sú grein fjallar um skoðanakannanir, statistik og annað þess háttar. Þessi bók er þó fyrst og fremst árangur af þvi, sem ég hef lesiö, síöan ég hætti náminu. — Er félagsfræöinni gert nógu hátt undir höfði hér á landi? — Það er erfitt aö meta þaö. Það er i rauninni mjög crfitt aö segja, hvað félagsfræði er. Hún er afskaplega óáþreifanleg grein, nema að þvi leyti sem hún er útfærð i tölum scm reikn- isdæmi, en mjög litill hluti hennar er á svo fullkomnu stigi. Það sem kallað er félagsfræði er þvi meira og minna hæginda- stólsspekúlasjónir. Greinin er ung og hefur aðeins náð að safna litlum þekkingarforöa. Hún er enn að þreifa sig áfram á byrj- unarstigunum. En áhugi á félagsfræði hefur aukizt mikið, eins og sést bezt á þvi, að nú er þetta orðin há- skólagrein hjá okkur með fjöl- mörgum nemendum. Ég vona, að þróunin stefni áfram i sömu átt, félagsfræðin eflist hér sem annars staðar og farið verði að skrifa meira um hana á is- ienzku, þá ekki sizt einhverjar sjálfstæðar islenzkar rantisókn- ir. Félagsfræöilegar niðurstöð- ur og félagsfræöileg hugsun ciga vissulega erindi til ís- lendinga eins og annarra þjóða. Með það i huga hef ég reynt að hafa bókina eins aðgengilega og hægt er. Megináhcrzla er lögð á að taka þekkingarforöann, sem til er i þessari sérgrein félags- fræðinnar, og matreiða hann fyrir áhugasama iesendur. Hinn meginþáttur bókarinnar er að skrifa hana út frá islenzkri reynslu og islenzkum staöhátt- um, þannig að þetta sé bók, sem menn skilja hér á landi. — Erum við á réttri braut i skipulagsmálum Reykjavikur? — Skipulag er alltai slæmt, þegar farið er að athuga það siðar i ljósi nýrra staðreynda. En ég held, að Reykvikingar hafi fariö tillölulega vel út úr slnu skipulagi miðað við marg- ar aörar borgir. Það er alltaf að batna. Mistök hafa verið gerð eins og t.d. I Fossvogi með of- skipulagi. En menn lærðu af þeim og gera þau væntanlega ekki aftur. Það er fjallað I bók- inni um ýmis atriði, sem cru umdcild I skipulagi Reykjavík- ur, svo sem fjarlægð frá Iveru- 20 VIKAN 48. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.