Vikan

Útgáva

Vikan - 29.11.1973, Síða 21

Vikan - 29.11.1973, Síða 21
lengur lögbundin eins og i gamla daga. Hin gifurlega fjölbreytni borganna stuðlar aö þessari stéttaskiptingu. ÞRJAR TEGUNDIR STÉTTASKIPTINGAR I meginatriðum hafa verið til þrjár tegundir stéttaskiptingar i sögunni svo vitað sé. Hin ein- dregnasta var sú, sem einkenndi Indland til skamms tima. Hún var byggð á trúarlegum grunni. Trúarbrögðin mæltu svo fyrir, að hver maöur væri fæddur inn i ákveðna stett og skyldi vera þar ævilangt. Útilokað var fyrir menn að vinna sig upp á milli stétta. Hins vegar kom það fyrir, að menn hröpuðu, ef breytni þeirra var nógu hneykslanleg. Þetta kerfi var orðið svo flókið, að einstakar og afmarkaðar stéttir voru farnar að skipta þúsundum, þegar indversk stjórnvöld fóru að andæfa geng þvi. Sú stéttaskipting, sem ein- kenndi miðaldir i Evrópu og tengd var lénsskipulaginu, var ekki eins eindregin. Hún var ekki byggð á trúarbrögðum, heldur lögum. Réttindi og skyldur hverrar stéttar voru ákveðin i lögum. Kerfið. i heild var miklu einfaldara en hið indverska, stéttirnar voru aðeins örfáar að tölu. Þar að auki var alltaf dálitið um möguleika á að færast milli stétta. Valdataka borgarastettarinnar i Evrópu batt enda á þessa tegund stéttaskiptingar. Þriðja tegund stéttaskiptingar er sú, sem nú ræður rikjum meðal iðnþróaðra þjóða. Hún’ byggist stað að vinnustaö, hlutverk bils- ins og stöðu hans i þjóðfclaginu og margt fleira. — Ef hægt er að tala um niðurstööu bókarinn- ar, er hún þá ekki sú, að tsland sé orðið eitt borgriki? — Jú, scgja má, að það sé innsti kjarni bókarinnar og það sérislenzka i henni. Það segir i lokakafianum, að hér á tslandi hafi Reykjavik hartnær yfirtek- ið þjóðféiagið og gert allar sýsl- ur að úthverfum sinum. Þessari kenningu er fleygt fram i bók- inni og hún rökstudd að nokkru leyti, án þess þó að það sé þar með afgreitt mál. — Attu von á þvi, að bókin vcrði umdeild? — Ja, ég hef nú ekki hugleitt það neitt. En það kann að vera, að i henni séu einhver atriöi, þar sem mönnum þykir nærri sér höggvið. Til dætnis kynni sveitafólk að álita, að búið sé að afskrifa lifshætti þess og vera óánægt með það. En hvort sem mönnum likar betur eða ver, þá halda borgirnar áfram að vaxa, og borgariifið er að sigra. hvorki á trúarbrögðum né lögum. Hún á sér aðeins stoð i .hugar- heimi fólks og byggist á óáþreifanlegum siðum og venjum. Hún kemur fram i þvi, að ein fjölskylda er talin betri eða merkilegri en önnur. Þessi stétta- skipting er eitt af helztu ein- kennistáknum borga nútimans. UNDIRSTÉTT, MIÐSTÉTT OG YFIRSTÉTT Stéttaskipting er eins konar lá- rétt lagskipting i þjóðfélaginu. I rauninni er þessi lagskipting flókin og margbrotin. En fræði- menn hafa i hagkvæmnisskyni reynt að finna nokkur meginlög i þessum þverskurði hennar. I Bandarikjunum er algengt að tala um sex stéttir, lægri og hærri undirstétt, lægri og hærri mið- stétt, lægri og hærri yfirstétt. Það gerði t.d. W.L. Warner i bók sinni „Yankee City”. Fyrsta bindi þeirrar bókar kom út árið 1941 undir titlinum „The Social Life of a Modern Community”. Þessi bók er ein i hópi nokkurra frægra bandariskra ritverka um ein- stakar borgir þar vestra. I „Yankée City” sem i rauninni er Newburyport i Massachusetts, var munurinn á hærri og lægri yfirstétt fólginn i þvi, að hin fyrri var eldri i hettunni. t henni voru gömlu fjölskyldurnar, sem höfðu verið I borginni frá þvi fyrir upp- reisnina gegn Bretum. I lægri yfirstettinni var hins vegar fólk, sem hafði flutzt til borgarinnar siðar. 1 mörgum tilvikum átti þetta fólk stærri hús, dýrari bila og hafði meiri tekjur. Samt var það lægra sett. önnur öllu þekktari bók af þessu tagi er „Middletown” eftir Robert S. Lynd og Helen M. Lynd, sem kom út i tvennu lagi, 1925 og 1935.1 þeirri bók er talað um tvær stéttir i borginni, „vinnandi fólk” og viðskiptafólk. Stéttaskipting hefur oft skipað mikið rúip i bókum þeirra félags- fræöinga, sem rannsakað hafa borgir. Þessar athuganir hafa skapað dágóða innsýn i stétta- skiptingu nútimans, Þær eiga að visu aðeins við um stétta- skiptingu innan borga, en ekki á grundvelli heillar þjóðar- önnur sjónarmið koma að ýmsu leyti til greina, þegar heilum þjóðum er raðað i stéttir. C. Wright Mills benti réttilega á það i bók sinni: „The Pover Elite” árið 1956. Liklega er heppilegast að taka sex stétta flokkunina, sem kemur fram hjá Warner og fleirum, og slengja miðstéttunum tveimur og hærri undirstéttinni saman i eina miðstétt, sem nær þá yfir þorra þjóðarinnar. Fyrir ofan og neðan þessa meginstétt koma þá mjög fámenn yfirstétt og tiltölulega fámenn undirstétt. Flokkunin er þá sú, að efst i mannfélagsstiganum sitja fámennir hópar valdamanna og auðmanna auk örfárra manna úr öðrum greinum þjóðlifsins. Neðst niðri sitja svo ýmis úrhrök mannfélagsins og hinir allra aumustu. Milli þessara fámennu andstæðna er svo allur þorri borgarbúa. Miðstéttina skipa velflestir launamenn og töluverður hluti þeirra, sem stunda sjálfstæða vinnu. Það hefur verið reynt að greina hana niður i millilög, en mörkin milli þeirra eru óljós. Sumir miðstéttamenn eru vissu- lega hærra settir en aðrir, en afmarkaða flokka slikra manna er ekki auðvelt að finna. Þessi stéttaflokkun er ættuð frá Bandarikjunum, Hún er talin svipuð i öðrum vestrænum rikjum. Hún er lika nokkurn veginn eins i Sovétrikjunum og fylgirikjum þeirra, nema hvað þar koma flokksbroddarnir i stað hinna stórauðugu. Þessi skipting gildir þvi almennt um iðnþróaðar þjóðir. Á Islandi er stéttaskipting óvenju ógreinileg. Hér vantar nær algerlega hina stórauðugu yfirstétt, sem mikið ber á erlendis. Ennfremur vantar hér að miklu leyti undirstéttina, þvi að velferðarstefnan hefur lyft upp hinum verst settu i þjóðfélaginu. „GOTT” FÓLK OG ANNAÐ FÓLK Stéttaskipting getur byggzt á tiltölulega óáþrey fanlegum atriðum. Það kemur fram i bók Jamesar West. um „Plainville” (1945). Bókin er athugun á 275 manna þorpi. Erfitt er að hugsa sér, að stéttaskipting geti ver mikil i svo fámennu þorpi, end, sagði fólkið i þorpinu við West, a þar væri öara „venjulegt, vinn- andi fólk”, en engir auðmenn og engir fátæklingar. íbúarnir virtust vera sammála um þetta sjónarmið. Hins vegar fann Eset fljótlega, að stéttaskiptingin var mikil, þótt munur auðs væri ekki mikill. Fólk fór strax að benda honum á, við hverja hann skyldi tala, ef hann vildi fræðast um þorpiö, og hverja hann skyldi forðast til að fá ekki villandi upplýsingar. Það kom I ljós, að stéttaskipting lá að baki þessu. I „Plainville” voru tvær stéttir jafnstórar. t hærri stéttinni var fólk, sem taldi sig „gott” og heiðarlegt”, „venjulegt vinnandi fólk”, með „sjálfs- virðingu”. Suma 'þeirra, sem voru i hinni stéttinni, taldi það „sómasamlegt”, annað ekki einu sinni sómasamlegt og sumt raunar „fólk, sem lifir eins og dýr.” Munur stéttanna tveggja fólst fyrst og fremst i siðferði og Framhald á bls. 41 48. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.