Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 7
var antílópa. Ég var i einar þrjár
vikur að vinna hana. Hún var
mjög snögghærð — i sumarhár-
um og snögghærðar skepnur eru
alltaf erfiðari viðfangs en sið-
hærðar. bað er til dæmis miklu
auðveldara að stoppa upp isbjörn
en nautgrip.
— Hvað er notað i stoppið??
— I fugla og smærri dýr er
notaður fingerður hálmur. Þegar
hálmurinn eða húðin hafa verið
hreinsuð eins vel og framast er
kostur er hálmurinn vafinn mjög
þétt og á strönglinum er haft
sköpulag dýrsins eða fuglsins,
sem verið er að vinna.Siðaner
hálmströnglinum stungið inn i
haminn eða húðina. Að þvi búnu
er bætt við stoppi, þar sem vantar
fyliingu i vöðva eða drátt i andlit
og loks er gengið frá samskeyt-
um, þannig að sem minnst beri á
þeim. Þegar um stærri spendýr
er að ræða, er svolitið annar hátt-
ur hafður á við uppstoppunina.
Hér á landi hefur yfirleitt verið
steypt gips á grind, en það er dá-
litið þungt i vöfum og erfitt við-
fangs, en erlendis hefur sums
staðar verið brugðið á það ráð að
steypa trefjaplastmót innan i
húðirnar. Þá verða stórgripirnir
svo léttir, að hægt er að taka þá
undir hendina.
— Er ekki erfitt að missa engan
vöðva og enga linu úr skeppnunni
við uppstoppunina?
— I þvi er einmitt listin falin.
Það þarf að taka mjög ná-
kvæmt mál af skepnunni, áður en
hún er flegin og einnig er mjög
gagnlegt að hafa góðar myndir af
henni við hendina.
— Hvernig eru fiskarnir með-
höndlaðir? .
— Nú orðið er sjaldgæft, að
upprunalegi fiskurinn sé notaður. ’
Þess istað er tekið af honum gips-
mót, sem trefjaplastsupplausn er
siðan steypt i. Plastfiskurinn er
siðan málaður i eðlilegum litum
og mesti vandinn er kannski að ná
þeim, þvi að mjög fljótt eftir að
fiskurinn er dauður, fara að koma
i hann dauðablettir. En mér
finnst þetta einna skemmti-
legasta hliðin á uppstoppuninni.
Ég vann nokkra fiska á þennan
hátt á safninu i Edinborg, en ég á
ekkert af þeim, nema einn
þorsk, sem er 110 sentimetrar.
— Eru ekki hálfgerð svik að búa
til nýjan fisk i staðinn fyrir að
stoppa upprunalega fiskinn upp?
— Þetta er ekki gert af þvi að
við viljum framleiða svikna vöru,
heldur vegna þess að fiskroð
endist mjög stutt og lætur fljót-
lega á sjá. En laxveiðimenn, sem
vilja láta stoppa veiðina upp,
sætta sig nátturiega ekki við
þessa aðferð. Þeir vilja fá sinn
lax og ekkert annað.
— Er algengt að fólk láti stoppa
upp fyrir sig dýr?
— Já, það er töluvert algengt.
Margir fást liká við þetta 'sjálfir i
tómstundum. En mér finnst svo-
litið misráðið af fólki að ætla að
láta stoppa upp fyrir sig heimilis-
dýr — hunda eða ketti — sem þvi
þykir vænt um. bað þekkir orðið
hvern drátt i andliti og likama
þessara dýra og mjög erfitt og
næstum ógerlegt er að stoppa þau
svo vel upp, að þessir hárfinu
drættir náist. Út af fyrir sig er
ekkert sérlega erfitt að stoppa
upp hund til þess að hafa á safni,
en heimilishund til að hafa i stofu
er öllu erfiðara að eiga við.
— Myndirðu stoppa upp fyrir
mig rottu, ef ég kæmi með hana
til þin og bæði þig um að gera
það?
— Ef það væri ekki farið að slá
mjög mikið i hana, myndi ég gera
það. Að visu hefur mér aldrei
verið neitt sérlega mikið um rott-
ur gefið en ég varð að stoppa upp
rottur i Edinborg og mér íannst
það ekki svo mikil þrekraun, að
ég leggi i það aftur, ef svo býður
við að horfa.
— Þúkviðirekki verkefnaskorti
i uppstoppuninni?
— Nei, ég held ég þurfi ekki að
gera það. Ég er ráðinn til eins árs
hjá Náttúrufræðistofnuninni og
likar vel að starfa þar, þó að
alltaf megi eitthvað að finna.
Vinnuaðstaðan er ágæt, en verk-
efnin eru óneitanlega svolitið ein-
hæf. Ég geri mest af þvi að taka
ham af fuglum, en litið sem
ekkert af þvi að setja þá eða önn-
ur dýr upp, en það er náttúrlega
það skemmtilegasta við að stoppa
upp dýr. En Náttúrufræðistofnun-
ina vantar tilfinnanlega
sýningarsal. Góður sýningarsalur
getur gegnt svo þýðingarmiklu
hlutverki, sérstaklega fyrir
skólana. Krakkarnir hljóta að
læra miklu meira af þvi að sjá
dýrin og geta skoðað þau i krók og
kring en að lesa eingöngu um þau
i bókum, þó að það sé auðvitað
nauösynlegt lika. Það hlýtur að
koma að þvi, að Náttúrufræöi
stofnun fái stærri sýningarsal og
þá vona' ég, að ég þurfi ekki að
kviöa verkefnaskorti. Slfc
14. TBL. VIKAN 7