Vikan


Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 19

Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 19
m .a. Stephen Stills og Neil Young. Lengi siðan voru Allman bræður undir nokkrum áhrifum frá þeim Neil Young og Stephen Stills. En ’eftir þessa eftirminnilegu hljóm- leikaferð hætti hljómsveitin störf- um. Þá dvaldist Duane um nokk- url skeið i Los Angeles, þar sem hann komst i kynni við hinn svokallaða „slide” gitar. The Hour Glass — B.B. King (ekki geíin út) Dúane og Gregg Allman tóku sig til i april mánuði 1968 og hl jóð- rituðu nokkur lög eftir B.B. King, en þessi B.B. King spilaði blues löngu áður en nokkur vissi um slika tegund tónlistar. Hvað úm þaö, útgefendum þeirra Allman bræðra leizt ekki á blikuna- og sagðist aldrei myndi gefa lögin út. Þrjú þessara laga er nú að finna á L.P. plötunni Duane All- man, An Anthology, minningar- plötunni um Duane Allman . Þau 'eru My Sweet Little Angöí, It’s My Own Fault og How Blue Can You Get, öll tekin af L.P. plötu B.B. King, sem hljóðrituð var á hljómleikum i janúar 1966. Duane and Gregg Þegar þeir bræðuf höfðu fengið nóg af Los Angeles, þökkuðu þeir bara saman og héldu til Florida, þar sem þeir gengu i hljómsveit- ina Butch Truck. Þeirri hljóm- I sveit bauðst stuttu seinna að hljóðrita i stúdiói of» þeir bræður komu með sem hluti af hljóm- sveitinni. Þremur árum seinna voru þær hljóðritanir gefnar út og urðu þeir bræður nokkuð argir út af þvi, þvi þá höfðu þeir áunnið sinni eigin hljómsveit,' The All- nians Brothers Band, gott orð og vildwekkert með fyrri hljóðritan- ir sinar hafa. En þessi umtalaða plata, sem hlaut nafn beggja þeirra bræðra, af útgefendum, •. gefur mikilvæga innsýn i þró- unárferil Duane sem gitarista. Á þessari plötu, sem kom út 1971, er Dúane rétt farinn að geta notað hljóðfærin sein hann þá átti. En þetta var sem sagt um Duane og Gregg, L.P. plötuna sem hljóðrit- uö vajr 1968 með The Butch Trucks Band. Á henni er aö finna fyrstu útgáfu iagsins Melissa, sem seinna sló i gegn á L.P. plöt- unni Eat a Peach. Hey Jude, — Wilson Picket Wilson Picket, einn af stóru i soul. söngvurunum, hafði heyrt hváðDuane gerði i stúdióinu fyrir ( ‘B.B. King og þar sem Picket vantaði gitarleikara fyrir næstu plötu sina, var haft samband við Duane. Þeir hljóðrituðu eina L.P. * og litla plötu með laginu Hey Jude, sem fór þegar i efsta sæti vinsældalistans i Bandarlkjun- um. Þar með hófst mjög svo lit- rikut4 ferill Duane sem aðstoðar- hljóðfæraleikari eða session manns. Hey Jude p einnig að fiona á minningarplötu Duane, An Anthology. Enn á eftir að gera fjölmörgum upptökum Duane Allman’s skil og verður lokiö vjö feril hans I næsta þætti. Ýt Hér höfum við smásýnishorn af hljómsveitinni Drullu eða Mud, eins og hún heitir vist. Mud slógu i gegn hérna heima fyrir nokkru með iaginu „Tiger Feet”, en áður höfðu þeir sentfrá sér einar fimm eða sex plötur. 1 Englandi slógu þeirigegnmeð lögunum „Crazy” og „Hypnosis” og kom hljóm- sveitin fram i enska músikþættin- um „Top of the pops” og lék þar þessi tvö lög. Siðan hefur vegur þeirra farið vaxandi. Mud ér búin að vera til nokkuð lengi. Fyrir sex eða sjö árum slð- an tók hljómsveitin þátt i vin- sældakosningu Melody Maker, þó ekki bærði á vinsældunum. Hljómsveitin var þá á svipaðri linu og Tremelous og Marmalade. Einnig léku þeir félagar mikið af Doors lögum. Hljómsveitin var aðeins ein af mörgum kúlutyggjó- hljómsveitum, sem spiluðu um allt landið og gera enn. En það kom að þvi, að einhver sá i hljóm- sveitinni efnivið og kom henni á samning hjá Rak records, hljóm- plötufyrirtæki Elton Johns. Það var byrjunin. Þá voru þeir Mike Chapman og Nicky Chinn, laga- smiðirnir margfrægu, sem semja m.a. fyrir Sweet, fengnir til þess aö semja nokkur lög fyrir hljóm- sveitina. tJtkoman varð „Crazy og Hypnosis” og hljómsveitin hlaut langþráðar vinsældir. „Tig- er Feet” varð svo til á þessu ári, en það lag sömdu þeir sjálfir. Gitarleikari hljómsveitarinnar, Rob Davis, fékk mikið hrós fyrir gltarleik sinn i laginu „Tiger Feet”. Af þvi tilefni átti enska blaðiö Music Star viðtal við hann fyrir nokkru. Eftirfarandi glefsur eru teknar úr þvl viðtali. „Við reyndum I fimm ár að slá i gegn, en árangurslaust. Það voru svo sannarlega mögur ár, en við höfðum það af. Við vorum reynd- ar ekkert svekktir, þó við gætum • ekki gert plötu sem sló i gegn. Það var svo gaman að vera i ’ hljómsveit og spila saman. En að sjálfsögðu dreymdi okkur fé og frama á hverri nóttu” Og þaðkom að þvi, eins og áður sagði. Þeir fengu tækifæri til þess að gera samning við Rak records, sem útvegaði þeim nokkur góð lög, sem þeir siðan slógu I gegn meö. Næst var það þátturinn . „Top of the pops”,og siðan hefur vegurinn verið gulli stráður. Þetta á.þó ekki við um ensku hraðbrautirnar, en hljómsveitin hefur þegar eytt miklum tima i að ferðast milli borga og bæja i Eng- landi og spila lyrir sinu daglega brauði, eins og flestar aðrar hljómsveitir i Englandi og viðar. Blaðamaður Music Star spurði m.a. Rob Davis að þvi, hvort þeir félagar hefðu ekki bara fengið sér I glas og notið útsýnisins á leiðinni á milli staða öll þessi ár. Rob Davis svaraði þvi til, að mestum timanum hefði nú veriö varið á hraðbrautum, „og þú veist nú hvað þær eru skemmtilegar”, sagði hann við blaöamanninn. „Já”, svaraði hann, „jafn indæl- ar og heitt malbik með smjöri”, og þar með var sæla ferðalag- anna útrædd. En hefur hátterni hljómsveitar- innar breyst mikið siðan hún kom fram i þættinum „Top of the pops”? „1 raun lit ég ekki á okkur sem stjörnur, svaraði Rob Davis. „Þd við fáum okkur göngutúr nið- ur götuna hérna, safnast ekki að okkur aðdáendur og hindra för okkar. Það kemur þó fyrir að ein- hver ber kennsl á okkur og þá er bara vpijulega sagt, HALLÓ, með áherzlu. Mér likar það ofsa vel. Við höfðum mjög gaman af því að gera þáttinn fyrir „Top of the pops” og ég held jafnvel að mömmu og pabba hafi þótt það alveg æði, eins og unglingunum. Systur minniþykir ofsa gaman að vera systir svona poppstjörnu. Hún er fimmtán ára, tiu árum yngri en ég. Þó svo að það sé svoná stórt bil á milli okkar, kem- ur okkur vel saman. Hún hefur jafn mikinn áhuga og ég. Hún fylgist með öllu, sem hljómsveitin tekur sér fyrir hendur. En afstaða hennar til min hefur ekkert breyst frá þvi að hljómsveitin varð fræg, sem merkir væntan- lega að ég hef litið sem ekkert breyst” Allir félagarnir i Mud eða, Drullu,, koma frá Carshalton i Surrey, Suður Englandi. Þeir hafa allir starfað i hljómsveitum frá þvi þeir voru sextán ára gamlir eða þar um bil. Þeir, sem nú skipa hljómsveitina Mud, voru eitt sinn i tveimur hljómsveitum. Það var á fyrstú árunum. Upp úr þeim tveimur varð svo til Mud. Tveir þeirra byrjuðu úö ^spila saman þegar þeir voru tveggja ára, — á barnagrindur. Þeir áttu heima hlið við hlið, Rob Davis og Dave Mount, trommuleikarinn. Rob sagði I áðurnefndu viðtali, að Dave hafi bara verið búinn að ná góðum takti i þá daga. En það veröur sem sagt gaman að fylgjast með Mud.' Þeir hafa unniö fyrir brauðinu sinu og njóta nú verðlaunanná. Vonandi tekst aðöngla saman frekari fróðleiks- kornum um Mud, I náinni framtlð og koma þeim á prent. Bless I bili. * 14.TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.