Vikan


Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 44
FALLEGT RAÐSETT Raðsett með mjúkum púðum: Stóll, 2ja og 3ja sæta sófi. Áklæði i miklu úrvali. Hverfisgötu 74 — Sími 15102 Nær 3 þúsund manns f nánum tengslum við háskólann „Hvaö éru stúdentar. víö Há- • skóla tslands margír nú?” „1 vetur eru þeir um 2400 og hefur fjölgað mjög hratt undan- farin ár. Kennurum hefur einnig fjölgað mikiö og nú eru fastir kennarar 110, stundakennarar um 200 og svo er starfslið á skrif- stofum, bökasafni og tilrauna- stofum nálægt 100, þannig aö upp undir 3 þúsund eru nú i nánum tengsjum við skólann”. „Eru uppi eirihverjar hug- myndir um þve stór æskilegt sé að háskólinn verði?” „A þvl máli eru ýmsar skoðan- ir. Vlða erlendis er talið að æski- legt sé að nemendafjöldi i hverj- um háskóla sé 4—5 þúsund og viö megum stækka talsvert áður en við náum þeírri stærð. Og við er- um bétur settir en flestir erlendir háskólar að þvi leyti að stúdenta- fjölgunin hér, sem okkur finnst nógu hröð, e&-þó ekki nærri eins hröð og verið hefur viöast annars staðar. Það er þvi ekki timabært' áð spyrja, hvort fjölga eigi i Há-. skóla Islands, heldur hvernig. Og þar-kem ég að einu stórmálinu, sem háskólinn er að réyna að ráða fram úr, en það er hiö svo- nefnda tengslamál”. „Tengslamál?” „Fyrir tveimur árum var sett i lög, að háskólanum væri heimilt að innrita aðra en þá, sem hafa stúdentsprtíf. Þetta var engan veginn nógu vel undirbúið og nú er spurningin hvernig við ætlum að nýta okkur þessa heimild, Hvaða afstöðu á að taka til nem- erida úr Kennaraskólanum, Tækniskólanum, framhaldsdeild- inni á Hvanneyri, Samvinnuskól- anum, Hjúkrunarskólanum og fleiri hliöstæðra skóla? Við hér i háskólanum höfum verið fremur andvlgir þvi að þetta gerðist á einstaklingsbundinn hátt, þ.e. að verið væri að fjalla urri tugi eða hundruð umsókna og meta hvort viðkomandi umsækjendur ættu að fá aðgang að háskólapum. Við viljum heldur reyna að meta skólana, meta hvor.t þeir standa nokkurn veginn jafnfætis menntaskólunum og ef ekki, hvort þá sé ekki hægt að skapa einhverja leið fyrir nemendurna til að bæta við sig þvi, sem þeir þurfa, til að komast inn 1 háskól- ann. Nú er verið að vinna aö þvi rið koma einhverju heildarskipu- lagi á þetta fyrir næsta haust. Ég er persónulega hlynntur þvi að . þeir, sem hafa aflað sér menntun- ar, sem er allt að þvi sambærileg við stúdentsmenntun og hafa áhuga á einhverri af námsbraut- um háskólans og eru llklegir til að ná þar góöum árangri, eigi að hafa möguleika til þess að taka þá litlu viðbót, sem þeir þurfa. En hins vegar er ég ekki sammála þvi, sem oft er talað um; að það eigi að láta sem flesta fara I gegn- um menntaskólakerfið og I há- skóla. Ég held áð þjóðfélagið komi aldrei til með að hafa efni á þvi aö mikill hluti þjóðarinnar verði við nám i háskóla fram und- ir 25 ára aldur. Og meiri hlutan- um af þvi fólki, sem færi þá leið, væri það tæplega til góðs að min- um dómi”. Er háskólans að segja fyrir um þörf þjóðfélagsins á háskólamenntuðum mönnum? „Ætti þá aö hafa einhvers kon- ar takmarkanir á inngörigu i há- skólann?” „Þessi spurning leiðir af sér aðra. Er það háskólans að segja fyrir um þörf þjóðfélagsins á há- skólamenntuðiim mönnum eöaáað láta einstakiiligana um að draga sig til báka og fara I eitthvað ann- að, ef þeir sjá aö farið er að þrengjast um I vissum greinum á vmnumarkaönum? Það er ekki vel séö að háskóli segi: við þurf- um svo 'og svo marga og 4oka svo að sér. Þetta er vandamál, sem háskólar úti um allan heim eiga við aö glima. — Ég held að það sé mjög svo Ihugandi, að ungu fólki sé gert ljóst, að það geti öðlazt alveg eins mikla lifshamingju, þótt það fari ekki endilega gegn- um háskóla, heldur fari tiltblu- lega fljótt út að vinna. Og ég er þeirrar skoðunar, að Islenzka þjóðfélagið sé þannig upp býggt, aö launalega geti fólk verið alveg eins vel statt i iðnaði, sjávarút- vegi og landbúnaði. Þar lærir það ákveöin störf og fær fótfestu I lif- inu, sem hinir, sem fara háskóla veginn fá ekki fyrr en löngu siðar. Ég held að það þurfi að gera meira af þvi að brýna fyrir fólki, ekki slzt foreldrum, að þessar leiðir geti verið alveg eins góðar og leiðin gegnum háskóla. Ef sá hugsunarháttur kemst á, held ég að háskólayfirvöld losni við að vera með takmarkandi ákvæði um inngöngu. En eins og ég sagði áðan, þá tel ég mikilvægt, að fólk, sem ekki hefur farið mennta- skólaveginn, eigi kost á þvi að komast i háskóla með viðeigandi undirbúnirigi, þegar áhuginn váknar”. „Þú minntist á að launalega séð gæti fólk orðið eins vel sett, þótt þaö færi ekki gegnum háskóla. En er ekki einmitt verið að ýta undir að sem flestir kræki sér i háskóla- próf með þeirri skipan, sem nú er að komast á I starfsmati hjá þvi opinbera, þ.e. að maður, sem vinnur ákveðið starf; geti fengið nokkrum flokkum hærri laun en sá, sem vinnrir sama starf við. hliðina á honum, ef hann hefur háskólapróf. jafnvel þótt það sé i allt annarri grein en hann starfar við?” „Þarna er minnzt á mál, sem erfitt er fyrir mig að tjá mig um, enda gæti það verið lagt út á ýmsa vegu. Ég get þó fúslega tek- ið undir, aö þetta er eitt af stóru vandamálunum i atvinnulifinu. En ég vil þó segja það, að ég tel að það geti verið mjög hættulegt að láta þann tlrina, sem menn hafa stundað nám I skólum, ráða úr- slitum. Ég vil ekki segja, að þaö eigi ékki að taka tillit til þess, en ég held að það eigi aö fara ákaf- lega varlega i það, en láta saman- safnaða starfsreynslu koma á móti að einhverju leyti. Ég er ekki frá þvi að þær starfsmats- reglur, þar sem námið vegur þungt, hafi bein áhrif á aðsókn að háskólanum, umfram þaö, sem æskilegt er og þörf er fyrir”. „Nú hefur verið til umræðu að háskóli Sameinuðu þjóðanna kunni að verða með einhverjar deildir hér. Yrði hann i tengslum viö Háskóla Islands?” „Viö vorum beðnir um álit á þessu máli og höfum svarað þeirri beiöni, en ég get ekki farið út i efni svarsins nánar. Þvi verður ekki neitaö.aö við höfum ákjósanlega aðstöðu i sambandi við greinar eins og haffræði, fiski- fræði og jarðfræði. En það er reiknaö með því atftitibú háskóla S.Þ. veröi að verulegu leyti kost- uð af landinu sjálfu og þá kemur spurningin hvort við viljum nota 44 VIKAN 14. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.