Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 32
0
Bananakaka
1 stórt eða 2 litil egg
1 1/2 dl. strásykur
2 dl. hveiti
1 tsk. vanilla
1 1/2 tsk. lyftiduft
50 gr. bráðið og kælt smjör eða
smjörliki
4 msk. rjómi
2 mósaðir bananar
Smjörlikið brætt og látið kólna.
Þeytið egg og sykur ljóst og létt.
Þurrefnunum blandað saman við,
ásamt kældu smjörlikinu, rjóm-
anum og vel mósuðum bönunum.
Hrærið jafnt. Setjið i vel smurt
brauðmylsnustráð form, sem tek-
ur ca. 11/2 ltr. Bakið viö 175 gr. i
ca. 35 minútur. Sigtið flórsýkur
yfir.
Möndlumassakökur
400 gr. möndlumassi
2 eggjahvitur
Skreyting:
heslihnetukjarnar eða valhnetur
og súkkulaði
Blandið möndlumassann með
eggjahvitunum. (Möndlumassinn
á að vera við stofuhi'ta). Látið
biða um stund á köldum stað.
Sprautið siðan litlar kökur, gjarn-
an mismunandi að lögun. Skreyt-
ið með hnetukjörnum. Bakið við
200 gr. i ca. 8 minútur. Þá eru
kökurnar mjúkar, en harðna
nokkuð við að kólna. Látið siðan
súkkulaðidropa á kökurnar með
bráðnu suðusúkkulaði.
Súkkulaðirúður (ca. 35 stk.)
100 gr. smjör eða smjörliki
1 1/2 dl. strásykur
1 egg
1 msk. vanillusykur
1—1 1/2 dl. hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
50—100 gr. suðusúkkulaði
1/2 dl. hnetukjarnar eða möndlur
Sykur og smjörliki hrært vel sam-
an. Eggið sett saman við og hrær-
ið áfram um stund. Blandið van-
illusykrinum saman við hveitiö
og lyftiduftið. Blandið siðan öllu
saman. Breiðið út i form að stærð
ca. 25x35 cm sem klætt er að inn-
an með smurðum smjörpappir.
Gróftsaxið súkkulaðið og hnet-
urnar og stráið yfir kökuna. Bak-
ið við 200 gr. I ca. 12 minútur.
Skerið siðan kökuna i rúður með-
an kakan er heit. Losið siðan kök-
urnar þegar þær hafa kólnað.
Tilbreyting: Setjið 2 msk. af kakó
saman við deigið. Stráið þá að-
eins hnetukjörnum eða möndlum
yfir.
Gróft formbrauð
100 gr. pressuger (10 tsk. þúrr-
gerT
50 gr. smjör eða smjörliki
6 dl. vatn eða mjóik
1 dl. sýróp
2 tsk. salt
1 msk. edik
2 msk. kúmen eða 1 msk. anis
1 ltr. rúgmjöl
9-10 dl. hveiti
Leysið gerið upp i volgu vatni.
Bræðið smjörið og bætið saman
við. Allt á að vera ylvolgt. Þegar
gerið er uppleyst setjið þá sýróp,
salt, edik og krydd saman við,
rúgmjöl og 8 dl. af hveiti. Hnoðið
vel. Bætið meiru hveiti saman Við
ef þörf gerist. Látið deigið hefast
um helming i ca. 40 minútur.
Hnoðið siðan aftur og setjið deigið
i 2 form gjarnán hringform með
lausum botni og háum köntum.