Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 65
mig dreymdi
ÓVENJU GRÖNN I DRAUMI.
Kæri draumráöandi!
Nú fyrir stuttu dreymdi systur mína, að ég væri að
gifta mig og henni væri boðið í brúðkaupið. I
draumnum spurði hún mig, hvort ég ætlaði virkilega
að fara að gifta mig, ekki nema sextán ára. Strákur-
inn, sem ég ætlaði að giftast, var nokkrum árum eldri
en ég. Hann var klæddur hvítum jakkafötum og beið
eftir mér, en ég hafði farið í lagningu og enginn vissi
hvert.
Svo kom ég á síðustu stundu. Systur minni fannst
strákurinn vera skáti eða eitthvað svoleiðis og það
væri f ullt af skátum að hjálpa okkur að þrífa. Henni
fannstég vera mjög grönn í draumnum, en ég er feit í
raun og veru.
Ég bið þig, kæri draumráðandi, að ráða þennan
draum fyrir mig.
G.K.R.
Þú lendir i einhverjum vandræðum, sem fá nokkuð
á þig. Ekki er gott að segja, hvers konar vandræði
þetta eru, en þú virðist þurfa á aðstoð einhverra opin-
berra aðilja að halda við að leysa þau.
FORSETINN FÆRIR HRING.
Kæri þáttur!
Mig dreymdi, að ég sat í veizlu, þar sem forseta-
hjónin voru heiðursgestir. Hófið var haldið i tilefni
komu þeirra til þorpsins. Fólkið sat á við og dreif um
salinn við smáborð. Ég sé allt í einu, hvar forsetinn
stendur á f ætur og segist eiga sérstakt erindi hingað —
það að koma þessum hring til skila. Hann hélt á
breiðum og fallegum gullhring. Svo sagði hann, að
þessi hringur væri f yrir löngu orðinn ættargripur í ætt
þeirra á Ásfelli, en hefði legið ónotaður í geymslu hjá
sér í nokkur ár. Að þessum orðum töluðum, kom hann
að borðinu, sem ég og maðurinn minn sátum við og
rétti mér hringinn. Ég fór að reyna að segja honum,
aðég væri ekki skyld þeim á Ásfelli, aðejns tengd.
Hann lyfti hendinni og gaf mér merki um að segja
ekkert, ekki hafa hátt. Siðan smeygði hann hringnum
á græðifingur vinstri handar minrjar. Ég leit þá á
hendina á mér og fannst hún mjög falleg og fin. Ég
vissi, að nú yrði ég að standa upp og þakka þennan
heiður. En ég treysti mér ekki til að halda neina tölu,
svo að ég fór að borðinu til forsetahjónanna og tók í
hendina á þeim báðum, fyrst honum og svo henni og
sagði: „Ég þakka innilega fyrir."
• Forsetafrúin brosti mjög fallega til mín. Ég leit út
um gluggann og sá að það var sólskin og allt mjög
fallegt.'Svo vaknaði ég og var mjög glöð í sinni.
Með kveðju.
Anna.
Eitthvað hefur bjátað á hjá þér undanfarin ár, eitt-
hvað, sem þér hefur gengið illa að sætta þig við, en nú
eru aliar horfur á, að þú jafnir þig á þvi.
i FLUGVÉL OG VERZLUN.
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þessa
tvo drauma.
Ánnar var á þá leið, að ég var í afhólfuðum klefa
aftast í f lugvél og þar var svo lágt til lofts, að ég varð
að skríða á fjórum fótum til að reka mig ekki upp-
undir. Á hliðum klefans voru tveir kringlóttir gluggar,
sem hægt var að horfá út um. Á gólfinu voru nokkrir
púðar. Með mér í klefanum voru tvær konur og okkur
leið mjög vel þarna.
Allt i einu var flugvélin lent og við stóðum á sand-
strönd. Það var mjög gott veður, sólskin og blanka-
logn. Framundan var tært vatn, en litlar öldur féllu
upp að ströndinni. Ég leit yfir vatnið og á ströndinni
handan þess, sá ég þyrpingu af bjálkakofum og
nokkur pálmatré. Við hliðina á mér stóð maður, sem
sagði að þetta væri áin Missisippi.
Hinn draumurinn var mjög stuttur. Ég var stödd í
verzlun. Á búðarborðinu voru nokkrar festar hengdar
upp á „statíf." Ég tók eina festina og hengdi um
hálsinn á mér. Hún var gyllt með stórum hring að
neðan. Á festinni voru sex litlar hvítar perlur, þrjár
hvorum megin.
Lengri varð draumurinn ekki.
Ég vona, að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig.
Draumlilja.
Einhverjar breytingar verða á högum þínum á
næstunni, sem báðir draumarnir vitna um, þótt á
ólíkan hátt sé. Varhugavert er að segja ákveðið um,
hverjar þessar breytingar eru, en óneitanlega bendir
margt til þess, að þú leggir út í eitthvert nám, sem er
tviskipt, en tekur alls sex ár, og þetta nám verði þér til
mikillar gæfu og ánægju.
FJÓRIR GULLHRINGIR MEÐ SVARTRI PLÖTU.
Kæri draumráðningamaður!
Mig langar mikið til þess að biðja þig um að ráða
fyrir mig þennan draum.
Mér f annst ég sitja í eldhúsinu mípu og inn kom elzti
sonur minn, sem heitir Hinrik. Hann réttir mér öskju
og segir, að ég megi eiga það, sem i henni sé. Ég opna
öskjuna og sé, að i henni eru f jórir gullhringir með
svartri plötu á. Ég set þá á vinstri hendina á mér og
þeir pössuðu allir á fingurna.
Um leið og ég tók hringina af mér af tur, sagði ég við
son minn: „Þú skalt láta grafa upphafsstaf ina mína á
þá alla." Hann ætlaði að gera það.
- Draumurinn varð ekki lengri.
Kær kveðja.
Kona austan fjalls.
Sonur þinn á eftir að eignast f jögur börn, sem öll
verða þér til mikillar ánægju.