Vikan


Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 22
Framhaldssaga eftir Robert Tyler Stevens. Fjórði hluti Sumrí hallar Rússland togaði i hann — ómótstæðilega en hann vissi, að það gat orðið honum örlagarikt. Það var aðeins hársbreidd milli ástar hans og skyldunnar, heiðurs Daglegt' lif á Karinshka var sannarlega ekki viðburðalaust og Kirby var kominn inn i hring- iðuna áöur en varði. En hann fékk samt tima til að fara til Yalta aft- ur. Hann sat á skrifstofu Anstruthers og skrifaði upp- sagnarbréf. Anstruther las það og krafsaði svo þvert yfir siðuna: „Ekki tekið til greina” og ýtti svo bréfinu til hans. En svo fór hann að ræða um möguleiká á leyfi. Kirby hafði reyndar ekki fengiö neitt fri siðastliðin þrjú ár. Anstruther sagðist mæla méð þvi, að hann fengi sex mánaða leyfi, jafnvel þótt hann hefði verið nokkuð neikvæður i seinni tið, sérstaklega i sambandi við vinátt una milli Rússa og Frakka. Kirby sagöist ætla að dvelja i Englandi i leyfi sinu. Aleka lét sem ekkert væri, er Kirby sagði henni, að hann hefði i huga að fara heim til Englands. — Jæja, þú vilt þá losna við mig. Þú ert svo drukkinn eftir aö drekka meðRomanovunum, að þér finnst ég vera orðin leiðinleg. — Aleka, ég sver það er ekki satt, sagði hann. — Ég held, að það siðasta, sem mér dytti i hug aö segja um þig, það sé að þú sért leiðinleg. Mig langar einfald- lega til að fara heim um hrið og mér hefur aldrei dottið i hug að móðga þig. Svo yar eins og henni dvtti eitt- hvað skyndilega i hug. — Ivan, sagði hún, -þú ert ást- fanginn. Þar liggur hundurinn grafinn. -• John var staddur i ibúö Aleku og haföi farið þangað til að segja henni fréttirnar. Aleka var að hafa fataskipti fyrir kvöldverð- inn. Hún hafði vafið um sig græn- um silkislopp og rauðbrúnt hárið féll niður á axlir og bak. Hann gat ekki hjá þvi komizt, að sjá hve fögur og freistandi hún var. Hann sagöi: — Það er auðvelt aö veröa ástfanginn af þér, Aleka Petrovna. — Ég vildi aö þú værir ekki svona fjandi bjálfalegur. Hér er ekki um mig að ræöa, það er ein- hver onnur. Mér er jafnvel ljóst núna, að þú varst ástfanginn, þegar ég hitti þig i fyrsta sinn, á brautarstöðinni i Nikolayev. Það var eiginlega augijóst þá. Þú varst svo fjarrænn þann dag, eins Og þú værir i þúsund mflna fjar- lægð allan daginn. Hann sagöi hljóölega.en bað samt fyrirgefningar á lyginni i huganum: — .Nei, það er alls engin. Karita var lika i einhverju upp- námi, það var greinilegt. Allan morguninn, meðan hún var að taka upp farangur hans var þaö ljóst á svipnum i brúnum augun- um, að hún var óhamingjusöm og þegar Kirby skauzt inn til sin, nokkru fyrir hádegisverðinn, sá hann aö augu hennar voru full af tárum. — Karita, sagði hann og tók undir höku hennaá. — Karita, hvað er að? — 0, herra, fyrirgefið mér, en, þér hafið veriö mér svo góður og þaö var svo dásamlegt á Livadia: — Já, Karita, sagði hann blið- lega, -við geymum þær minningar i hjarta okkar, þú og ég. Við gleymum aldrei veru okk- ar á Livadia, heldurðu það? — Aldrei, sagði Karita. — Vina min litla, hvernig á eg að komast af án þin? Ég veit, að ég finn aldrei neitt, sem mig vantar og ég týni ábyggilega helmingnum af farangri minum. Hann kyssti hana tíliðlega og fann aö hún titraði. — En ég ætlaði ein- mitt aö segja þér, að ég kem aft- ur. Hann brosti, en gat ekki gert við þvi, að hann fann til sakmOðar. Karita var einstaklega elskuleg vera. Hann v.onaði sannarlega, að hún yrði 'ekki gift þessum kulda- lega náunga, þegar hann kæmi aftur, það væri notaleg tilhugsun að hitta hana aftur. Honum var ljóst, að hann myndi örugglega snúa aftúr til Rússlands. En nú var honum nauösynlegt að komast i burtu, til að losna við allt, sem minnti hann á stúlkuna yndislegu, sem hafði algerlega náð valdi á hjarta hans. Hún var aðeins sextán ára. Stór- hertogaynja. Samband milli þeirra var jafn útilokað og fjar- lægt og tunglið sjálft. Já, hann varð að fara. Sjálfs sins vegna varð hann að gleyma henni. En hann vissi að hann myndi hverfa aftur til Russlands. Englandsveran varð ekki John Kirby til hjálpar og þessir sex mánuðir breyttu litiö sálar- ástandi hans. Hann var lika undir járnhæl Charlotte frænku sinnar allan timann. Hann foröaðist vandlega allar fréttir frá Rúss- landi. En einu sinni sá hann á for- siðu blaös, mynd af rússnesku zarfjölskyldúnni, þac sem hún var að fara um borð i keisara- snekkjuna Standart, einhvers staðar á baltnesku ströndinni, og þar festi hann auðvitað fyrst og fremst augun á ljómandi andliti Olgu. Hann bögglaði blaðið saman og fleygði þvi i bréfakörfuna. Svo var það, þegar leyfi hans var aö renna út og hann bjóst við fréttum um næsta verkefni, að hann fékk bréf. Það var frá Alex- öndru. Hann ætlaði ekki að trúa sinum eigin augum. Hún hafði fengið heimilisfang hans hjá Aleku prinsessu. Zarynj- an sagöi honum, að hin keisara- lega fjölskylda ætlaði aö fara snemma til Livadia þetta áriö, þar sem þau hefðu verið i Pól- landi siðastliðið haust. Hún von- aðist til þess, að hann gerði þeim þá ánægju að koma til dvalar hjá þeim á Livadia. Og hann fór. Það sýndi sig lika, að ýfirboðarar hans voru mjög ánægöir með þá tilhögun og haiin kom til Livadia þrem dögum eftir að hin tigna fjölskylda kom þang- að. Þegar honum var fylgt til her- bergjanna, sem hann hafði áður búiö f, þá var fyrsta manneskjan sem hann sá Karita. — Nei, hvað sé ég, sagði hann og ætlaði ekki að trúa eigin aug- um. — Já, það er ég, herra, sagði hún og augu hennar ljómuðu, þegar hún hneigði sig niður i gólf. — Það var zarynjan sjálf, sem fann upp á þessu og hún kom þvi i kring, að ég kæmi hingað frá Karinshka. Hún sagði að þér, herra væruð alveg ósjálfbjarga án mtn. Hann brosti glaðlega, tók um axlir hennar og leiddi hana út aö glugganum og þau virtu bæði fyrir ser unaðslegt útsýnið. — Það eru meira en sex mánuðir siöan, Karita, og ég hefi saknað Rúss- lands og ég hefi lika saknaö þin, Karita. — Það er mjög ánægjulegt aö sja yður aftur, herra, sagði hún. — Það er meira en ánægjulegt að sjá þig aftur, vina min. Hann kyssti hana. Karita virtist ekki kippa sér upp viö þaö , samt var eitthvað annarlegt við hana. Svo sneri hún sér að farangrin- um. Hann fylgdi hentii eftir og spurði frétta af Aleku prinsessu. —• Hún er ekki ennþá komin til Karinshka, herra. Hún hefur ver- iö hingað og þartgað og leyft öðr- úm að nota höllina. Þaö er allt mjög elskulegt fólk, en það er samt allt öðruvisi, þegar hún er ekki heima. Hann virti stúlkuna fyrir sér. Hún var nitján ára. Hún leit út fyrir aö vera viljasterk og hún var líka ákaflega aðlaðandi stúlka. Hann hugsaði með sér, að eftir eitt eða tvö ár yröi hún stór- • glæsileg kona. En svo heyröi hann hávaða frammi á ganginum, hlaup og glaðværar raddir og svo ruddust börnin inn i stofuna, Alexis, Anastasia, Maria og Tatiana, blóörjóð eftir gönguferð með zarnum. Og öll kölluðu þau glaðlega: —, Ivan Ivanovitch! Þau umkringdu hann, kreistu arma hans og skriktú af kæti. Hann hafði aldrei látiö sig dreyma um aðrar eins móttökúr. Það lá við, að hann missti alger- lega málið. Svo sagði hann við börnin: — Látum okkur sjá, hver eruðþið? Hefi ég séð ykkur áður? — Ivan Ivanovitch, þaö erum við! — Já, auðvitaö, sagði Kirby. — Hamingjan sanna, þið eruö hér þá öll, en sá áhittingur. Hann tók I hönd Anastasiu. —Já, komið þér sælir, Sikorski hershöföingi, eöa er það ekki rétt munaö? Anastasia fór i keng af hlátri. — Hún er ekki hann, sagöi Alexis og hoppaði af kæti. — Þetta er Stasha. — Nei; þvi trúi ég ekki, sagöi Kirby. — Jæja, þá þaö. Og svo 22 VIKAN 14.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.