Vikan


Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 04.04.1974, Blaðsíða 47
Gólf og veggdúkur frá Congoleum J. Þorláksson & Norðmann H.F. aö gera kennurúm það auðveldar en veriö hefur að fara i fri. A þessu stigi get ég ekki skýrt nán- ar frá þessu, þar sem málið hefur ekki enn komið til afgreiðslu i þeim ráðuneytum, er um það fjalla. Jafnveí þótt mönnum finn- ist það talsvert að fá ársfri á launum, þá duga launin ein skammt, ef dveljast á erlendis meö fjölskyldu en borga jafn- framt skatta á tslandi. Þarná þarf þvi meira að koma til — það vita allir, sem reynt hafa”. ,,Er ekki hægt, i lok þessa spjalls, að draga þá ályktun, að þU munir á kjörtimabili þinu sem rektor leggja aðaláherzluna á að bæta stjórnunarþátt háskólans?” „Stjórnsýslan hefur að minu á- liti orðið aftur Ur i þróun háskól- ans og það þarf að koma á hana viðunandi skipulagi, áöur en lengra er haldið. Þess vegna má gera ráð fyrir að ég beiti kröftum minum fyrst og fremst i þá átt — en ég vona þó aö löngunin og get- an til að halda áfram kennslu verði ekki alv.eg útbrunnar að þessum tfma liönum”.' þ A O . Húsráðandinn Framhald af bls. 13 var enginn af þessum. Hann leit aftur á bókina. Christopher Mulholland 231 Cathedral Road, Cardiff. Gregory W. Temple 27 Sycamore Drive, Bristol. „Indælir piltar,” sagði rödd fyrir aftan hann, og hann séri sér viö og sá húsfreyjuna koma hljóð- lega inn i stofuna með stóran silfurtebakka i höndunum. HUn hélt honum hátt uppi og langt fyrir framan sig, eins og bakkinn væri taumarnir á einhverjum fjörugum gæðingi. „Þau hljóma einhvern veginn kunnuglega,” sagði hann. „NU já? En gaman.” - „Ég er nærri þvi viss um, að ég hef heyrt þessi nöfn einhvern tima áöur. Einkennilegt. Kannski að það hafi verið i einhverju dag- blaði. Þeir skyldu þó aldrei hafa veriö frægir, er það? Ég meina t.d. iþróttamenn eða eitthvað þess háttar?”, „Frægir,” sagði hUn og setti te- bakkann niður á lágt borö fyrir framan sófann. „Nei, nei. Ég held ekki, aö þeir hafi verið frægir. En þeir voru einstaklega myndar legir, báðir tveir, það get ég full- vissaö þig um. Þeir voru há- vaxnir, ungir og myndarlegir, ljUfurinn, alveg eins og þú.” Enn leit Billy niður á bókina. „Sjáðu til,” sagöi hann, þegar hann tók eftir dagsetningunni fyrir framan nöfnin. „Þessi slðasta skráning er meira en. tveggja ára gömul.” „Er þaö?” „Já, greinilega. Og dagsetning Christopher Mulholland er nærri þvi ári eldri en það - meira en þriggja ára gömul „Ja, hérna,” sagði hún og hristi höfuöið með örlitlu andvarpi. „Það heföi mér aldrei dottið i hug. En hvað timinn flýgur frá okkur öllum, ..ekki satt hr. Wilkins?” „Nafniö er Weaver,” sagði £illy. W-E-A-V-E-R.” 1) Við nánari umhugsun var hann ekki viss nema þetta seinna nafn hljómaöi jafnkuunuglega og hitt. „Gregory Temple?” sagði hann upphátt, djúpt hugsi „Christopher Mulholland...” Já, auðvitað,” hrópaði hún og settist i sófann. „Skelfing er ég gleymin. Ég biðst afsökunar. Inn um eitt eyra og Ut um hitt, þannig er það með mig, hr. Weaver.” „Vitið þér nokkuð?” sagði Biily. „Nokkuð, sem er alveg stóreinkennilegt við þetta allt saman?” „Nei, ljúfurinn, það veit ég ekki.” „Það er með þessi nöfn, sko. Mulholland og Temple, að ég Virðist ekki aöeins kannast við hvert fyrir sig, heldur finnst mér þau einnig vera tengd á einhvern" hátt, eins og þeir hafi báðir verið frægir fyrir eitthvaö svipað, ef þú skilur, hvað ég á við-eins og...ja....eins og Clay og Frazier t.d. eða Churchill og Roosevelt.” „En sniöugt,” sagði hún. „En komdu nú hingað, ljúfurinn, og seztu hérna við hliðina á mér á sófann, og ég skal gefa þér heitan og góðan tesopa og kexköku áður en þú ferð i rúmið.” ~ „Þér ættuð ekki að ómaka yður,” sagði Biliy. Ég ætlaðist ekki til, að þér hefðuö neitt fyrir mér.” Hann stóð viö pianóið og horfði á hana, þar sem hún sat og h’eilti teinu í b'ollana. Hann tók eftir, að hún haföi smáar hvitar og liprar hendur með rauðum nöglum. „Ég er nærri þvi viss um, að það var i dagblöðunum, sem ég sá þau,” sagöi Billy. „Þetta kemur eftir smá stund, ég er viss um það.” Það er ekkert til, sem kvelur mann jafn mikið og svóna atriði, sem dveljast rétt utan takmarka minnisins. Það var óhugsandi að gefast upp. „Biðið þér nú hægar,” sagði hann, „biðið þér nú aðeins hægar. Mulholland... .Christopher Mulholland...Var þaö’ekki nafn skóladrengsins frá Eton, sem var á skemmtigöngu um Vestur- landið, og svo skyndilega....” „Mjólk?” sagði hún. „Og sykur?” Já, ,takk. Og svo skyndi- lega....” „Skólapiltur frá Eton?” sagði hún. „Nei, ljúfurinn, það getur alls ekki verið rétt, þvi að minn hr. Mulholland var örugglega ekki nemandi í Eton, þegar hann kom til min. Hann var við nám i Cambridge. Komdu nú hingað óg sektu hérna hjá mér og hlýjaðu þér fyrir framan þennan dásam- lega eld. Svona nú. Teið þitt er alveg tilbúið.” Hún klappaöi á auða sætið við hliðina á sér, brosti til Billy og beið eftir, að hann kæmi til hennar. Hann gekk hægt til hennar ,og tók sér sæti á sófabrúninni. Hún setti tebollann hans á boröið fyrir framan hann. „Svona nú,” sagði hún. „Þetta er notalegt, ekki satt?” Billy fékk sér sopa af t'ei. Hún gerði sllkt hið.sama. t hálfa min- útu eða svo sagði hvorugt þeirrí orð. En Billy vissi, að hún horfði á hann. Hún sat þannig, aö hún snéri aö honum, og hann fann augnaráö hennar hvila á vanga sinum yfir barminn á bolla hennar. Endrum og eins varð hann var við einkennilega lykt, sem virtist eiga upptök sin hjá henni sjálfri. Lyktin var alls ekki slæm. Hún minntihann á-ja, hann . var ekki viss um, hvað hún minnti hann á, súrsaöar valhnetur, kannski, eða nýtt leöur eða var það ef til vill lyktin, sem finnst alltaf á spltalagöngum. „Hr. Mulholland var mikiö fyrir té,” sagði hún loks. „Aldrei á ævi minni hef ég séö mann, drekka jafnmikið te og elsku hr. Mulholland.” „Það hlýtur að vera stutt slöan' hann fór héðan,” sagöi Billy. Hann var ennþá að brjóta heilann um nöfnin tvö. Hann var alveg viss um, að hann hafði séð þau I blöðunum-i forsiðufréttum. „Fór?” sagði hún með, undrunarhreim. „En hann fór aldrei, ljúfurinn. Hann er ennþá hérna. Hr. Temple er llka hérna. Þeir eru uppi á þriðju hæð báöir tveir.” Billy setti bollann hægt niöur á borðiö og starði á húsfreyjuna. Hún brosti til hans og klappaði vingjarnlega á kné hans. „Hvaö ertu gamall, ljúfurinn?” spuröi hún. „Sautján ára.” Framhald á bls. 50 14. TBL. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.