Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 26
„Nú nýt ég þess að vera með son
unum minum tveimur...”
!
NU LIFIÉG
ÓSKÖP RÓLEGU LÍFI
Viðtal við Thelmu Ingvarsdóttur, sem nú
býr í Graz i Austurríki ásamt eiginmanni
og tveimur sonum.
Fyrir ellefu árum var Thelma
Ingvarsdóttir kjörin fegurðar-
drottning Islands. Þá var hún ný-
lega orðin 19 ára og hafði á annað
ár unnið fyrir sér sem ljósmynda-
fyrirsæta, aðallega i Danmörku.
Næstu ár á eftir mátti oft sjá af
henni myndir i erlendum blöðum,
þar sem hún var að sýna föt
frægra tizkuhúsa eða auglýsa
vörur fyrir eitthvert stórfyrirtæk-
ið. En allt i einu hættu myndirnar
af Thelmu að birtast og þeir, sem
með herini höfðu fylgzt, fóru að
velta þvi fyrir sér hvað af henni
hefði orðið.
Um miðjan marz var Thelma i
stuttri heimsókn hér á landi með
syni sina tvo, Anton Ingvar fjög-
urra ára og Alexander Björn, sem
varð þriggja ára daginn sem
hann fór héðan. Blaðamaður Vik-
unnar notaði tækifærið til að
spjalla við Thelmu dagstund og
heyra hvað á daga hennar hefur
drifið undanfarið.
„Ég er hrædd um að ég hafi
ekki frá eins míklu að segja nú og
ég hafði hér áður fyrr, þegar ég
var yfirleitt nýkomin úr einni
æfintýraferðinni, eða i þann veg-
inn að fara i aðra”, segir Thelma,
eins og hálf afsakandi. „Nú lifi ég
ósköp rólegu lifi og nýt þess að
vera með manninum mlnum og
sonunum tveimur”.
Thelma býr I Graz I Austurríki
— en áður en við hoppum þangað
skulum við rifja það upp, að eftir
aö hafa starfað sem ljósmynda-
fyrirsæta I Kaupmannahöfn i
hálftfimmta ár var Thelma hálft
ár I Lodnon en siðan fór hún til
Parisar, þar sem hún var i tvö og
hálft ár.
„I Paris bjó ég með vinkonu
minni, Ninu Rindt og manni
hennar, Jochen, en hann var frá
Graz. Veturinn 1968 fór ég með
þeim á skiði til Zurs i Austurriki
og þar kynntu þau mig fyrir vini
þeirra frá Graz, Fredi Herzl.
Hann heitir reyndar Manfred að
fornafni, en er aldrei kallaður
annað en Fredi. Við urðum góðir
vinir og næsta árið eyddum við
öllum okkar fritimum saman,
ýmist I Austurrlki eða I Paris.
Sumarið 1969giftum við okkur og
siðan hef ég búið I Graz.’’
Jochen Rindt — er það kapp-
aksturshetjan fræga?”
,,Já, eða réttara sagt var. Hann
lét lifið i kappakstri i hitteðfyrra
og þá má segja að verið hafi þjóð-
arsorg i Austurriki. Hann var
jarðaður i Graz og er talið að um
40 þúsund manns hafi komið til
útfararinnar. Flestir þekktustu
kappaksturmenn heims komu,
margir i einkaflugvélum, svo það
var mikið um að vera i Graz. Á
eftir útförinni höfðum við erfi-
drykkju heima fyrir nokkra af
beztu vinum hans. Dauði Jochen
var mikið áfall fyrir vini hans,
bæði kappakstursmenn og aðra
og Jackie Stewart skrifaði grein
um þau áhrif, sem lát þessa vinar
hans hafði á hann, og hún var
þýdd og birt f Lesbók Morgun-
blaðsins I vetur, svo það kannast
vafalaust margir hér við
Jochen”.
„Hvernig fannst þér að setjast
allt i einu að i Graz, eftir að hafa
búið og starfað i helztu stórborg-
um Evrópu?”
„Þetta voru auðvitað heilmikil
viðbrigði. Ég kunni ekki orð i
þýzku — við Fredi höfðum alltaf
talað saman ensku — en ég fór
strax I þýzkutima og þegar mað-
ur umgengst daglega þýzkumæl-
andi fólk, kemur málið fljótt. En i
Graz hljóta allir að kunna vel við
sig. Borgin, sem er önnur stærsta
borg Austurrikis, er ákaflega
falleg, mikið af gömlum bygging-
um, gömlum þröngum götum og
verzlunum, sem selja gamla
muni. Maður kemst ekki hjá þvi
að hrífast af þessu öllu og ég er
orðin enn hrifnari af gömlum
munum en ég var áður og er þá
mikið sagt. Fólkið er mjög vin-
gjarnlegt og ég var svo heppin að
giftast inn i sérlega samhenta
fjölskyldu, sem á stóran og
skemmtilegan vinahóp, þannig að
það er engin hætta á að manni
jeíðist”.
„Hvað gerir maðurinn þinn?”
„Hann lærði lögfræði og hagfræði
og rekur nu ásamt föður sinum
stóran skóverzlanahring, sem ber
nafnið „Stiefelkönig”. Stiefelkön-
ig” er með verzlanir i nokkrum
borgum Austurrikis, en aðal-
stöðvarnar eru I Graz og þar eru '
verzlanirnar sjö.”
Meðan Thelma spjallar við
blaðamann yfir kaffibolla á
bernskuheimilinu i Skerjafirði
þurfa synirnir tveir llka að leggja
orð i belg. Þeir þurfa að segja frá
flugvélinni stóru, sem þeir komu
með til Islands og frá leiksvæðinu
skemmtilega úti fyrir húsinu, þar
sem þeir leika sér allan liðlangan
daginn.
„Þeim finnst dvölin hér æfin-
týri likust”, segir Thelma. „Hér
geta þeir leikið sér úti, alveg
frjálsir, keyrt bila i sandinum og .
byggt úr járni og spýtnadóti,
sem er hér á bak við húsið. Þetta
eru mikil viðbrigði frá þvi, sem
þeir eru vanir heima. Við búum
inni I miðri borg, yfir elztu skó-
verzluninni, og það verður að fara
með þá út i almenningsgarða og
sitja þar yfir þeim, meðan þeir
leika sér. Þess vegna hef ég orðið
að hafa stúlku til að gæta þeirra
— hef nú síðast haft indæla, is-
lenzka stúlku, en hún var ráðin til
árs og er nú hætt. Ég auglýsti eft-
ir stúlku.hér um daginn, en hef
ekki fengið neina. Það hafa
margar hringt og viljað kóma, en
yfirleitt hafa það verið skóla-