Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 12
 h llli RASA NIRINN Próf essorinn hallaði sér að henni og kleip hana ofurlítið. Effie skrikti og strauk hendi yfir brjóstið, rétt eins og hún væri að slétta úr blússunni sinni.... Engin lifandi sála i Rawley hafði neina trú á þvi, að hún Effie Henderson mundi nokkurntlma ná sér i karlmann til að giftast, og sjálf var Effie að þvi komin að gefa upp alla von. En það var nú rétt áður en grasalæknirinn kom til bæjarins. Eaton prófessor var hár og renglulegur maður með isaumuö eilifðarbrot I buxunum og háan gúmmiflibba um hálsinn. Hann gæti hafa verið tiu árum eldri en Effie — eða þá lika tiu ár- um yngri. Það var jafnerfitt að geta sér til um aldur hans eins og hitt aö ráða það af mæli hans, úr hvaða landshluta hann væri upp- runninn. Hann ók inn i Rawley einn heit- an og rykugan morgun i miðjum ágústmánuði og var að selja Indiána-rótarmeðal . Þetta' var kekkjótt allrameinabót með lakkrisbragði, I skrautlegu grænu glasi. Glasið var með svart- skjöldóttum miða, þar sem mest bar á sterklegum manni með þanið brjóst og vööva, iklæddum glimubuxum. Eaton prófessor staöhæfði og manaði hvern mann að vefengja það aö rótarmeðalið hans mundi lækna hvern þekktan sjúkdóm karlmanna og þá ekki siður kvenna. Effie Henderson varð manna fyrst til þess að kaupa glas fyrir einn dal, og einnig fyrst til að koma aftur eftir öðru glasi i við- bót. Pallurinn, sem Eaton prófessor reisti, var á aftursætinu i foruga bflnum hans. Hann hafði greitt borgarstjóranum tiu laslega eins- dals seðla fyrir verzlunarleyfi i Rawley, og svo hafði hann lagt bilnum sinum á lóðina bak við járnbrautarstöðina, þar sem allt var þakið illgresi. Hann seldi meðalið sitt úr aftursætinu á biln- um, tók grænu glösih upp úr kassa, sem stóð við fætur hans, jafnharðan sem kaupendurnir komu með dalinn sinn i hendir.ni. Það hafði verið stór hópur fólks á óræktarblettinum kring um bil- inn, kvöldið áður, en nú var það ekki nema fátt eitt, þegar Effie kom aftur að morgni, eftir öðru glasi til. Flestir þarna voru negr- ar, sem áttu ekki til einn dal samanlagt, en höfðu látið dragast þarna að af áfengisgufunni frá foruga bilnum, og voru fúsir að !áta sannfærast um ágæti rótar- meðalsins góða. Þegar Effie kom þarna að, viku negrarnir til hliðar og stóðu álengdar og horfðu á Eaton prófessor selja enn eitt glas. Effie gekk að bilnum þar sem prófessorinn var fyrir og lagði fram einsdals seðil, sem var linur eins og ostagrisja. — Ég varð bara að koma aítur eftir nýju glasi, sagði Effie og brosti framan I Eaton prófessor. — Ég varð hressari eftir þetta glas i gærkvöldi en ég hef nokkurntima veriö á ævi minrii. Það er ekki til betra meðal i öllu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.