Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 37
þeirra og hann kunni mjög vel við Dorrie. Faðir hennar var oftast nær á sjúkrahúsinu, móðirin var ástrik kona, en hamingjan sanna, hún var ákaflega ósnyrtileg. Heimilið var þröngt og illa búið húsgögnum, en samt var Dorrie venjulega glöð og kát. Aö minnsta kosti hafði hún allt- af verið glöö, en nú var hann ekki svo viss um það. Hann virti hana fyrir sér yfir blaðahrúgunum. ' — Hlakkar þú til jólanna, Dorrie? Hún brosti. — Já auðvitað! Við hlökkum alltaf til jólanna. Hann sagði rólega: — En þú hlakkar kannski ekki eins mikið til jólanna nú eins og áður? Er það ekki rétt hjá mér? — Hvað kemur þér til að...... Attu við pabba? En hann fær að koma heim um jólin. — Ég á við Frank, sagði Kol- inski. Brosið hvarf af ásjónu hennar. — Það er rétt, það veröur ekki eins og áður. Við höfum alltaf verið öll heima. — Kannski hann komi I leitirn- ar. Hún hristi höfuðið. — Ó, nei, það gerir hann ekki. Ekki eftir það sem mamma sagði við hann. Ég hefi aldrei heyrt hana vera svona stranga. Við megum ekki einu sinni nefna hann á nafn og þó veit ég, að hún hefur miklar áhyggjur af honum. Við vitum ekki einu sinni hvar hann heldur sig. Ó, herra Kolinski, ég vildi gefa allt sem ég á, til að vita eitt- hvað um hann.... Það getur verið, aö honutn liði illa, sé svangur og kaldur! Hann beygði sig fram og klapp- aði telpunni á öxlina. Hann vissi vel hve samrýmd systkinin höfðú verið. Þau voru svona rétt farin að staulast, þegar þau komu til hans með klistruga koparpeninga 1 óhreinum lófum. Svo sá hann þau verða að táningum og alltaf voru þau saman. Kolinski stakk jarðarberjais i lófa telpunnar. Hún þakkaði honum fyrir. — Manstu þegar Frank vann sér inn fyrstu peningana sina. Hann keypti konfektkassa handa mömmu og heilan liter af jarðar- berjais handa mér og á éftir kast- aöi ég öllu saman upp. Framha' 1 i næsta blaði. Grasalæknirinn________________ framhald af bls. 29 Þetta kom svo óvænt! Mig hefði aldrei getað órað fyrir þvi, að þetta gengi svona fljótt. Burke hörfaði aftur á bak yfir gölfið og hélt enn um skeftið, sem stóð upp úr nautshúðar-hylkinu. Hann seildist eftir simanum á veggnum. Hann hringdi i mið- stöð. — Halló, Oanie! sagði hann. — Hringdu i hann séra Edvards strax fyrir mig. Burke hallaði sér upp að veggn- um og horfði á hjónaleysin meðan Janiehringdi i númerið hans séra Edwards. — Hugsa sér, að ég skuli vera að giftast umferöa-grasalækni! sagöi Effie. Þaö er ég viss um, að stelpurnar hérna öfunda mig, svo að þær tala ekki við mig i heilan mánuð. — Þó það nú væri! sagði prófessorinn og herti á hnútnum á hálsbindinu sinu á gúmmiflibban- um. — Þó það nú væri! Máttur Indiána-rótarmeöalsins er ótak- markaður. Það er kraftaverk læknavisindanna nú á dögum. Það hefur gefiö furðurlegasta árangur i sögu læknisfræðinnar. Effie nældi niöur hárlokkinn, sem hafði fallið niður á ennið og horfði hreykin á Eaton prófessor. Sumri hallar framhald aí bis 15 sér. Hún tók alls ekki eftir þvi, að henni var lika gefið auga. Kirby og Olga fengu sér há- degisverð á veitingahúsi, sem var á annarri hæð og þar var útsýni yfir skemmtilegasta staðinn við höfnina. Það var ljóst, að enginn þekkti Olgu, en feimnislegur þokki hennar töfraði þjónana. Borðið þeirra stóð við glugga i einu hórni salarins. Gluggatjöldin voru dökkrauð og á borðunum voru drifhvitir dúkar, gljáfægt silfur og kristall. Allt i kringum þau sat glæsilegt fólk að snæðingi. Fyrsti rétturinn var reykt sild með agúrkusneiðum og vegna þess að Olga hafði ekkert á móti þvi að borða meiri fisk, fengu þau sér lax með þykkri sósu. Olga, sem aldrei hafði vanist nema þeim einfalda mat, sem keisara- fjölskyldan hafði daglega á borð- um, sagði að þetta væri stórveisla og dró i efa, að hún gæti torgað öllum þessum mat. En það gerði hún. Hún ljómaði af ánægju. Hún hafði aldrei áður borðað á opin- beru veitingahúsi og hún átti ekki orð til að lýsa ánægju sinni. Eftir laxinn fengu þau jarðar- ber með sykri og rjóma. Olga sagöi: — Þetta er skemmtileg- asta máltið, sem ég hefi upplifað. Mér finnst ég vera frjáls, finnst ég vera eins og venjuleg stúlka. — En þér eruð nú samt ekki lik neinni venjúlegri stúlku, sagði hann. Eftir máltiöina röltu þau á milli búðanna. Olga var si og æ að hrópa upp yfir sig af ánægju. Hann hefði langað til að kaupa allt sem auga hennar girntist, en hann vissi aö hún myndi aldrei taka það i mál og Alexandra hefði sannarlega ekki kunnað aö meta það. Þau stöldruðu lengst við i bókabúð, sem var full af bókum, fagurlega innbundnum. Hún las á kilina. Hún hafði alltaf haft gam- an af að lesa. Uppáhalds rithöf- undar hennar voru enskir. Kirby náði i eintak af skáldsögunni „Emma” eftir Jane Austen. Hann fann aö hún snerti varlega arm hans og leit yfir öxl hans. — Hafið þér lesið nokkuð eftir Jane Austen? spurði hann. — Enskar konur hafa mikiö dálæti á henni. — Ég er svo ánægð meö Shake-’ speare, þér getið ekki imyndað yður hve mikla ánægju ég hef af þvl að lesa skáldverk hans, sagði hún. Hann ætlaöi að stinga bók- inni i hilluna aftur, þegar Olga snerti arm hans og bað um að fá að sjá bókina. Hún opnaði hana og las nokkur orð. — Kaupið hana handa mömmu, sagði Ölga, — henni þykir ábyggilega vænt um það og svo get ég fengið hana léða. En sjáum nú til, bætti hún við, — hvað get ég gefið yður i staðinn, ef þér kaupiö hana handa mér? — Olga, við erum vinir; er það ekki? Ég má kalla þig Olgu og þú kallar mig Ivan, eins og systur þinar. Ég á svo mikið af elskuleg- um endurminningum frá ykkur öllum. Eigum við ekki að kaupa bókina handa hennar keisaralegu hátign. —‘ Já, þú verður að kaupa hana, en ekki við bæði, sagði Olga hljóðlega. Svo gekk hún til dyr- anna og beið þar, meðan hann borgaði bókina og lét pakka henni inn. Þegar þau voru komin út á götuna, sagði hún svo lágt, að hann heyrði það varla: — O, þetta er ekki sanngjarnt. - Olga? — Ég var bara að tala við sjálfa mig, ekki við þig. — Hún var einkennilega eiröarlaus. Hann vildi ekki spyrja um ástæðuna. En þegar vagninn var kominn og þau á leiðinni út úr borginni, var hún búin að taka aftur gleði sina. — Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur dagur, sagði hún, þegar Livadia höll kom i ljós. Hönd hennar, klædd hvitum glófa, snerti hann aðeins, svo lét hún hördina falla. — Ég þakka þér fyrir að hafa beðið mömmu um þetta: ég hefi skemmt mér svo vel, sagði hún. Honum fnnst sem gripið væri um hjarta sitt föstu taki. Þegar þau komu til halLarinnar, fór hann upp i ibúð sina, en Olga fór til að leita að Tatiönu. Hún fann hana i garðinum, þar sem hún lá og teygði úr sér i. grasinu og las i franskri bók. Tatiana varð mjög glöð við að sjá’Olgú. — Olga, sagði hún, en hve þú litur ljómandi út. Já, þú ert ægi- lega glæsileg. Segðu mér hvað þið hafið verið að gera, við erum öll græn af öfund. Olga settist i grasið við hlið systur sinnar. Það var eins og hryggðarský myrkvaöi ásjónu hennar. Tatiana, mig langar ekki til að verða krónprinsessa. — Ekki það? Biddu bara þang- að til einhver krónprins kemur og hrifur þig á brott. Þú litur hann augum og svo líður yfir þig. — Nei, það hendir mig nú aldrei, svo kjánaleg er ég ekki, sagði Olga. — Olga, sagði Tatiana og sett- ist upp. Ivan hefur þó ekki sagt eitthvað við þig, er það? — Hvað skyldi hann segja við mig, sem ekki allir mega heyra? 0, Tasha,hann er svo frjáls, hann mun kvænast einhverri fallegri stúlku, sem hann elskar og verða hamingjusamur og frjáls.... — Nei, sagði Tatiana hressi- lega og hristi rauöbrúna hárið aftur fyrir sig. — Nei, aldrei. Það ert þú sem hann elskar, þú, sem hann getur ekki fengiö, en hann mun alltaf veröa bundin þér, þótt milljón milur séu á milli ykkar. Hve oft á ég að segja þér það? Elsku Olga, þú verður aö hafa meira sjálfstraust. Þú veizt ekki einu sinni hve falleg þú ert, — já, það er satt..Ó, Olga, þú mátt ekki gráta. — Mér dettur það ekki i hug, sagði Olga og deplaði burt tárun- um, sem sóttu fram i augu henn- ar. — Ég er orðin of gömul til að haga mér þannig. En... ó, Tasha, ég er svo hræðilega ástfangin af honum. Þetta er svo vonlaust. — Nei, kjáninn þinn, sagði Tatiana, — það er dásamlegt. Yngri systurnar komu nú dans- andieftir grasbalanum. Þær voru að koma úr timum. Það hafði rignt svolitið um nóttina, en nú voru regnskýin horfin og himinn inn heiður og blár. Alexis var bor- inn út I stól og Nagorny, þjónninn hans, hagræddi honum. Drengur- inn var orðinn skárri i fætinum, sem hann hafði meitt sig i, og hann var hraustlegri með hverj- um degi. Kirby lagði frá sér bók- ina, sem hann var að lesa i, þegar börnin flykktust að honum. Anastasia og Maria hneigðu sig djúpt fyrir honum. — Ó, herra, sagði Anastasia, — Fatima, auðmjúk ambátt þin er hér. Hvað get ég sótt handa þér? — Látum okkur nú sjá, sagði Kirby og þóttist vera hugsandi. — Sæktu handa mér fimm hesta og einn múlasna. Hestarnir verða að vera hvitir. — Þú þarft engan múlasna, þú getur bara haft Anastasiu. Til hvers ætlarðu að nota þessa fimm fáka? ' — Éinn fyrir hvert ykkar, til að færa ykkur til óskalandsins. Alex- is verð.ur. fluttur að fjalli úr rjómais. Maria til einhvers glæsi- legs konungssonar, Anastasia á þrælaniarkað, Tatiana á skemmtilegan dansleik og svo framvegis. Múlasninn á að vera handa mér sjálfum, þvi að ég get ekki setið hest, ég dett af baki. Anastasia gretti sig. Þegar Olga bættist i hópinn, settleg og fullorðinsleg, sagði Tatiana. — Þú sagðir ekki hvert hesturinn átti að bera Olgu, Ivan. — Liklega á járnbrautarstöð- ina, sagði Anastasia, — hún veif- ar alltaf til lestarstjóranna. — Það er bara vegna þess áð þeir blása alltaf i eimpipurnar, þegar hún stigur upp i lest. — Hún er nú svo afskaplega háttvis, sagði Anastasia. — Þú ert hræöileg, sagði Olga. — Hvaða bull er þetta, hvert á að fara með mig? — Ég á að sækja fimm hvita hesta og múlasna handa Ivan, sagði Anastasia, — og þessir hest- ar eiga að bera okkur þangað, sem hugur okkar girnist, en mig langar ekkert til að lenda á þrælamarkaði. — Það myndi enginn kaupa þig, elskan, sagði Olga, — þeim myndi létta mikið viö að senda þig strax heim til föðurhúsanna. — En hvert á hviti hesturinn að fara með Olgu, Ivan? spurði Tatiana, lymskuleg á svip. — Þar sem Olga er elzt, þá á hún að sjálfsögðu að ráða þvi sjálf, sagði Kirby. 21. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.