Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 24

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 24
'r • Pottaréttir Pottaréttir hæfa öllum tækifær- um. Rúmhelgum sem helgum dögum og hvort heldur sem flóð eða fjara er i peningabuddunni. Fínn pottaréttur (fyrir 6) 1 1/2 kg. frampartur, t.d. hrein- dýrakjöt 1 msk. smjör eða smjörliki 1 msk. olia salt, hvitur pipar paprika 2 msk. hveiti 2 msk. chilisósa 1 1/2 dl. kjötsoð 3 dl. rauðvin 100 gr. nýir sveppir (eða niður- soðnir) Skreyting eftir smekk: 1) ca. 100 gr. grænar og svartar olifur, 3 tómatar 2) 3 sneiðar ananas 1/2 rauö paprika græn vinber og valhnetukjarn- ar Skerið kjötið frá beinunum i fremur stóra bita. Sjóðið kraft af beinunum. Brúnið kjötið siðan i skjör/oliublöndu og setjið i eld- fast mót. Kryddið og hrærið vel i. Þynnið siðan með kraftinu, chili- sósunni og vininu og látið krauma, þar til kjötið er meyrt. Brúnið sveppina og setjið saman við. Skreytið siðan réttinn, þegar , hann er tilbúinn, en látið hann krauma um stund með skreyting- unni svo hún hitni. Pólskur réttur með lifur og nýrum 1 svinanýra 300 gr. flesk 200 gr. nautalifur 8 litlir laukar 1 selleri smjör eða smjörliki salt, pipar 2 msk. tómatpuré 2 dl. hvitvin (eða 1 1/2 dl. og safi úr 1/2 sitrónu) sósulitur 8 hanastélspylsur Setjið nýrað i pott með köldu, létt- söltu vatni og látið suðuna koma upp. Þerrið vel. Skeriö siðan nýra, flesk, lifur, selleri og lauk- uripn látinn vera heill. Allt er brúnað í potti. Sett i lögum i pott, kryddað og tómatpúre sett i vinið og soö af pönnunni. Allt látið sjóða undir loki, þar til orðið er meyrt. Kryddið ef þarf meira og dekkið með sósulit. Aður en borið er fram eru 8 litlar pylsur brún- aðar á pönnu og settar saman við. Beriö fram með súrkáli, sinnepi og soðnum kartöflum. Fleskpottur 150 gr. flesk 2—3 gulrætur 1/4 af meðalstóru kálhöfði 4—5 kartöflur 1/4 af meðalstóru sellerii 1 púrra 2 laukar hvitur pipar, allrahanda ca. 2 msk. tómatkraftur )puré) salt, 1 1/2 ltr. kjötsoð steinselja, klippt. Flesk steikt við vægan hita, svo það mesta af feitinni náist út úr þvi. Setjið siðan saman við skor- inn lauk og gulrætur, hráa kart- öfluteninga og selleriteninga og látið krauma i feitinni án þess að brúnast. Setjið siðan kál niður- sneitt og púrru saman við, tómat- kraft og krydd. Hellið siðan kjöt-( soði á þannig, að það næstum hylji. Látið sjóða við vægan hita i ca. 20 minútur. Þetta verður meðalþykk súpa og pottamatur, en allt i einum potti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.