Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 17
Smásaga eftir N. Burke Jane brá heldur en ekki i brún, er hún varð þess vör, að nú var friðurinn úti. Minnie, dóttir hennar var að koma. Barnið kom sannarlega, þegar verst gegndi... JANE var i þann veginn að fara i yndislegan kjól — og setja á sig perlufesti. Enginn, sem sá rauða samkvæmiskjólinn, perlurnar og hvitu loðskinnkslána, sem þarna lá á rúminu, mundi hafa látið sér til hugar koma, aö Jane Reed væri einmana. Auk þess dvaldist hún í þessu nýtizku gistihúsi á einum af viðhafnarbaðstöðunum viö Miðjarðarhafið. En einmána var hún nú engu að siður. Heima sat gamla tryggðatröllið hann Frank' og vildi ólmur kvænast henni, en hérna suður frá var hún að byrja nýtt lif. ,,Mamma, ætlarðu að fá þér glas með honum herra Aziz?” spurði litla dóttir hennar. Hún stóð þarna með sitt hárið og starði stórum, móleitum aödáunaraugum á rauða kjólinn hennar mömmu sinnar. „Herra Euphomolus áttu að segja, barnið gott, þegar þú ávarpar hann,” svaraði móöir telpunnar. — ,,Já, við borðum hér, svo þú verður að vera góða barnið og fara snemma að hátta”. — A þessari stundu fannst frúnni allt annað en geðfellt að vera með tólf ára gamla dóttur i eftirdragi. ,,Ó, mamma! Ég átti lika að fara snemma i rúmið i gærkvöldi og i fyrrakvöld, og þá lofaðirðu mér, að ég mætti vera lengi á fótum i kvöld. bú lofaðir þvi!” sagði telpan i ásökunarrómi. Hún var ætið vön aö hafa sitt fram, annaðhvort með þvi að fara að skæla eða með þvi að nauða nógu oft á þvi. „Jaéja, jæja...” Jane þótti ákaf- lega vænt um dóttur sina, og hún efndi ávallt loforð sitt. Tilgangs- iaust væri að reyna að gera barni skiljanlegt, hve mikilvægt svona kvöld væri. „Jæja, gott og vel, elsku Minnie min, en gættu þess þá að vera ekki með neina fram- hleypni, og vertu ekki að þreyta hann herra Euphomolus”. „Ég þreyti hann ekkert! Hann hefur bara gaman af mér. Seinast kom hann með brjóstsykur handa mér og og auk þess brúðu, og þar áður gaf hann mér hvita háls- festi.” Já, hugsaði Janie. Aziz gerði sér allt far um að vera jafn elsku- legur við dótturina og hana sjálfa, rétt eins og hann væri að sýna henni, hve góður stjúpfaðir hann gæti orðið. Hann sendi þeim eins margar gjafir og hann gat, án

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.