Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 41

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 41
slnar, urðu margir hverjir að sjá á bak öðrum ættingjum slnum llká. Sumir misstu börn sin i slysinu, sumir misstu mæður sinar, sumir systur. Einn maður missti þrettán ættingja I slysinu og annar missti tólf. „Það væri of mikið að segja, að fólk hafi orðið að byrja nýtt lif hér I þorpinu”, segir Márgaret Tucker. ,,En það hefur orðið að aðlaga lif sitt þessum hörmulegu aöstæðum.” „Það eru öll smáatriðin, sem fólk varla tók eftir að gerðust áður, sem eru hætt að vera hluti daglegs lifs,” bætir Shirley Vincent við. „Fólkið, sem fórst, var svo margs konar, sumir voru framámenn i félagssamtökum og bæjarlifinu. Mér bregður enn illa við, þegar ég geng um Axbridge og 'nem ekki staðar til þess 'að hlusta á gamanyrði Urchs, sem rak töskubúðina. Hann var svo; skemmtilegur og léttur i lund. „Það varð endalaust starf.” „Þegar slysið varð, hafði ég of mörgu að sinna til að mér yrði i rauninni fullkomlega ljóst, hvað hafði gerzt. Ég hefði farið sjálf i ferðina, hefði ég ekki heldur viljað eyða peningunum i helgar- ferð með manninum minum og börnunum. Ein kvennanna hafði ekki átt fridag árum saman. Þe.tta var stór dagur fyrir hana og hún var búin að hlakka til hans mánuðum saman.” „Mig langaði mest til að að- stoða við barnagæzluna og það varð endalaust starf. Ég varð ekki vör við, að sumarið leið. Ég vaknaði einn daginn um haustið og vissi að sumarið var liðið, en ég hafði ekki orðið þess vör.” Einhvern veginn hefur fólkinu verið gefið hugrekki til að komast gegnum þrekraunirnar. Þeim, sem áttu ung börn, hefur tekizt að friða hugann nokkuð við umönnun þeirra. Eldra fólki hefur veitzt öllu erfiðara að koma lifi sinu i eðli- legt horf. „Hvað hef ég til að lifa fyrir?” spurði maður á sjötugs aldri, sem missti bæði konu sina og dóttur. „Hvað getur komið i staöinn fyrir 30 ára hjónaband?” Þeir, sem liföu slysið af, liía með skelfinguna og hryllinginn I brjósti sér. Jafnvel kemur fyrir, að þeir ásaki sjálfa sig fyrir að vera á lifi: „Hvers vegna lifði ég slysið af, en ekki hún?” „Hefðum við skipt um sæti, væri hún á lifi núna.” David Besley getur ekki gleymt þvi, þegar flugvélin hrapaði til jarðar og trjátopparnir brutu rúðurnar á vélinni. Ekki heldur, þegár hann skreið milli likanna af ferðafélögum sinum. Við eigum erfitt með að imynda okkur, hvernig slikt getur gerzt. En David Besley minnist þessa atburðar meðstöðugum hryllingi. Pills á sér huggun til að hjálpa sér til að sofna á kvöldin. Honum vár veittur silfurskjöldur fyrir hetjudáðina, sem hann drýgði, þegar hann dró móður sina og nokkra aðra, sem komust lifs af, út úr brakinu, áður en hann gekk tólf milna veg i snjónum til að sækja hjálp. Frú Ivy Besley móðir hans, dvaldist i fimm vikur á sjúkra- húsi i Sviss og fer nú daglega á sjúkrahús til að þjálfa fótinn. Heimili hennar, eitt elzta húsið i Axbridge, mun brátt standa autt. Hún segist finna hjá sér þörf til að skipta um umhverfi. „Við höfum ákveðið að flytja — ekki of langt burtu, en þessu húsi eru of margar minningar tengdar.” Frú Besley er hlýleg og glaðleg kona, sem vann einlæga aðdáun alls starfsliðs sjúkrahússins i Sviss fyrir hve mikið hugrekki hún sýndi og hve mikla alúð hún lagði i að hvetja aðra slasaða og hughreysta á sjúkrahúsinu. Þegar flugvélin hrapaði, missti sextán ára skólastúlka að nafni Brenda meðvitund, en áður en það varð, sá hún móður sina og frænku liggja við hlið sér. Hún lá föst og bjargarvana i brakinu, unz björgunarmenn fundu hana. Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nýjum húsakynnum aö Grensásvegi II — simi 83500. Erum einnigá gamla staönum Bankastræti 7 simi 11496. Vatnsbera- merkið Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Þaö gætir nokkurs kala I samskiptum þlnum við einhverja nána ættingja. Sökin er þln og þú skalt kippa þessu i liðinn hið bráðasta. Eðlileg samskipti fólks, sem þarf að umgangast mikið, eru auðvitað nauðsynleg. Sýndu meiri alúð og vin- gjarnleika. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Það kann að vera, að fyrstu dagar vikunnar verði dálltið erfiðir, en ef þú leggur þig allan fram og gerir allt sem þú getur til að sigrast á þeim, þá spá stjörn- urnar góðum árangri. Þú skalt ekki óttast að framkvæma nytar hugmyndir, þvi aö þær veröa þér til góða. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Þú hefur verið alltof eirðarlaus og léttlynd- ur I öllu, sem þú hefur komið nálægt i seinni tið. Reyndu að bæta þetta og taka hlutina réttum tökum. Lifið er ekkert spaug. Alvaran biður jafnan við næsta íeiti. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Blómleg framtlð virö- ist bfða þin. Margir munu liösinna þér, þegar þú þarft á þvi aö tialda, meira að segja menn, sem þú vissir alls ekki, að væru þér hliðhollir. Þú skalt forðast deilur út af smámunum. Þær gætu eyöilagt allt saman. 21. jan. — 19. febr. Stjörnurnar segja, aö þessi vika verði mjög hagstæð að öllu leyti. Þér er þess vegna ó- hætt að taka svolitið dirfskufullar ákvarð- anir. Ahættan borgar sig. Fiska- merkið 20. febr. — 20. marz Ef þú getur komið i veg fyrir aö ergja þig út af smámunum, þá er útlit fyrir, að þetta verði mjög hagstæð vika. Föstudagurinn mun einkum veröa þér til heilla. Stiör mspa 21. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.