Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 44
Kirby sagöi henni frá kofa skóg- arhöggsmannsins: kofanum þar sem hann átti aö hitta Prolofski fjórum stundum fyrir næstu dag- mál. Hann sagöi henni, að hann myndi gefa henni merki þaðan, þegar stundin væri runnin upp. — Þú þarft ekki aö hafa slæma samvizku vegna þess, Karita, það sver ég. Helduröu að þú getir veriö komin aftur fyrir sólsetur? — Ég verð með Abadah Khan og mönnum hans, sagði hún. — Ég kem hingað aftur fyrir sólset- ur, ef Abadah Khan, getur ekki hjálpað okkur, af einhverjum ástæðum. En ef ég kemst nógu snemma til hana, þá veit ég að hann bregzt ekki. Ég fer með bilnum, Simeon Baroskovitch ekur mér. Hann er einn af bil- stjórunum. Honum þykir vænt um mig og þaö verður tilbreyting fyrir hann að fá fri i einn dag, en hann fær ekkert aö vita um Pro- lofski. Ef þú segirhans hátign að mig langi til að heimsækja móður mina, þá leyfir hann Simeon að fara meö mig i bilnum. Karita, stjórnar þú öllu hér á Livadia? — Ég lit aðeins eftir þér sagði hún. Hann rétti út höndina, hún nam staöar og hann kyssti hana innilega á varirnar. Karita þrýsti mjúkum vörum sinum að Vörum hans. Hans koss var þakklætis- koss, en henni fannst einfaldlega gott að láta hann kyssa sig. — Farðu varlega, sagði hann. — Það ert þú, sem verður að fara varlega, sagöi hún, — það ert þú, sem átt að hitta Prolofski. Hann fór til Yalta siðar um daginn og þegar hann kom til baka, hafði hann meöferðis áhald, sem hann hafði aldrei haft handa á milli áður. Skammbyssu. Það var svartamyrkur þegar hann nálgaðist kofann eftir skógarstígnum, þar sem Pro- lofski og Ovario biöu hans. — Þú verður að sætta þig við þetta, sagði Prolofski, og Kirbý beið rólegur, meðan Ovario þuklaöi hann allan i myrkrinu. /)vario rétti svo úr sér og urraði ánægjulega. Prolofski lagöi við hlustirnar. Þaö var hljótt fyrir utan, eins og i grafhýsi. — Þegar svona stendur á, verðum við að gæta allrar varúðar, sagði hann. Hann virti Kirby fyrir sér. — Hvaða ákvöröun hefur þú tekið? — Fyrst, sagði Kirby, — verðið þið að fullvissa mig um, að þið vitið eitthvaö um mig og hvað það er. — Ég skal sýna þér svolitið? Bréfsnepil? Ég ber aldrei á mér nein skjöl. Hann benti á ennið á sér. — Ég hef þaö allt hérna. Til aö sýna þér, að þér er nauöugur einn kostur aö vinna með okkur og fyrir okkur, þá skal ég leysa frá skjóðunni og minna þig á nok]cur nöfn, nöfn félaga þinna hér i Rússlandi. Fyrst er þaö náungi, sem heitir Anstruther og hann er i Yalta, svo er annar i Moskvu, Burroughs heitir hann og þar er lika Borodin Jaco- vitch... — Þetta er nóg, sagöi Kirby. 44 VIKAN 21.TBL. — Þetta var ekki erfitt dulmál og ég hef það allt hérna. Prolofski benti aftur á enniö. Hann glotti. — Karinshka prinssessa hefur þetta bréf i sinum höndum. Þú sérð það, vinur sæll, að þú ert um setinn frá báðum hliöum, bæði með bréfinu, sem hún hefur i sinni vörzlu og þvi sem ég hef i höfðinu. Jæja, svo snúum viö okkur að Rasputin. — Já, Rasputin, sagði Kirby. Hann sá nú, að það var ekki nóg, að þagga niður i Prolofski, Aleka hafði sönnunargögn. Jæja, það var nú samt sú áhætta, sem hann varð að taka með I reikninginn. — Þetta er sú leið, sem ég hefi hugsað mér, sagði hann um leið og hann tók bréf upp úr brjóst- vasa sinum og lágði það á borðið. — Ég þekki höllina út og inn, en ég verð að vera viss um, að þið samþykkið uppástungu mina. Sjáið hérna. Hann breiddi úr bréfinu á óhefluðu borðinu, sem stóð undir glugga kofans. Svo tók hann mjótt vaxkerti upp úr vasanum og kveikti á þvi.. Ovario tautaöi eitthvað. — Það eru engir her- menn á þessum slóðum, sagði Kirby. — Það er sama, ég vil ekki hafa ljós, sagði Prolofski. Hann hallaði* sér samt yfir boröið og skoðaði bréfið vandlega. Kirby laumaði höndinni undir borðiö og dró fram skammbyssuna, sem hafði veriö fest undir borðplötuna. Hann gekk nokkur skref aftur á bak. Prolofski leit upp og þeir Ovario sáu vopnið samtimis. — Þú ert bjáni, sagði Prolofski. — Ég kom byssunni fyrir hérna , fyrr i kvöld, áöur en þið komuð, sagði Kirby. — Ef þið hreyfiö ykkur, þá hika ég ekki við að skjóta. Kirby bar nú kertið upp að glugganum meö vinstri höndinni. Hann lét það standa i glugga- kistunni. Þaö glitti i byssuna, sem hann miðaði á maga Prolofskis. Hann langaði sannarlega ekki til að hleypa af, en það gat veriö, að eitthvað hefði komið fyrir, svo Karita og Abadah Khan kæmu ekki. En svo heyrði hann rödd stúlkunnar frá dyrunum. — Viö erum komin, Ivan Ivanovitch. Prolofski sneri sér hægt en ákveðiö viö og það geröi Ovario lika. I dyragættinni stóö Karita, meö riffil i höndunum og klút vafinn um gullið hárið. — Velkomin litla vina min, sagði Kirby. Karita færði sig svo- litið til og inn i kofann komu margir þögulir og dökkbrýndir menn. Prolofski hrækti á þá, þegar þeir tóku hann. Oravio barðist um, eins og grimmur hundur af reiði yfir þvi aö vera tekinn höndum. Karita kom þá auga á hann og augu hennar brunnu af reiði. — Hvað hafa þau gert þér? — Þau kúga og myröa bræður mina, öskraöi Ovario, og það er hverjum manni nóg. Félagarnir munu lengi muna þig, hóran þin! Dökkbrýndu mennirnir kefluðu og bundu Prolofski og Ovario. Köld útistandandi augu Pro- iofskis brunnu af heift, þegar Sumri — Vertu sæl, Olga Nicolaievna og guð blessi þig, sagði hann lágt og snerti fing- ur hennar með vörunum. Hann heyrði að hún hvislaði, svo lágt að það heyrðist varla: — Mundu hverju þú lofaðir. hallar mennirnir fóru út meö hann og Ovario. — Farið með þá til Abadah Khans, eins fljótt og hljóölega og þið getið, sagði Karita. Mennirnir brostu og hurfu hljóölega inn i skóginn með fanga slna. Kirby slökkti á kertinu. — Við biðum svo lengi, sagði Karita. — Við héldum að þú ætlaöir aldrei að kveikja ljósið i glugganum. En þaö var nú gott aö við gátum tekið hann fastan. Hann er moröingi, veiztu það: Nú verður hann látinn dúsa I holu meö Ovario, eins lengi og þú vilt. Abadah Khan lætur þá aldrei lausa, nema þú segir til um þaö. Er allt I lagi með þig? — Mér liður prýöilega. Þú ert stórkostleg vera. Ætlaðiröu aö nota riffilinn á þá? — Aö sjálfsögðu. Hún virtist undrandi yfir þvi, að hann skyldi spyrja svona. — Prolofski er ekki góður maöur og ég vil ekki að neitt komi fyrir þig. — Nú verður farið aö undrast um Ovario á Karinshka, þegar hann kemur ekki aftur, sagöi Kirby, þegar þau voru á heimleið. — Það finnur hann enginn, hann er hreinlega horfinn. Karita sýndi ekki neina hryggð vegna örlaga Ovarios. — En við þurfum aö hafa hraðann á, það er margt sem ég þarf að gera... — Þú þarft ekki að gera neitt. Hann lagöi arminn um axlir hennar. — Karita, þú ert yndis- leg. Þú ert stolt mitt og gim- steinn. Þú hefur bjargað hinni keisaralegu fjölskyldu og þú hefur bjargaö mér. Þakka þér fyrir.. Hann þrýsti henni að sér. Karita var mjög ánægð með sjálfa sig. Það var dásamlegt að hlusta á orð hans og hrós. Hann kyssti hana ekki til aö sýna þakk- læti sitt. Það væri heldur ekki háttvisi, þar sem þau voru ein i skóginum. En samt hefði hún ekki haft neitt á móti þvi. Næsta morgun voru öll ský horfin og sólin stafaði geislum sinum yfir Livadia. Ólga var á leiö til kennara sins, með bækur undir hendinni, þegar ein af hirö- frúnum kom til hennar og sagöi að móöir hennar vildi tala við hana. Alexandra var aö skrifa bréf 1 stássstofu sinni, þegar Olga kom inn til hennar. Hún leit upp og brosti til dóttur sinnar. En hve dóttir hennar var að veröa falleg stúlka og þroskuð eftir aldri! Burtséð frá likamlegum þroska, var yfir henni einhver fullorðins- leg ró. Já, hún var sannarlega aðlaðandi stúlka. — Olga, elskan min. Rödd Alexöndru var ákaflega bliöleg. — En hve þú ert sumarleg. Heyrðu, það var eitt, sem ég ætlaöi að ræöa við þig, hvað var þaö nú annars? ó, já, Kirby yfir- sveitarforingi — Ivari. — Mamma? Hann er þó ekki aö fara? — Nei, ekki fyrr en við förum til St. Petersburg. Alexandra var bæöi ákveðin og hugsandi. — Hann kom hingað og bað um leyfi til þess, aö þú mættir fara með honum til Yalta i dag. Langar þig til þess, elskan? Ég er viss um að herra Guilliard géfur þér leyfi. — Ó, mamma, ég... mamma, það yröi dásamlegt. Alexandra vissi ekki sjálf, hversvegna hún haföi léð þessu eyra, en hún treysti herra -Kirby fullkomlega. En það var alltaf sú hætta fyrir heridi, aö Olga sjálf færi að gefa sig draumum á vald. En hvernig átti hún aö ræna hana slikum draumum æskunnar, hún ætti þá ljúfar minningar, þegar alvara lifsins og skyldur hennar tækju viö. — Þú mátt þá fara, sagði hún. Hann beið hennar fyrir neöan þrepin, þegar hún kom út. Hún var klædd daufbláum kjól og i samlitri kápu. Hvitur hatturinn var prýddur bláum böndum og hattbarðið skýldi andliti hennar fyrir sólinni. Hún hélt á blárri sólhlif. Hann gekk nokkur skref til móts viö hana, en leiddi hana svo að opna léttivagninum. Olga sagði ekki neitt fyrr en hann var búinn að koma sér fyrir og vagninn kominn á hreyfingu. Þá sagöj hún: — Ég verð að segja yöur að ég er yfir mig ánægð, Kirby sveitarforingi. Ég á við, yf- ir þvi að vera boðin I þetta ferða- lag. Hvers vegna er ég i náðinni i dag? — Liklega vegna þess að ég vanrækti yður I gær, sagði hann. — Þar sem ég þurfti að fara til Yalta, datt mér i hug, að það yrði skemmtilegra, ef ég heföi. ein- hvern félagsskap. En Sikorski hershöfðingja var illt i bakinu, Tatiana gat ekki komiö, Maria hafði of mikiö að gerá og ég fann hvergi Anastasiu. Alexis vildi gjarnan koma meö mér, en hon- um er illt i fætinum, eins og þér vitið, s'vo mér datt I hug, að kannski væri rétt aö fá Olgu til að koma með mér.... — Ó, hve þér getiö veriö and- styggilegur! hrópaöi hún upp yfir sig. Hann háfði tekiö sér sæti and- spænis henni i vagninum og það var glettni I augum hans undir húfuskyggninu. — Þetta er nú ekki beinlinis riddaralegt. — En þetta hefur snúizt allt til betri vegar fyrir mig, sagði hann. — Veöriö er dásamlegt og hér sit ég i vágni með Olgu Nicolaievnu, stórhertogaynju, sem blöðin sögðu vera fallega stúlku og að blái liturinn færi henni vel, þrátt fyrir svolitla. viðarösku á nefinu. — ó, nei, þaö getur ekki verið! sagði Olga stórhneyksluð. — En eins og venjuiega, er ekki hægt aö trúa þvi, sem stendúr i blö.öunum. — Kirby sveitarforingi, yöur tekst vel að striða mér. — Ég veit þaö og nú ætlum við einmitt að upplifa slikan dag, Olga. Það veröur dásamlegt. Hún var farin aö hlæja. Hest- arnir töítu léttilega og i takt. Þaö söng I vagnhjólunum og Olga var eins og yndislegt málverk i pastelbláum litum. Andlit hennar var og finlegt undir hvitum hatt- inum og háriö' flaksaöist til i gol- unni. Honum fannst hún imynd alls hins fegursta i veröldinni. Þau gáfu ökumanninum og þjóninum fri i þrjá klukkutima, þegar þau komu til Yalta. Kirby sagðist þurfa aö hitta Anstruther og Olga beiö-róleg i fremra her- berginu, meðan Kirby fór inn á skrifstofuna til Anstruthers. Hann var etkki eins föðurlega al- úðlegur og venjulega, heldur var hann alvarlegur á svip, klæddur svörtum jakka og röndóttum bux- um. —Ég er nýbúinn að fá nokkuð uggvænlegar fréttir af yður, sagði hann. — Að likindum hafið þér ekki farið nógu varlega og látið eitthvað finnast i vösum yðar. Já, þér getiö sagt þaö, sagöi Kirby. — Maöur aö nafni Peter Prolofski haföi dulmálslykilinn. — Já, viö höfum heyrt hans getiö, sagöi Anstruther, Hann skoöaði neglur sinar vandlega. — Þaö gerir þetta allt miklu flókn- ara, kæri Kirby. Þaö er reyndar hvorki meira né minna en slys. Prolofski! Kötturinn er sannar- lega kominn i dúfnáhópinn. Þaö eru engin takmörkjyrir 'þvi, sem þessi maöur getur gert. — Þaö get ég sagt yöur, sagöi Kirby og svo sagði hann honum allt sem komið hafði fyrir. Þaö var eins og Anstruther létti nokk- uö. — En þrátt fyr'ir þetta, sagði hann, —þá er þaö tvennt, sem við getum aldrei treyst, þaö er hve langi Prolofski tollir i þessari holu og að hann einn hafi dul- málslykilinn, án þess aö,láta ein- hvern annan hafa hann. Það er eins gott fyrir yður, að vera undir þaö búinn, að fara fljótlega heim til Englands. Ég reikna meö, aö það væri hollast okkur öllum. Fjandinn hafi þaö, Kirby, þurftuð þér nú endilega að vera svona hiröulaus? — Ég var ekki fæddur til þess- ara starfa, — ég var lokkaöur út i þetta. Það mátti alltaf búast viö að ég gerði einhveFja skyssu. — Litillæti yðar er virðingar- vert, sagði Anstruther, —- en þaö hjálpar okkur ekki. Fjandinn hafi þaö, hélt hann áfram. — Þér hafiö veriö mjög gagnlegur, þér hafið sambönd -á hæstu stööum. En nú hafið þér flækt þetta allt saman.. Ég er mjög áhyggjufullur. — Ég fullvissa yður um, aö ég er ekkert yfir mig ánægður ^ield- ur, en mér liöur samt betur eftir að þessir vinir okkar fjarlægðu Prolofski. — Svo er það Karinshka stelp- an, sagði Anstruther snöggt. — Já, sagði Kirby. Olga stóö strax upp, þegar Kirby kom aftur og þakklætisbros ljómaði á vörum hennar. — Þér voruö fljótur, sagöi hún, þegar þau gengu aftur út i sól- skinið. — Hvað eigiö þér svo eftir aö gera? — Ó, já, nú á ég þaö mikilvæg- asta eftir, sagöi hann. — Ó, sagbi hún, svolitið von- svikin , — hvert þurfiö þér aö fara til þess? *. — Hvert sem þér viljiö, Olga. Allt sem ég á eftir hér, er aö sjá til þess aö óskir yöar veröi uppfyllt,- ar og fyrst og fremst verð ég an sjá um, aö þér fáiösæmilegan há- degisverð. — En hve ég á gott i dag, sagöi Olga og ljómaöi af hamingju. — Eigum við þá að fá okkur há- degisverð núna? Þá getum við kannski skoðaö i búðarglugga á eftir. — Við höfum gert það áður, sagði hann, — og það var mjög skemmtilegt. Við getum endur- tekiö það. Þau gengu eftir götunum. Það var sólskin og hlýtt i veöri, en samt kom svolitil gola af hafinu, svo kápa Olgu kom i góðar þarfir. Hún fór herini llka vel og sólhlifin var sem geislabaugur yfir höfði hennar. Kirby var glæsilegur maður og það fór ekki fram hjá henni, að konurnar litu út undan Framhald á bls. 37 21. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.