Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 22
1. Myndskreyttur bómullarbolur og Denim- buxur meö baggysnifti frá IN WEAR. 2. Hómullarblússa frá IN WEAR. Flauelsbuxur frá EVU. 3. Síftur velourkjóil frá ANNE GIERMAN DESIGN. 4. I.éttur sólkjóll úr bómull frá IN WEAR. Klossarnir frá DRANELLA Fyrstu verðlaun: Mallorkaferð með SUNNU. Evelyn West er 19 ára og á heima á Borgarholtsbraut 62 i Kópavogi. Þar til fyrir tveimur árum átti hún heima á Englandi, en þar kynntist hún unnusta sinum, Guðmundi Grimssyni, sem stundaði þar nám. Hún býr nú með honum hjá foreldrum hans, og eiga þau litla stúlku, sem fæddist 11. nóvember s.l. Aður en Evelyn kom til tslands starfaði hún við barnagæzlu i heimalandi sinu, milli þess sem hún svalaði ferðaþránni. Það gat hún á fremur ódýran hátt vegna starfa móð- ur sinnar hjá B.E.A. flugfélaginu brezka. Hún kveðst hafa fariö viða, m.a. til Spánar. Eitt sinn eyddi hún leyfi á eynni Menorca, en til Mallorca hefur hún enn ekki komið. Fyrsta áriö sitt á tslandi vann Evelyn i verksmiðju íspan.hf. Siðar meir langar hana til aö læra einkaritarastörf, en um. nokkurt skeið ætlar hún þó að helga sig óskipta heimili og barni. Þau Guðmundur eru að byggja litla Ibúð i sambýlishúsi I Kópavogi og vonast til að geta stofnsett þar eigið heimili fyrir árslok. 1 fristundum hefur Evelyn gaman af að dansa eöa sjá kvikmyndir, og svo segist hún prjóna mikið. Einnig hefur hún yndi af að ferðast, bæöi utan lands og innan. Hún er mjög hrifin af landinu, en vegirnir okkar fá ekki hennar beztu meðmæli. Þó ætlar hún aö ferðast eitthvað um landið I sumar. Evelyn kveðst ekki munu setja það fyrir sig, þó hún þurfti að skipta um nafn, ef hún fær Islenzkan rikisborgararétt. Hún hefur m.a.s. tilbúið nafn: Eva skal það vera. — Mér likár mjög vel hér á Islandi, segir hún. íslendingar eru vingjarnlegir og þægi- legir I umgengni, og ég hef m.a.s. ekkert út á veðráttuna að setja. 22 VIKAN 21. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.