Vikan


Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 8

Vikan - 22.05.1974, Blaðsíða 8
Þegar Roger Daltrey sendi frá sér sólóalbum i fyrrasumar, komu mörg nöfnin á umslaginu ó- kunnuglega fyrir sjónir. Roger fór alveg ótroönar slóöir i laga- vali, þ.e.a.s. hann fékk óþekkta lagasmiöi til þess aö semja fyrir sig. Einn þeirra bar nafniö Leo Sayer. Eftir aö platan hans Rog- ers var komin á markaö, vöktu lagasmiöarnar veröskuldaöa at- hygli og augu manna beindust aö lagasmiöunum sjálfum. Kom þá i ljós, aö hljómplötufyrirtæki eitt átti þegar hljóöritaða plötu meö Leo Sayer og ársgamla I þokka- bót. En hún var þegar gefin út og hlaut nafniö „Silverbird”. Dave Courtney nokkur hafði samiö töluvert meö Leo Sayer, en Dave Courtney var aöeins nafn fyrir nokkrum mánuöum, nákvæmlega eins og Leo Sayer. Enginn kann- aöist viö nöfnin. Nú eru þau á hvers manns vörum. Leo Sayer hefur valiö sér hlut- verk trúösins. Þegar hann kemur fram opinberlega er hann klædd- ur sem trúöur og málaöur eftir þvi. Alhvitur i framan meö til- heyrandi rauöum deplum i kinn- um og svarta málningu kringum augun. Þannig kemur hann fyrir sjónir almennings. Myndirnar tvær hér i opnunni sýna greini- lega tvær ólikar persónur. Um leiö og hann hefur klæðst trúös- búningnum, er hann annar maö- ur. En hver er forsaga þessa trúös? Leo Sayer haföi reynt margar leiöir til aö ná takmarki sinu. Hann áleit sjálfan sig lista- mann, en var ekki viss um, I hvernig formi hann ætti aö tjá sig. Hann byrjaöi sem rithöfundur. Hann skrifaöi skáldsögu, en meö litlum árangri. Þá tók hann til við aö mála, en ekkert gekk. Þarnæst byrjaöi hann að skrifa texta og semja lög, og þá fór gæfuhjóliö hægt og hægt aö snúast. Áhrifavaldar Leo Sayer teljast vera þeir félagar Leadbelly og Captain Beefheart, ef einhver skildi kannast viö nöfnin. Þessir tveir eiga töluvert sameiginlegt með blues og hinni svokölluöu „gospell” tónlist eöa guöspjalla tónlist. Dave Courtney, félagi hans, sækir hins vegar áhrif sin til Bltlanna.Beach Boys og Randy Newmann. Þeir koma úr sitt hvorum garöinum, en tekst ágæt- lega aö vinna saman. Þeir semja tónlist, sem sker sig úr. L.P. plat- 8 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.