Vikan


Vikan - 01.08.1974, Síða 7

Vikan - 01.08.1974, Síða 7
lands eftir um það bil árs dvöl hér. Þá brá svo við, að ég var far- inn að sakna tslands eftir viku. Við ákváðum þvi að flytjast aftur til tslands og siðan hef ég verið hæstánægður hérna. tslendingar eru lika hreint prýðilegt fólk og ég hef aldrei orðið var við neina for- dóma gagnvart útlendingum hér eins og oft gerist viða i Evrópu. Armann opnaði verzlunina Jasmin árið 1966. Vörurnar i Jasmin eru aðallega frá Indlandi, Singapore, Thailandi, Indónesiu og Filipseyjum. Viða á þessum stöðum sjá ættingjar og vinir Ár- manns um innkaup fyrir hann. Hann á frænda i Indlandi og bróð- ur 1 Singapore, sem annast þá hlið verzlunarinnar að miklu leyti. Það leynir sér þvi ekki, að fjöl- sky.lduböndin eru sterk meðal Indverja. — Við litum svo á, að það sé skylda okkar i fjölskyldunni að hjálpa hvert öðru. Foreldrar okk- ar hjálpa okkur meðan viö erum aö vaxa úr grasi, eins hjálpum við þeim I ellinni. Okkur dytti aldrei i hug að senda foreldra okkar á elliheimili, þegar þau eru orðin sjötug. Ég er ekki að halda þvi fram, að það sé rangt að hafa elli- Armann og börn hans á heimili sinu í Mosfellssveitinni. heimili fyrir gamalt fólk — ein- ungis að Indverjum finnst skylda sin að annast aldraða foreldra sina. Það sama gildir um syst- kini. Ef bróður minum vegnar verr efnahagslega en mér, þá hjálpa ég honum. Alveg eins þótt ég búi fjarri honum. Tengsl min við fjölskylduna hafa ekki rofnað, þó að ég hafi búið fjarri henni I fimmtán ár. A bernsku- og æskuheimili Ar- manns i Singapore var tal- að gujarati, sem er norðvestur- indverskt tungumál, en á götum úti varð hann og fjölskylda hans eins oft að bregða fyrir sig malaysku og stundum kinversku: og i skólanum lærði hann ensku. Nú talar Armann ágæta islenzku og hann sagðist ekki hafa átt sér- lega erfitt með að læra hana nægilega vel til þess að geta bjargað sér, en málfræðin væri ekki hans sterka hlið og hann ætti margt ólært hvað hana snerti. Ármann sagði, að vitaskuld gengi verzlunin misjafnlega, en yfirleitt væri fólk hrifið af vörun- um frá Austurlöndum. Hann sagðist telja það mjög eðlilegt, að fólk sæktist eftir óvenjulegum munum og nefndi sem dæmi, að foreldrar sinir hefðu orðið mjög hrifnir af islenzkri keramik, sem hann færði þeim i fyrra. En hræddur sagðist hann vera um, að erfitt yrði að selja slikan varn- ing i Austurlöndum, þvi að þegar búið væri að flytja þangað einn litinn öskubakka, greiða af hon- um tolla og annað þess háttar, myndi hann kosta allt að þvi viku- laun venjulegra verkamanna, sem á Indlandi fá að jafnaði sem svarar fimmtán islenzkum krón- um i laun á klukkustund. Úr þvi að minnzt var á peninga, var ekki úr vegi að spyrja Ár- mann hvernig honum gengi að venjast Islenzku verðbólgunni, en i Singapore hefur verðbólgan undanfarin tuttugu ár aðeins ver- ið tuttugu og fjögur prósent alls. — Það er svolitið erfitt að venj- ast þvi að það borgar sig — er allt að þvi lifsnauðsynlegt — að skulda. Ég er alinr. upp i þeirri trú, að skuldir séu óæskilegar og ég held, að þessi mikla þensla i efnahagskerfinu hérna sé óæski- leg, þó að margir telji sig hagnast á henni. Armann hafði margt fleira um vélar Mammons að segja, en á þessum viðsjálu timum er tæpast rétt að hætta sér langt út á þá hálu braut, svo að við látum þetta nægja. Við þökkum Armanni rabbið og það framak hans að setja hér upp jafn persónulega og töfrandi verzlun og Jasmin er. Tról. 3I.TBL-Vl.KAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.