Vikan


Vikan - 01.08.1974, Side 15

Vikan - 01.08.1974, Side 15
til leikhússins, að Prince beið hans utan við leikhúsið vopnaður hnlfi og stakk hann hvað eftir annað. Þeir, sem stóðu i kringum þá, og trúðu ekki sinum eigin aug- um, sögðu siðar, að það siðasta, sem Terriss sagði hefði verið: „Biddu bara! Ég kem aftur!” Tengdasonur Terriss, sem sótti lögregluna til að handataka Prince, kraup við lik tengdafööur sins og 'þá heyrði hann rödd að baki sér, sem sagði: ,,Er i raun- inni til svo heimskt fólk, að þaö trúi ekki á lif eftir þetta?” Tengdasonurinn segir, að þá hafi hann vitað, að hann ætti eftir að sjá William Terriss aftur. Strax eftir morðið fóru menn að heyra einkennileg hljóö i leikhús- inu, fótatak i stigunum og bank i Dularfulia tréð í Green Park. veggina. Arið 1928 sá leikkona nokkur,sem hafði fyrrum bún- ingsherbergi Terriss til umráða, eldri mann, sem klæddur var gamaldags fötum, koma út úr búningsherberginu, ganga eftir ganginum og berja að dyrum á ööru búningsherbergi. Seinna var henni sagt, aö það hefði veriö vandi Terriss að berja á dyrnar hjá mótleikara sinum á hverju kvöldi, áður en hann fór inn á sviöið. Arið 1957 sá gestur i leikhúsinu, sem aldrei hafði heyrt minnzt á William Terriss, þennan sama at- burð. Og árið 1963 sáu tveir sviðs- menn einkennilega veru ganga yfir sviðið i leikhúsinu. Þeir urðu svo hræddir, aö þeir flýðu i of- boöi. Daginn eftir sögðu þeir upp störfum sinum, en þegar þeim var sagt frá Terriss og að liklega hefði það bara verið hann, sem þeir höfðu oröið hræddir við, ákváðu þeir aö halda áfram aö vinna á sviðinu. Utan við neðanjarðarbrautar- stöðina við Covent Garden hefur Terriss einnig sézt nokkrum sinnum. Stundum er hann klæddur ljósgráum fötum og er með hvita hanzka.niðri á stöðinni sjálfri. Grái maðurinn i Drury Lane leikhúsinu Frægasta leikhúsvofa i London er án efa grái maðurinn f Drury Lane leikhúsinu. Þetta er ungur, laglegur maður i gráum silkiföt- um, með hvita hárkollu og með sverð við hlið. Hann er vingjarn- legur, broshýr og heilsar kurteis- lega og það hefur komið fyrir, að leikararnir hafa snúið sér við i miðri sýningu til þess að horfa á hann. Nú þykir leikurunum það góös viti, ef hann sýnir sig i saln- um eða á sviðinu fyrir sýningu. Nýlega var hann á sveimi, þegar æfingar stóðu yfir á óperettunni No, no Nanette, sem varð mjög vinsæl á þriðja áratug aldarinn- ar. Og áhorfendur fylla leikhúsið á hverju einasta kvöldi, sem þessi óperetta er sýnd. Nú telja menn sig vita, hver maðurinn er. Það var áriö 1870, þegar unniö v.ar að viðgerðum á leikhúsinu, að við- gerðarmennirnir rákust á hol-- rúm ieinum veggnum. Þegar hol- rúmið var opnað, fundu þeir grá- klæddan mann, sem virtist hafa verið uppi á timum Cromweells. Hnifur stóð milli rifja hans svo að hann hafði greinilega verið myrt- ur og likið falið i leikhúsinu. Staðurinn, sem hann fannst á, er hinn sami og vofan hvarf alltaf inn i. Kvöld nokkurt kom kona að máli við stúlkuna, sem selur leik- skrárnar, og spurði, hvort ein- hver leikaranna sæti i búningi sinum i salnum. Þegar stúlkan svaraði þvi neitandi, varð konan reið við og sagði, að vist sæti grá- klæddur maður i leikhúsbúningi i salnum. Þá var henni sagt frá fyrirbæri þessu og að hún hefði að öllum likindum séð Drury Lane vofuna. Húsið fræga númer 50 við Berkeley Square 1 þessu fræga gamla húsi er nú rekin forngripasala. Þar er ailt slökkt á kvöldin, lokað og læst, og mannlaust. Það eru nefnilega lið- in mörg ár siðan nokkur hefur þorað að vera yfir nótt I þessu húsi. Draugarnir þar eru sem sé hvorki þægilegir né vingjarnleg- ir, heldur nærgöngulir og jafnvel óvinveittir. A Viktórlutimanum var húsiö svo frægt, að þegar 'fólk kom i heimsókn til London, varð þaö að taka sér ferð á hendur til Berke- ley Square til þess aö sjá þetta fræga hús. Það var byggt á 17. öld og taliö er að reimleikarnir hafi hafizt þegar, er húsið var fullgert. Mest ber á draugaganginum uppi á lofti i húsinu. Arið 1872 á- kvað Lyttelton lávarður að vera um nótt þar uppi. Hann hafði meö sér byssu og silfurpeninga, sem hann kastaði i dökkar verurnar, þegar honum fannst þær koma of. nærri rúminu sinu. Honum fannst þá eins og eitthvað félli um koll á gólfinu, en morguninn eftir sáust þess engin merki, að nokkur heföi komið inn i herbergið. Annar maður telur, að litið barn i Skotapilsi gangi um grát- andi uppi á loftinu. Sumir segja, aö vofan sé litil stúlka, sem hafi fleygt sér út um gluggann til þess að losna undan haröýögi frænda sins. Samt telja flestir að I húsinu hafi búið peningafalsarar, sem gerðu allt til þess að fæla fólk þaöan til þess að ekki kæmist upp um þá. Og siðan eiga falsararnir aö hafa gengið aftur vegna glæpa sinna. Ariö 1870 voru tveir slompaðir sjómenn á leið heim og varð þeim gengið framhjá húsinu, en á þvi stóð: Til sölu. Þeir brutust þar inn og hugðust láta fyrirberast þar um nóttina, en urðu lostnir svo mikilli skelfingu, að við borð lá, aö þeir létu lifið af hræöslu. Dyr- um var skellt aftur og húnum var snúið og uppi á loftinu sáu þeir eitthvað, sem liktist manni. Ann- ar sjómaðurinn komst út úr hús- inu og kallaði á lögregluna. Þegar lögreglan og maðurinn komu aft- ur til hússins, sáust þar engin merki um draugagang. En hinn sjómaöurinn lá höfuðkúpubrotinn I garðinum og einn loftglugginn var opinn. Hættulega tréð Svo nefna Londonarbúar merkilegt tré I Green Park, sem enginn þorir að ganga alveg að. Hvorki hippar né >• 6,r elskendur setjast undir greinar þess og eng- inn ekur þar nærri með barna- vagn. Já meira aö segja garð- veröirnir þora ekki að koma ná- lægt trénu. Sagt er, að frá trénu heýrist ruddaleg rödd, en sé það nálgast þagnar röddin. Sumir þykjast hafa heyrt alls konar stunur i kringum tréð og stað- reynd er, að mikill fjöldi sjálfs- morða hefur verið framinn i Green Park. Þeir eru margir, sem hafa hengt sig 1 þessu dular- fulla tré. 31.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.