Vikan


Vikan - 01.08.1974, Síða 23

Vikan - 01.08.1974, Síða 23
mig drqymdi APPELSINA OG LIKAMSARAS. Kæri draumráöandi Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þessa tvo drauma. Fyrri draumurinn var á þessa leið: Mér f annst ég vera inni í klef a á skipi og þar kemur inn strákurinn, sem ég er með, og heldur hann annarri hendinni fyrir aftan bak. Ég spyr hann, hvað hann sé með, sem ég megi ekki sjá. Þá rétti hann fram hendina og sagði: ,,Þetta er handa þér, elskan mín!" Hann var með appelsínu f hendinni. Hinn draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég vera næturvörður á hóteli. Þangað koma nokkrir menn og þeir fóru að berja mig. Hótel- stjórinn frétti þetta og segir við mig: ,,Svona er að vera að ráða kvenfólk í karlmannsvinnu." Með f yrirf ram þökkum f yrir birtinguna og ráðning- una. Fyrri draumurinn getur verið fyrir tvennu. Þú átt langt lif við góða heilsu fyrir höndum og þér finnst þú geta þakkað piltinum það að einhverju leyti. Eins get- ur verið, að þið verðið sameiginlega fyrir einhverju fjárhagslegu happi. Seinni draumurinn hefur ekki eins augljósa merk- ingu. Líklegast er hann fyrir einhverjum vandræðum, sem þú lendir í á vinnustað eða í skóla, en vonandi tekst þér aðgreiða fram úr þeim á tiltölulega auðveld- an hátt, enda er ekki óliklegt, að vandræðin séu þau, að þú verðir sökuð um eitthvað, sem þú berð enga ábyrgð á. Svar til Bjargar J. Vist getur það verið, að þessar tölur séu númer á happdrættismiða, sem miklar likur eru á, að vinni. Þó þarf það ekki að vera og haltu áfram að líta í kringum þig og athuga, hvort númerið er ekki á einhverju öðru. Of víðar og stuttar buxur. Kæri þáttur! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi í nótt sem leið. Mér fannst ég vera að ganga upp Laugaveginn og það var óvenju margt fólk á ferli allt í kringum mig. Allt i einu sá ég X (vin minn) koma gangandi ásamt bróður sínum á móti mér. X var mjög breyttur, hafði stækkað m jög mikið og var kominn með þykka svarta barta. Hann heilsaði mér ekki, en tók bara utan um mig og sagði ekkert, þó að ég talaði og talaði í sífellu. Næst man ég, að við vorum tvö að ganga upp Lauga- veginn, en bróðir hans hafði farið niðureftir. Nú brá svo við, að svo til ekkert fólk var lengur í kringum okkur, en við héldumst í hendur og hélt ég alltaf í báð- ar hendurnar á honum. Næst man ég, að við vorum komin inn í fataverzlun og vorum að skoða gallabuxur. Ég var að hugsa um að kaupa buxur, en fann engar passlegar á mig. Þá tók X einar buxurnar og sagði, að þær myndu áreiðanlega passa og fara mér vel. Ég keypti jáær undireins, en þegar ég fór að skoða þær betur, sá ég að þær voru mjög illa saumaðar, allar skakkar og skældar og líka var auðséð, að þær yrðu allt of stuttar og viðar á mig, því að ég er svo löng og mjó. Samt hafði X verið æstur í að ég keypti þær. Nú varð draumurinn ekki lengri. Með fyfirfram þökk fyrir birtinguna og von um góða ráðningu. J.Á. Svo er að sjá sem X eigi góða daga framundan og ekki er ómögulegt að honum græðist nokkuð fé. Lík- lega takið þið upp fyrra samband ykkar og verðið fyr- ir það að þola eitthvert baktal og jafnvel kunningja- missi, sem getur orðið ykkur erf itt. Gættu þess þá vel að láta ekki misskilning ykkar á milli verða til þess að upp úr sambandi ykkar slitni. TVEIR DRAUMAR UM GULLMUNI. Kæri draumráðandj! Viltu vera svo vænn að ráða þessa tvo drauma f yrir mig. Fyrri draumurinn er á þessa leið: Ég var að fara að gæta barna fyrir konu, sem ég þekki, og þegar ég kem til hennar, réttir hún mér bómullarhnoðra og segir við mig, að ég skuli ekki fletta honum í sundur fyrr en ég sé komin heim. En um leið og hún segir þetta við mig veltur hringur úr gulli út úr bómullinni. Hringurinn var með stórum rauðum steini. Þessu næst réttir konan mér gullarm- band og gullúr á mosagrænni ól. Svo tekur hún af sér annað úr, sem var á hvítri ól, og segir að ég megi eiga þetta. Þá bendir hún mér út um stof ugluggann og úti á tröppum stendur nágranni hennar með öll húsgöngin hennar. Ég spyr hana af hverju hún sé að gefa þetta allt, en hún sagðist ætla að fara að endurnýja alla inn- anstokksmuni hjá sér. Síðan gekk hún út í eitt hornið á stofunni. Þar stóð jólatré og í kringum það voru jólapakkar. Hún og stelpurnar hennar seth zt niður hjá trénu og fóru að taka upp pakka. Ég spurði þá, hvort þær ættu ennþá jólatré og jólagjafir og konan sagði, að þær tækju þetta upp svona smám saman. Þessi draumur varð ekki lengri, en hinn var svona: Mér fannst ég vera stödd úti á landi með vinkonu minni og rétt hjá okkur fannst mér vera aragrúi af fólki. Svo fannst mér vinkona mín ganga upp á hæð eða hól þarna og ég gekk svolítið á eftir henni. Þá sé ég eitthvað glitra á jörðinni og tek það upp. Ég sé að það er gullarmband og hleyp til vinkonu minnar og spyr hana hvort hún hafði týnt því. Hún kveður nei við því. Þá verður mér litið niður fyrir mig og se ég þar, að á jörðinni við fætur mér liggur gullúr. Ég tók það upp. Svo göngum við áfram upp á hólinn og á leiðinni fann ég enn einn skartgrip úr gulli. Mig minnir að það hafi verið hálsmen, en ég er ekki alveg viss um jáað. Með fyrirfram þakklæti Ein sem sjaldan lætur síg dreyma öll þín áform virðast muna ganga óvenju vel á næstunni og þú eignast marga nýja vini. Það er ekki ólíklegt, að það gerist einhvers staðar úti á landi, þangað sem þú ferð i atvinnuleit.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.