Vikan


Vikan - 01.08.1974, Síða 24

Vikan - 01.08.1974, Síða 24
Burt Lancaster Grátt skeggiö er hans eigið og hann strýkur það gjarnan eins og hann trúi þvi varla, að það sé þarna i raun og v.eru. Nú er hann áð leika Móses i sjónvarpsmyndaflokki, sem hlot- ið hefur heitið The Law Giver. (Lögmálsgjafinn). Sennilega eiga aðdáendur Burts Lancasters erf- itt meö að venjast honum sem Móse, þvi að hann er vanari að fást við hlutverk, þar sem meiri áherzla hefur verið lögð á aðlað- andi útlit hans. En þeir ættu samt engu að kviða, þvi að ekkert gamla-testamentis skegg getur orðiö til þess að fela kynþokka hans. Burt Lancaster er þægilegur i viömóti og broshýr, en röddin er lágvær og hann slær ekki um sig með fullyrðingum. Sé hann spuröur nærgöngulla spurninga, vlkur hann sér undan að svara þeim, ákveðinn, en þó með töfr- andi brosi. Hið næsta, sem unnt er að kom- ast að honum, er þegar talað er við hann um verðleika gamla heimsins — heiður og heiðarleika. En hvort tveggja þykir honum vera á undanhaldi i heiminum nú. „Ég var alinn upp við það, að orðum manna væri óhætt að treysta. Og að það væri óhugsandi og vansæmandi að efna ekki lof- orð sin. Þessum hluta uppeldis mins hef ég aldrei gleymt”. Þó ótrúlegt sé, er Burt orðinn sextugur og nú rifjar hann upp bernsku sina og æsku, sem gerðu hanri að þeim manni, sem hann nú er. Hann var yngstur systkina sinna og fæddist I þeim hluta New York, sem kallaður er Little Italy (Litla-ttalia) og hann ólst upp I litriku umhverfi innflytjenda- borgarhlutans. Það var alltaf mikið um að vera og unglingarnir I götunum háðu tiöum blóðuga bardaga sin á milli. Fjölskylduböndin voru sterk og hann minnist þeirra með söknuði. „Móðir min var hvað áhrifa- mest I fjölskyldunni. Ég var alinn upp Imótmælendatrú I New York, en ég hef aldrei verið sérlega trú- hneigður. Þar fyrir fylgdist ég með trúmálunum og fór við og við i kirkju og þegar ég var sextán ára var ég orðinn kennari i sunnudagaskólanum. Ég veit ekki, hvort ég var ýkja góöur kennari. Mestur hluti timanna fór i aö banna Jimmy litla að bora upp I nefiö á sér og skipa honum að fylgjast meö þvi,- sem ég var að segja. En móðir min innrætti mér sterka siðgæðiskennd, það er sama hve fátækur og vesæll þú veröur, þ,ú mátt aldrei segja ó- satt, aldrei stela og aldrei svikja loforð þin. Ég býst ekki við að ég gleymi þessu nokkurn tfma, þvi að mamma neytti aflsmunar við að innprenta mér það. Mamma var svo ákveðin kona. Við vorum ekki fátæk, en urðum þó að horfa i hvern eyri. Ég man, að hún sendi mig stundum að kaupa mjólk. 1 þá daga fórum við með málm- brúsa, sem var fylltur i búðinni. Rétt áður en ég var kominn alla leið heim með mjólkina, fékk ég mér stundum sopa úr brúsanum. Mér þótti mjólkin frábær drykk- ur, svöl og hressandi. En mamma sá alltaf, ef ég hafði drukkið af mjólkinni og þá gaf hún mér utan undir. Einn daginn fékk ég henni afganginn af peningunum og beið svo eftir löðrunginum, en þá brá svo við, að hún gaf mér ekki kinn- hest. Kaupmaðurinn hafði gefið mér of mikið til baka. Fyrst spurði hún mig i þaula, af þvi að hún var hrædd um að ég hefði stolið peningunum. Svo sendi hún mig með mismuninn til kaup- mannsins. Hann varð hvumsa viö, þvi að hann var alls ekki van- ur slikum heiðarleika. Einu sinni fann ég tuttugu dollara seðil á götunni. t minum augum voru tuttugu dollarar eins og öll inn- stæðan I Englandsbanka saman- lögð. Ég hafði aldrei átt meira en fimm penni á ævinni. En ég mundi eftir mömmu. Ég beið i kuldanum i hálftima til þess að vita, hvort ég rækist ekki á ein- hvern, sem væri að leita að seðl- inum. Og svo kom ég auga á litla, gamla konu, sem var mjög áhyggjufull. Hún spurði mig, hvort ég hefði rekizt á tuttugu dollara seðil. Auðvitað játti ég þvi og fékk henni seðilinn. En hún gaf mér fimmtiu sent i fundarlaun, svo að ég gat verið harla glaður”. Burt man eftir fleiri atvikum úr bernsku sinni. „Við áttum aldrei nóg af fötum og vorum alls ékki ein um það þá. Við bjuggumst ekki við þvi að okkur væri hlýtt á veturna, þvi að við vorum ekki vön þvf. Við urð- um þess vegna að vera á stöðug- um hlaupum til þess að halda á okkur hita”. Þegar þessarar bernsku er gætt, er ekki að undra, að börnin fimm, sem hann á með Normu seinni konu sinni, eru honum eins mikilvæg og raun ber vitni. Þau Norma skildu fyrir fimm árum eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. Burt er samt ham- ingjusamur og hefur ánægju af þvi að tala um syni sina tvo og dæturnar þrjár. „Ég er orðinn þreyttur á þvi að kenna þeim að halda allar gull- vægu reglurnar hennar mömmu i heiðri. Þau eru orðin sjálfstæðir persónuleikar og líf þeirra hefur verið mjög ólikt lifi minu. Þegar fjölskylda er — ekki endilega fá- tæk, en ekki efnuð — verður hún að halda mjög vel saman til þess aðsigrast á erfiðleikunum. Þegar efnahagurinn er rýmri, er sam- heldnin ekki eins lifsnauðsynleg. Ég á við það, að börnin min þurftu ekki að hlaupa út i mjólk- urbúðina og hafa áhyggjur af aurunum, sem þau fengju til baka. Annað hvort sótti vinnu- konan mjólkina, eða mjólkin var send heim. Þau vissu, að foreldr- ar þeirra höfðu nóg handa á milli og þess vegna er viðhorf þeirra ekki hið sama og fólks, sem elzlt upp við fátækt”. Ekki svo að skilja, að Burt liti á fátækt sem einhvers konar for- réttindi. Þó að hann minnist bernsku sinnar og uppeldis móður sinnar með hlýju, á hann erfitt með að gleyma köldu vetrunum, þegar foreldrar hans höfðu ekki ráð á þvi að kaupa þykkar og hlýjar peysur á hann og systkini hans.- Afi minn var irskfæddur og hvorki læs né skrifandi. Hann varð að undirrita öll skjöl með krossi. En það kom ekki i veg fyr- ir, að hann kæmi sæmilega undir sig fótunum”. Börn Burts ólust upp i Holly- wood, þar sem hann var einn af stórstirnunum á siðustu árum fimmta tugs aldarinnar og fyrstu árum þess sjötta. „En þá voru einkabaðstrand- irnar og villtu veizlurnar i Holly- wood eiginlega liðin tið. Við lifð- um i rauninni mjög venjulegu lifi. Börnin okkar gengu i skóla með börnum annarra leikara og börn- um lækna og lögfræðinga. Ég held þau hafi ekki verið að hugsa mik- ið um það, sem ég var að gera. Fyrir þeim var ég alltaf pabbi, en ekki Burt Lancaster eins og hann var á hvita tjaldinu. Þeim fannst miklu merkilegra, að' ég skyldi þekkja menn eins og Hopalong Cassidy og Boris Karloff. En ég man þó, að einu sinni minntu þau mig mjög á starf mitt. Ég var vanur að aka þ'eim i skólann á hverjum degi. Við áttum tvo bila — station og fremur stóran Cadil- lac. Einn daginn ók ég- þeim i skólann I Cadillac. Ég veitti þvi athygli, að þau voru eitthvað dauf I dálkinn, en ég vissi ekki hvers 24 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.