Vikan


Vikan - 01.08.1974, Síða 29

Vikan - 01.08.1974, Síða 29
Smásaga eftir Mark Hellinger ist, eins og hann ætti erfitt með að hafa stjórn á sér. — Ég hef beðið þin lengi, Tommy, hélt hann á- fram lágum rómi. — Ég vissi að þú myndir koma hingað fyrr eða siðar, og ég hef oft velt þvi fyrir mér, hvort mér myndi endast aldur til að taka á móti þér. En nú ertu kominn. Pilturinn starði á gólfið. — Ég hef aldrei haft orð fyrir að vera strangur, hélt hann áfram — ég hef alltaf reynt að vera réttlát- ur. En ég ætla aö láta þig vita það, Tommy, að það verður mér sérstök ánægja að sjá um að þú fáir þá meðferð, sem þú átt skilið. Ég sé það i skjölum þinum að þú ert fæddur og uppalinn hér i bæn- um. Foreldrar þinir gerðu það, sem þeir gátu, til að gera úr þér heiðarlegan mann. Þeir kostuöu miklu til náms þins — og hvað gafstu þeim i staðinn? Þú laugst að þeim og sveikst þau, fórst i mesta lagi i skólann annan hvern dag og svo stalstu, stalst frá þin- um eigin foreldrum. Er þetta ekki rétt hjá mér, Tommy? Pilturinn svaraði ekki, en hann var kafrjóður i andliti. — Mér skilst að það hafi komið til rifrildis milli þin og föður þins. Hann hefði átt að húöstrýkja þig. En hann var allt of vægur og lét sér nægja aö skamma þig og þú notaðir það sem átyllu til að stinga af, flýja til stórborgarinn- ar—og hann hvæsti siöasta oröið. — Og hvað fékkstu svo í stórborg- inni, Tommy? Æfingu i að nota byssu? Dulnefnið Tommy? Kyn- æði? Ótta við alla lögregluþjóna, sem þú mættir — eða hvað? Já, þetta var það, sem stórborgin gaf þér — og margt fleira. Þú fékkst félagsskap, sem átti við þig, og þú reyndir að sýna hve mikill maður þú værir, einkum ef smákaup- menn áttu i hlut. Já, þú varst karl i krapinu, Tommy! En daginn, sem þeir slógu byssuna úr hendi þér og sendu þig á vinnuhælið þá gréztu, ekki satt? Þú mátt þakka fyrir að tóbakssalinn dó ekki, þvi þá hefðir þú lent i „stólnum” eftir nokkra daga, væni minn. En nú verðurðu að láta þér nægja fimm ár. Nú skaltu fara, en eitt ætla ég að segja þér til viðbótar: Þessi fimm ár munu verða þau lengstu, sem þú hefur lifað. Um það mun ég sjálfur sjá. Og komdu þér nú i burtu. Mennirnir fimm gengu út úr herberginu. Tommy fór siðastur. I dyrunum sneri hann sér viö. Yfirfangavöröurinn hallaði sér fram og hélt um höfuðiö. — Ég skal reyna pabbi, hvisl- aði hann — ég skal reyna.... * 31. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.