Vikan - 01.08.1974, Page 31
Anne Virginia Kemmitt fékk til-
kynningu um, að maður hennar
hefði fallið i striðinu. Hún flutti til
Bandarikjanna og þegar maður
hennar kom aftur eftir að hafa
falizt i smáþorpi á Sumötru i
slriðinu, hélt iiann, að hún og litla
dóttir þeirra væru dánar.
pore. Skilnaðurinn við Anne og
dóttur okkar, sem við höfðum
skirt Dorothy Marguerite i höfuð-
ið á ömmum hennar, var mér
þungbær, en ég varð að fara.
Siðasta kveðjan
Siðasta kvöldið okkar saman
gátum við Anne ekki talað mikið
saman. Hvað skal segja, þegar
maður á að fara frá konunni sem
maður elskar, og veit ekki, hvort
maður sér hana nokkurn tima
framar?
— Ég veit, að þú kemur aftur
einhvern tlma, sagði Anne, þegar
við höfðum setið lengi þögul. —
En ef eitthvað skyldi koma fyrir
þig, Bill, ef þú kæmir ekki heim til
min og Dorothy, vil ég að þú vitir,
að i hjarta minu muntu alltaf lifa.
Ég mun aldrei geta gift mig aftur.
Ef eitthvað skyldi fara illa, mun
ég fara með dóttur okkar til
Bandarikjanna, en ég lofa þvi aö
koma með hana til Englands og
foreldra þinna eins oft og ég get.
Við lögðum frá landi siðdegis
daginn eftir og nokkrum vikum
seinna vorum við úti fyrir
Borneo. Við höfðum lent i átökum
við þrjú óvinaskip og sökkt þeim.
Svo — siðla dags, þegar við vor-
um 250 kilómetra úti fyrir Sara-
wak — skaut þremur japönskum
herskipum upp og þau bjuggust
til árásar. Við gátum ekki haft við
þeim i bardaga, enda voru fall-
byssur þeirra miklu langdrægari
en okkar. Við ákváðum þvi að
reyna að komast undan, en það
var eins og allt væri okkur and-
stætt. Vélin bilaði hjá okkur og i
stað þess að ná þeim hraða, sem
nægði okkur til þess að komast
undan óvinaskipunum, urðum við
að sigla á hálfum hraða. Fall-
byssukúlurnar hvinu stöðugt yfir
höfðum okkar og japönsku skipin
nálguðust jafnt og þétt. Við viss-
um, að það var einungis tima-
spursmál, hvenær skipið sykki.
Ég vil ekki deyja
Ég man ekki, hvenær þeir
hæfðu skipið. Ég var á afturþilj-
um, þegar tvö eða þrjú skot hæfðu
samtimis. Mér fannst eins og
skipið spryngi undir mér og ég
flygi gegnum loftið. Ég man
óljóst, að ég féll i sjóinn, sökk og
barðist við að komast upp á yfir-
borðið. Ég beitti handleggjum og
fótum eins og óður væri til þess að
reyna að komast burtu frá eldhaf-
inu, sem mér fannst umlykja mig
á alla vegu.
Ég varð var við eitthvað i sjón-
um og greip i það dauðahaldi, þó
að ég væri hálfmeðvitundarlaus.
Mér leið eins og ég hefði verið
fleginn lifandi. Ég var örmagna,
en þó gerði ég mér ljóst, að þarna
gætu verið hákarlar i sjónum. Ég
klöngraðist upp á „flekann”,
hvort sem hann var nú dyr eða
eitthvað annað. Þegar ég loksins
komst upp á hann lagðist ég fyrir
þar.
Nóttin féll á og það kólnaði.
Freistingin að sleppa takinu og
láta mig falla i sjóinn og deyja
var mikil, en viljinn til að lifa
varð yfirsterkari. Mig rak alla
nóttina og i hjarta minu vissi ég,
að ég var einungis að fresta dauð-
anum og að ég gæti bundið endi á
allt saman með þvi einu að sleppa
takinu, heyrði ég Anne segja:
„Haltu þetta út, elskan min, haltu
það út. Hjálpin mun berast.”
Ég barðist við að halda mér
vakandi, þegar mér fannst ég
heyra raddir i kringum mig. Ég
kenndi til, þegar ég opnaði augun
og nokkur stund leið, áður en ég
gerði mér ljóst að ég lá á greina-
og laufblaðahrúgu á kofagólfi og i
kringum mig voru menn. Einn
þeirra beygði sig niður og sagði á
hollenzku, en hana skildi ég ekki:
— Ertu hollenzkur?
Ég skildi bara orðið hollenzkur
og ég hvislaði: — Nei, enskur....
Maðurinn, sem var aldinn að
árum, sagði við mig á bjagaðri
ensku: — Ertu enskur? Og ég
stundi upp jái.
Ég átti erfitt með að fylgjast
með þvi, sem hann sagði, en þó
skildiég það mikilvægasta. Fiski-
mepn úr þorpinu höfðu fundið mig
á reki snemma um morguninn ut-
an við strönd Sumötru. Þeir höfðu
haldið, að ég væri látinn, en þegar
þeir fundu lifsmark með mér,
fluttu þeir mig til þorpsins. .
Nokkrar konur höfðu klætt mig úr
fötunum og borið á mig smyrsl,
sem blönduð voru úr blöðum og
jurtafeiti.
— Við erum múhameðstrúar,
sagði gamli maðurinn. — Þú ert
öruggur hérna. Japanir eru
hérna, en langt i burtu og við
höldum, að þeir komi ekki hingað.
Þú getur verið hérna meðan þú
ert að komast til heilsu. Strið er
slæmt, allt of margt fólk deyr.
Umkringdur Japönum
Þetta vingjarnlega fólk_gaf mér
mat og fatnaö og kom mér til
heilsu aftur. Ég á þeiftí mikla
skuld að gjalda. Þeir fengu fréttir
með boöberum, sem komu og
fóru, og gamli maðurinn sagði
mér, að Japanir hefðu tekið öll
völd á eynni. Ég hafði enga
möguleika til að komast undan.
Þær fréttir bárust, að Singapore
væri fallin og að Japanir hefðu
flætt yfir Filippseyjar i átt að
Nýja-Sjálandi og Astraliu og eng-
inn gæti stöðvað þá úr þessu.
Allan timann hugsaði ég um
konu mina og dóttur og ég reyndi
að koma auga á einhverja mögu-
leika til þess að komast til Astra-
liu eða eitthvert annað, þar sem
Japanir heföu enn ekki náð yfir-
ráðum og þaðan sem ég gæti sent
Anne skilaboö um að ég væri á
lífi. Boðberarnir færðu þær frétt-
ir, að Japanir hefðu tekið alla k
hvita menn i Austur-Indium til W
fanga. Þeir umkringdu okkur á W
alla vegu og ég þurfti ekki að láta '
— Ertu enskur?
31. TBL. VIKAN 31