Vikan


Vikan - 01.08.1974, Page 33

Vikan - 01.08.1974, Page 33
Þaft var ráðning ungfrú Dorothy Marguerite Kemmitt, I skóla stjórastarf i þekktum kvenna- skóla, sem varð til þess að fjöl- skyldan náði saman aftur. næstum eins og ég þyrfti ekki nema að rétta út hendurnar og þá næði ég til þeirra.... Skipið varð fyrir tundurskeyti Ég flýtti mér allt hvað af tók til bandariska sendiráðsins i London Þar voru allar upplýsingar skrif- aðar niður og þeir lofuðu að kanna hvort þeir gætu komizt að þvi, hvar þær Anne og Dorothy væru niður komnar. Þegar ég var kominn heim aft- ur, skrifaði ég til dagblaðs i Balti- more og bað um að þessi tilkynn- ing yrði birt: KEMMITT, Anne og Dorothy. Ég er á lifi. Sendið mér skeyti. Ég gaf upp nafn mitt og sima- númer og bað um að auglýsingin yrði birt á hverjum degi i viku. Ekkert svar barst. Eftir mánuð fékk ég svar frá bandarfska sendiráðinu, sem gerði mig von- lausan á nýjan leik. Skipið, sem kona min og dóttir höfðu farið með, hafði siglt i skipalest og orðið fyrir tundur- skeyti langt úti á Atlantshafi. Brezkt herskip hafði bjargað nokkrum, sem komizthöfðu af, en enginn þeirra var bandariskur. Ef ég óskaði nánari upplýsinga var mér ráðlagt að snúa mér til sjóhersins. Ég fól verzlun mina i hendur aðstoðarmanni minum og fór aft- ur til London á aðalstöðvar sjó- hersins. Þar var mér veitt öll möguleg aðstoð. Það var rétt, að skipinu haföi veriö sökkt og aö herskip hafði bjargað fimmtán manns af þvi, en nöfn þessa fólks voru ekki skráð. Ég varö að hitta yfirmennina af herskipinu til þess að komast að þvi, hvort meðal fólksins hefði verið kona með litið barn. Þegar ég fór út úr aðalstöðvum sjóhersins, var ég með lista yfir 36 menn og heimilisföng þeirra. Þeir höfðu verið foringjar og und- irforingjar á herskipinu. Þeir, sem bjargað var af flutningaskip- inu, sem kona min og dóttir höfðu verið á, höfðu verið settir á land i St. Johns á Nýfundnalandi. Ég fór á fund allra þessara manna, en enginn þeirra mundi eftir konu og barni. Sá siðasti, sera ég talaði við, sagðist ekkimuna eftir konu með barn, en einni konu sagðist hann muna eft- ir. Hann minnti, að það hefði ver- ið eldri kona, allavega yfir fimm- tugt. Mér var þungt i skapi, þegar ég hélt heimleiðis. öll von var úti. Heima beið min bréf frá banda- riska sendiráðinu. „Kæri hr. Kemmitt! Með tilvisun til fyrri skrifa okkar á milli, getum við til- kynnt yður, að við höfum nú feng- ið staðfestingu á þvi, að frú Kemmitt og barn hennar fóru ekki með fyrrnefndu skipi, heldur sigldu áleiðis til Bandarikjanna tveimur dögum siðar, þar sem þær höfðu ekki útvegað sér öll skilriki. Við vonum, að þessar upplýsingar geti orðið yður til hjálpar.” Þær voru á lifi! Á þvi gat eng- inn vafi leikið. Ég fór i gegnum allar skýrslur og gat hvergi fund- ið, að neitt annað skip hefði farizt á þessum tima og engin önnur skip höfðu heldur orðið fyrir árás. Hvar eruð þið? Ég baö amerisk stjórnvöld og Rauöa krossinn um aöstoð og ég lét birta auglýsingar I dagblöðum i Maryland og viöar. Ég fór á upplýsingamiðstöð Bandarikj- anna og fletti hverri einustu simaskrá i gervöllum Bandarikj- unum. Ég fann átta manns, sem hétu Kemmitt, en enginn þeirra þekkti nokkuð til Anne Virgina Kemmitt eða Dorothy Marguerite Kemmitt. Ég fór til Kanada og Bandarikj- anna i viðskiptaerindum og i ferð- inni fór ég til Baltimore og átti tal við fjölda fólks, en enginn hafði heyrt getið um neinn Kemmitt þar i borginni. Var hún á lifi eða var hún dáin? Ég vissi það ekki og hafði enga möguleika á þvi að vita það. Árin liðu og ég ákvað að setja auglýs- inguna mina i öll dagblöð i Bandarikjunum og ég réði mér mann i Baltimore til þess að reyna að hafa uppi á þeim. En ^r- angurinn varð enginn. Það gat verið, datt mér i hug, að Anne hefði gifzt aftur og hefði séð auglýsingarnar minar og ákveðið, að bezt væri að láta for- tiðina að vera gleymda. Það gat orsakað alls konar vandamál, ef hún væri gift aftur og ætti fleiri börn, að ég skyldi allt I einu vera risinn upp frá dauðum. Verzlunarferð í september fór ég aftur ásamt Tony Johnstone aðstoðarmanni minum I verzlunarferð til Kanada og Bandarikjanna. við flugum beint til Montreal og lukum erind- um okkar i kanadisku borgunum fyrst. Við vorum þreyttir eftir að hafa gengið frá málum fyrir- tækisins i Toronto og ákváðum að taka næturlestina til New York, þar sem við þurftum að sinna ýmsu daginn eftir. Við gætum sofið i lestinni og nytum þvi meiri hvildar heldur en ef viö tækjum morgunflug til New York daginn eftir. A brautarstöðinni I Toronto keypti Tony Johnstone nokkur timarit til þess að h'afa eitthvað til að lesa á leiðinni. Við fengum okkur drykk i matvagninum og Tony sat og blaðaði i blöðunum. Ég var að enda við að fá mér sopa af drykknum, þegar Tony leit upp og sagði: — Þær eru vandfundn- ar, en hérna er ein Dorothy Kemmitt. Ég reif timaritið af honum og sá að hann hafði veriö að lesa um félagsmál. Þar var greinarstúfur, sem i stóð, að „ungfrú Dorothy M. Kemmitt frá Lexington I Kentucky hefði veriö falin skóla- stjórn á þekktum heimavistar- skóla fyrir stúlkur i Baltimore. Það verður nokkurs konar heim- koma fyrir ungfrú Kemmitt, þvi að móðir hennar ólst upp i Baltimore.” Þvi miður farnar Ég get á engan hátt lýst tilfinn- ingum minum á þessu andartaki. Þúsund hugsanir þutu gegnum höfuöið á mér. Gátu verið til tvær stúlkur, sem hétu Dorothy M. Kemmitt? Var þessi, gat þessi stúlka verið dóttir min? Var hún orðin 32 ára og enn ógift? Ég gat ekki beðið næsta dags. Ég sagði Tony, að ég færi af lest- inni á næstu stöð. Hann vissi hvað mér leið og samþykkti það orða- laust. Við tókum bil á hótel, þar sem ég baö um að hringt yrði fyr- ir mig til skólans, sem Dorothy var að hætta að starfa við. Klukkan var orðin tiu, þegar viö loks fengum svar. Konurödd i simanum tjáði mér, að ungfrú Kemmitt hefði farið til Baltimore fyrir hálfum mánuði. — Getið þér gefið mér upp simanúmer hennar þar? sagði ég ákafur. — Það er mjög mikilvægt. — Verið svo góður að biða and- artak, sagði konan og þegar hún kom aftur i simann, gaf hún mér upp simanúmer i Baltimore. Og strax á eftir bað ég stmastúlkuna um að ná i þetta númer fyrir mig. Ég er faðir þinn! Siminn hringdi i heila minútu og kaldur sviti spratt út á enninu á mér við tilhugsunina um, að enginn myndi svara. En svo var tólinu lyft og ég heyrði konu segja: — Halló! Ég reyndi að hafa vald á rödd- inni: — Er þetta ungfrú Kemm- itt? — Já, það er hún, svaraði kon- an. — Get ég gert eitthvað fyrir yður? — Verið svo góðar að hlusta á mig eitt andartak, ungfrú Kemm- itt, og svara þvi, sem ég spyr um þig. Heitið þér Dorothy Margue- rite? — Já... en hvern er ég að tala við? — Ungfrú Kemmitt, fæddust þér i Folkestone á Englandi árið 1939? — Já, það er rétt, en... Ég gat ekkert sagt. Það var eins og ég hefði ekkert vald á sjálfum mér. Ég heyrði hana kalla: — Halló, halló.... og ég kallaði á móti: — Ekki leggja á... 31. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.