Vikan - 01.08.1974, Blaðsíða 37
Og hugrekkið hjá honum rétti við,
eftir þvi sem likaminn hresstist.
Hann hafði endurheimt hugrekki
sitt. Hægt og bitandi stóð hann
upp og gekk upp stigann. Þvi
hærra sem hann kom i stigann,
þvi nær færðist hann Rósu — og
þvi meir dró lir hugrekkinu. Hann
gekk að stigagatinu og til svefn-
herbergis þeirra. Or baðherberg-
inu heyröist i steypibaðinu.
Svefnherbergiö var hálfmyrkv-
að. Rósa haföi dregið tjöldin fyrir
opna gluggana. Oti fyrir voru eit-
ursveipirnir, sem veittu bæði
skjól og svala. Það var likara
kvöldi en morgni þarna inni.
Læknirinn settist á stól og sneri
sér til dyranna. Hann beið i
þrákelknislegri en feiminni von.
Svo kom hún inn. Hún var með
handklæði um sig miðja.
Hún stóð við rúmstokkinn og lauk
við að þurrka sér. Hún hafði ekki
litið á hann, og hann hélt helzt, að
hún vissi alls ekki af honum
þarna. Hann sat hreyfingarlaus,
hálfhræddur við að gera vart við
sig.
Þá sagði hún og stóð á öðrum
fæti en lyfti honum til þess að
þurrka hann. — Sérðu eitthvað
fallegt? Röddin var hörkuleg.
Hann svaraði: — Ég verð að
horfa á þig. Af þvi að þú ert svo
falleg.
Hún svaraði engu, en neri á sér
tærnar með handklæðinu. Svarta
hárið féll niður með andlitinu á
henni, axlirnar voru hvitar, mjó-
ar, grannar og brjóstin héngu
niður þegar hún laut fram. Þögn
hennar ýtti undir hugrekkið hjá
honum og hann sagði: — Þú ert
svo niðurdregin. Þú hefðir ekki
átt að vera þarna útfrá.
— Það var allt i lagi þarna út-
frá. En það er verra að koma
aftur i þessa rottuholu. Alltaf þarf
maður að koma þangað aftur.
— Ifvernig geturðu kallað það
rottuholu. Þú valdir innbúið sjálf.
Kostaöi næstum fimm þúsund
dali. Hvergi betra i öllum bænum.
— Hættu þessu grobbi. Þú ert
enn að borga það niður. Fyrir
suma menn — ég sagði menn —
eru fimm þúsund dalir ekki nema
sigarettupeningar. Hún fleygði
handklæðinu á stól.
Hann leit af henni og kring um
sig I herberginu. Húsgögnin
þarna voru öll úr kjörviði, dýr og
falleg. 1 litlu timburbæjunum var
ekki annað til en ódýr húsgögn.
Þau hjónin höfðu fahið alla leið til
Milwaukee til að finna þessi
húsgögn. Veggfóðrið var af vönd-
uöustu tegund. Og þarna voru
fjórar enskar prentmyndir, sem
Rósa hafði pantað úr einhverri
listaverkabúð i New York.
— Ég gerði það sem ég gat,
sagöi hann og röddin var mjó og
dálitið skræk.
Rósa tók teppin af rúminu og
skildi aðeins eftir lakið, til að hafa
ofan á sér. Svo lagðist hún i rúmið
og sneri sér frá honum. Aftur sat
hann, án þess að geta neitt hugs-
aö, og hugrekkið steig og hneig á
vixl. Loksins sagði hann vesæld-
arlega. — Ég er slituppgefinn. Ég
verð lika að fá ofurlitinn svefn.
Hún svaraði engu, og þegar
hann fékk ekkert ónotalegt svar,
fór hann að afklæða sig, tók af sér
skóna og setti þá varlega á gólfið,
til að hávaðinn skyldi ekki ónáða
hana. Hann hlustaði og horfði á
hana og bjóst við, að hún mundi
banna honum þetta. En hún
hvorki hreyfði sig né sagði neitt.
Hann vissi, að hún var enn ekki
sofnuð. Svo gekk hann aö
rúminu og lagðist niður við
hliðina á henni, og breiddi yfir
sig teppið. Hún færði sig ofurlitið
frá honum. Hann lá og horfði upp
i loftið, en hugsaði ekki um annað
en hana. Stundum fannst honum
hann þurfa að afsaka það við
hana, að hann skyldi vera þarna,
viö hliðina á henni. En hann vissi
Samvinnutryggingar vilja leggja áherzlu á
að hafa jafnan á boðstólum hagkvæmar tryggingar fyrir
heimilið og fjölskylduna.
Sérstaklega viljum við benda á eftirfarandi tryggin'gar:
Heimilistrygging • Verðtryggð líftrygging
Húseigendatrygging • Slysatrygging
Sjukra- og slysatrygging
Allar nánari
upplýsingar veitir
Aðalskrifstofan,
Ármúla 3 og umboðs-j
menn um land allt.
SAMVIIMNUTRYGGirNíGAR
SÍMI 38500
Þau eru örugg og ánægð,
þau eru vel tryggð.
J°e‘
CINNI & I INNI
31. TBL. VIKAN 37