Vikan


Vikan - 01.08.1974, Qupperneq 45

Vikan - 01.08.1974, Qupperneq 45
og minna úr lagi gengið, ef reikna má með venjulegri þróun og þroska hvers manns. Þegar þetta er ritað er hinsvegar ekki vitað hvað þeir munu ljúka við af þvi sem hljóðritað var fyrr á þessu ári eða I fyrra, en alla vega munu þeir hljóðrita ein tiu lög, sem eru ný af nálinni, en hafa um nokkurt skeiö verið i prógrammi hljóm- sveitarinnar. Meðal þeirra mætti nefna Jack The Ribber, If I, Blue- berry Bush, Hey You og I’m Free. John Miles, sem var hér á ferða- lagi sl. haust, aðstoðaði þá við upptökurnar og lék á pianó og orgel. Að lokum langar mig til þess að fará nokkrum orðum um upptök- ur islenzkra hljómsveita erlendis. Hljómsveitin Change hefur siðan hún gerði samning við útgáfu- fyrirtækið Orange, reynt að lifa af plötuútgáfu sinni. Allavega var það ætlunin I upphafi. Mál hafa hins vegar æxlast á þann veg, að plötur þær sem á var minnst fyrr i þessum þætti, og eru hluti af launum þeirra i Change fyrir samning þeirra við Orange, hafa ekki borist til landsins einhverra hluta vegna. Mætti I þvi sam- bandi helst hafa I huga undan- gengið oliubann og afleiðingar þær, sem það hafði m.a. á hljóm- plötuiðnaðinn i Bretlandi. Raf- orkuskömmtun, sem nú er að visu um liöin, og skortur á hráefni til framleiðslu á plötum, hefur sett stórt strik i reikninginn og komið illilega niður á islenzkum hljóm- sveitum, sem hafa þurft að láta pressa plötur i Englandi á þessu ári. Þetta allt og svo sú stað- reynd, að Change eru á Islandi en Orange i Englandi og töluvert langt á milli, á eflaust sinn þátt i þvi að skapa það óöryggi, sem rikir milli þessara tveggja aöila. Meðan slikt er staðreynd, verður hljómplötuiðnaður aldrei öruggur iönaöur á Islandi. Þaö sem mestu skiptir, er aö starfrækja stúdió á tslandi, hvort sem það er meö innlendu eöa erlendu fjármagni, og láta siðan dreifa framleiðsl- unni erlendis I gegnum erlend dreififyrirtæki. Ef Islendinga langar til þess að hafa atvinnu af plötuframleiðslu, eiga þeir ekki að þurfa að ferðast til útlanda I mengunina og stressiö til þess arna, heldur eiga þeir að geta starfaö I heimalandi sinu, land- inu, sem gefur öllum innblástur, sem tima hafa til þess að gefa sig að þvl. Hvers vegna er ekki komið i veg fyrir „að isl. listamenn neyðist til þess að leita langt yfir skammt? Hvað sem öllu þessu liður, þá hefur hljómsveitin Change brotið blaö I Islenzkri tónlistarsögu. Það kunna að vera fjölmargir, sem telja að hér sé full-sterklega til orða tekið, en ég leyfi mér að segja hér, að sá hinn sami hlýtur að vera af eld-eldgamla skólan- um, og taki það til sin hver sem vill. Vonandi tekst sem allra fyrst að skapa viðunandi vinnuað- stöðu fyrir alla þá, sem vinna að frumsömdu Islenzku tónlistar- efni. Þeir eiga sér fleiri hlustend- ur en flestir ef ekki allir stjórn- málamenn þessa lands. es

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.