Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 4
« athugasemdir minar viö leik sveitarinnar. Mér fannst hljóð- færaleikararnir oft hugsa meira um aö spila bara nógu hátt og sterkt, en leggja minni áherzlu á að spila músikalskt. Ég baö þá aö lagfæra þetta, mjög kurteislega, þvi aö ég vildi engan móöga, en þá átti túlkurinn tii aö segja: „Hann segir ykkur aö spila ekki svona andskoti sterkt!” — Þú hefur lika stjórnaö Karlakór Reykjavikur? — Já, ég tók viö stjórn hans ár- iö 1964. Siguröur Þóröarson — stofnandi kórsins og lengst af aöalstjórnandi — haföi látiö af stjórn hans nokkru áöur, og Ragnar Ingólfsson kórformaöur fór þess á leit viö mig, aö ég tæki viö stjórn kórsins. Mig fýsti ekk- ert sérlega til þess: Fannst ekki spennandi aö taka aö mér stjórn karlakórs til langframa. En ég lét loks til leiöast aö stjórna kórnum I eitt ár, og þvi hef ég ekki séö eftir, enda hef ég stjórnaö honum siö- an. Vitaskuld eru æfingarnar stundum þreytandi — ekkert gengur og ekkert er eins og manni finnst þaö fara bezt. En svo tekur kórinn kipp, og allt fer vel aö lok- um. Þá er ég i sjöunda himni, og allir erfiöleikar eru gleymdir. — Kórinn hefur sungiö viöa er- lendis undir þinni stjórn. 4 VIKAN 37. TBL. Gagnrýnandi einn í Salzburg, sem oft skrifar heldur illa um fræga menn á borð við Karajan, hældi okkur á hvert reipi. — Já, fyrst var það nú Baltiku- feröin fræga, þegar viö sungum meöal annars I Odessa og Aþenu. Viö kviðum dálitiö fyrir þvi aö syngja I Rússlandi, þvi aö Rússar eiga sér mjög sterka og rótgróna karlakórshefö, en kviöinn var ástæöulaus, þvi aö kórnum var mjög vel tekiö. Þó voru áheyr- endurnir aöallega tónlistar- kennarar og nemendur þeirra — fólk, sem virkilega hlustar. — Svo sungum viö tvivegis á heimssýningunni I Montreal áriö 1967. Þar fengum viö mjög góöa gagnrýni. Ég man að einn gagn- rýnandinn kallaði okkur Don- kósakka i kjólfötum. Þá gat ég ekki aö mér gert að hugsa: Hvað, er maður svona finn? — Það sama gerðist I söngferð okkar til Prag, Vinar, Salzburg, Graz og Júgóslaviu i fyrra. Gagn- rýnendur voru okkur sérlega vinveittir. Gagnrýnandi einn i Salzburg, sem oft skrifar heldur illa um fræga menn á borö viö Karajan, hældi okkur á hvert reipi. Ég held aö þessar góöu viðtökur stafi einkum af tvennu: útlendingar eiga ekki von á sér- lega góðum tónlistarmönnum úr fámenninu hérna, og svo er karlakórsstill okkar sérstæöur. Finnskir karlakórar berá til dæmis miklu meiri svip af rússn- eskum karlakórum og karlakórar á hinum Noröurlöndunum hafa ekki þennan sérstæöa hljóm, sem islenzkir karlakórar hafa. Hér ber oft mikið á björtum og sterkum tenórum i karlakórum. Þeir hlusta á Bach, Beethoven og Brahms, sem er gott út af fyrir sig, en fordæma svo kannski allar til- raunir til nýrra að- ferða i tónlistinni, án þess að kynna sér til hlitar, hvort um vönduð vinnu- brögð og góða tón- list er að ræða eða ekki. Aö visu er orðiö erfitt aö ná i góða fyrstu tenóra, af hverju sem þaö stafar — kannski auknum reyk- ingum eða breyttu mataræði. Þó bætist alltaf einn og einn góöur fyrsti tenór i kórinn. — Þótti þer ekki gaman að fara meö kórinn til Graz? — Jú, það var einstaklega skemmtilegt. Við sungum þar i gömlum Baroksal að viðstöddum fjölda áheyrenda og meðal þeirra voru margir kunningjar minir siöan i gamla daga. Allur kórinn lagði sig sérstaklega fram og á tónleikunum var einhver sérstök spenna, sem olli þvi, að þeir tókust stórkostlega vel. -— Er ekki erfitt aö velja verkefni handa karlakórum? — Sviö karlakóra er náttúrlega svolitiö þröngt, en þaö er til mikiö bæöi af gamalli og nýrri músik fyrir karlakóra, og ég held, aö aöalatriöiö sé aö velja eins margar tegundir tónlistar og unnt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.