Vikan


Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 11.09.1974, Blaðsíða 39
SKEGG. Kaeri draumráðningaþáttur! Mig langar til þess að biðja þig um að gera svo vel að ráða fyrir mig draum, er mig dreymdi í fyrrinótt, en mér þykir hann mjög merkilegur, ekki sízt fyrir þá sök hve skýr hann var og greinilegur. Þegar ég vakn- aði, vissi ég varla hvort mig hefði verið að dreyma, eða hvort þetta hefði gerzt raunverulega í vöku. Draumurinn var á þessa leið: Ég þóttist vera staddur heima hjá frænku minni, sem býr hérna rétt hjá, og hún var að tala um hvað skeggið á mér væri.fallegt. Ég þakkaði henni hrósið og þá spurði hún mig hvort hún mætti þvo það og snyrta. Ég sagði, að það væri velkomið og þá skipti engum togum, að hún sótti vatn í stóra fötu og sápustykki. Svo rennbleytti hún á mér skeggið og makaði það allt út í sápu, svo að sápulöðrið fyllti á mér munninn og nefið. Mér þótti þetta í meira lagi óþægilegt og bað hana í öllum bænum um að skola þetta fljótt og þurrka á mér skeggið. Hún hló að mér og sagði, að skeggið yrði að vera vel þvegið og snyrt, annars væVi það til lítillar prýði. Nokkru seinna hætti hún samt þvottinum og þurrkaði skeggið á mér vandlega með handklæði. Að þvi loknu kom hún með gríðarstór skæri og klippti stóran lokk úr skegginu á mér, vinstra megin á hökunni. Mér sárnaði þetta óskaplega, því að mér fannst ég ekki geta annað en rakað af mér allt skeggið eftir þessa útreið. Ég stóð fyrir’framan spegilinn á baðherberginu, þegar ég vaknaði upp af þessum draumi. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum, því að ég hef nokkrar áhyggjur af því að hann boði eitthvað miður gott, án þess þó að ég sé mjög trúaður á drauma. Með kærri kveðju og þökk fyrir birtinguna og ég bið að heilsa öllum á Vikunni Hermann Þessi frænka þín er líklega ekki öll þar sem hún er séð. Þó er alls ekki víst, að hún meini neitt illt með þeirri stríðni og áreitni, sem hún sýnir þér á næstunni. Reyndu að láta ertni hennar ekki hafa nein áhrif á þig, því að það er bezta leiðin til þess aö forðast öll vandræði. Þú talar um, að þú sért hræddur um, að draumurinn boði eitthvað miður gott, en þú þarft ekki að óttast, að hann sé fyrir slæmu gengi í fjármálum eða öðru slíku. Kaffiboð Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að frænka mín, sem heitir Þ. bauð mér í kaffiboð. Það var mikið af fínum kökum með kaffinu einsog alltaf er hjá henni, en kaff ið var brim- salt, þegar ég fór að drekka það. Fyrir hverju heldurðu, að þetta geti verið? Með þökk fyrir svarið. Maggí Einhver, sem þér þykir vænt um, verður veikur af heldur leiðinlegum sjúkdómi. Batahorfur er erfitt að segja um, en líklega er sjúkdómurinn ekki það alvar- legasta, heldur allt slúðrið, sem í kringum hann mun spinnast. Á AKRINUM. Kæri draumráðandi! Mig dreyhndi að hérna austan við þorpið var búið að plægja stórt flag, sem allir þorpsbúar áttu í sam- einingu. Einn daginn fóru þangað allir úr þorpinu og hjálpuðust að við að sá í þennan myndarlega akur. Með þökk fyrir væntanlegt svar. Karitas. Þetta er fallegur draumur og góðrar merkingar. Allt þorpiðá eftir að njóta góðsaf sameiginlegu fram- taki þorpsbúanna og heilsufar i þorpinu mun verða með eindæmum gott á næstunni. Á ferð í dimmum skógi Kæri draumráðandi! Ég ætla að senda þér einn draum til ráðningar og vona ég, að það dragist ekki allt of lengi að ég fái ráðninguna á honum í Vikunni, því að ég er yfir mig spennt að sjá hvernig þú ræður hann. f draumnum var ég á ferð einhvers staðar í út- löndum með tveimur vinkonum mínum, sem eru í sama bekk og ég. Við fengum okkur leigða hesta og ætluðum að fara í reiðtúr gegnum svolítinn skógar- lund, sem þarna var. Við lögðum af stað inn í skógarlundinn, en þegar við erum komnar svolítið inn í hann, veitum við því at- hygli, að við erum orðnar villtar og vitum ekki í hvaða átt við eigum að f ara. Einnig tókum við eftir því, að skógurinn varð alltaf þéttari í kringum okkur og trén hærri, svo að sólin skein ekki alla leið niður til okkar og það var orðið mjög skuggsýnt þarna í skóginum. Við urðum allar svolítið skelkaðar, því að við þóttumst hafa heyrt, að þarna í skóginum hefðist við ræningjaflokkur sem rændi ungum stúlkum og héldi þeim föngnum til þess að ala sér börn. Þetta vorum við að tala um okkar á milli og ræða um hvað við ættum til bragðs að taka, ef við lentum í höndunum á ræningjunum, þegar þeir komu allt í einu aðvífandi og gripu okkur af baki hestanna, bundu hendurnar á okkur fyrir aftan bak og fóru með okkur heim í kofana sína. Þar var heldur ömurlegt um að litast, allt mjög skítugt og illa þrifið. Ein okkar hafði orð á þessu við foringja ræning janna og hann sagði henni þá að þrífa allan skítinn strax um nóttina. Við hinar spurðum þá hvort við mættum ekki hjálpa henni, en hann neitaði því harðlega og sagði að það væri ekki hægt, því að hann ætlaði að sofa hjá okkur til skiptis um nóttina. Þá varð ég svo hrædd, að ég vaknaði. Ég vona, kæri draumráðandi, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig, því að hann liggur mér þungt á hjarta. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, K.H. Þessi draumur þinn er nú ekki eins óttalegrar mérk- ingarog þú kannski heldur. Hann er bara fyrir því, að þú lendir á næstunni I samkvæmi, þar sem þú skemmtir þér konunglega. Líklega veröa þær bekkjarsystur þínar með þér í samkvæminu, en þó er það alls ekki víst. 37. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.